Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 49

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.08.1976, Blaðsíða 49
Fréttir og tílkynningar Lög Noðuilandsdeildar HFÍ 1. gr. Heiti svæðisdeildarinnar er Norðurlands- deild HFÍ. 2. gr. Heimili og varnarþing er á Sauðárkróki. 3. gr. Starfssvæði deildarinnar eru kaupstað- irnir Siglufjörður, Sauðárkrókur og Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslur. 4. gr. Félagar í deildinni eru allir meðlimir HFI, sem búsettir eru í umdæmi deildar- innar. 5. gr. Markmið deildarinnar er að auka félags- legan áhuga og kynni hjúkrunarfræðinga, fá þá til að vinna sameiginlega að áhuga- málum og stuðla að bættum heilbrigðis- háttum. 6. gr. Stjórn deildarinnar skipa 3 félagsmenn: formaður, ritari og gjaldkeri. Ennfremur skal kjósa 2 varamenn og 2 endurskoðend- ur. Flytjist stjórnarfulltrúi burt af félags- svæði deildarinnar, skal í hans stað kosið af sameiginlegri stjórn og varastjórn. Stjórn skal kosin til tveggja ára í senn. 7. gr. 1. Aðaifundur skal haldinn á tímabilinu júní-jan. ár hvert. 2. Til hans skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara, þá með skriflegu fundar- boði til ailra félaga deildarinnar. 3. Aðalfundur er löglegur, ef löglega er til lians boðað. 8. gr. Reikningsár deildarinnar er almanaksár, stjórnarár er á milli aðalfunda. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. (Kosning stjórnar). 3. Ákvörðun félagsgjalds. 4. Reikningsskii. 5. Onnur mál. 9. gr. Stjórn er heimilt að boða til fundar þeg- ar ástæða þykir tik Henni er skylt að stofna til deildarfundar ef 5 eða fleiri æskja þess skriflega. Stjórninni er heimilt að fá utanfélagsmenn til að annast fundar- efnið. 10. gr. a) Lögum þessum má aðeins breyta á að- alfundi. Að öðru leyti gilda ]ög HFÍ eftir því sem við á. b) Fundir skulu haldnir víðs vegar á svæði deildarinnar, ef við verður komið. c) Afgreiðslu mála ræður einfaldur meiri- hluti. Félagsfundur Launamálanefnd Hjúkrunarfélags íslands boðaði til félagsfundar í Domus Medica, þriðjudaginn 1. júní s.l. kl. 20.30. Fundarefni: kjarasamningar. Ingibjörg Helgadóttir formaður HFÍ setti fundinn og bauð félaga velkomna. Sigurveig Sigurðardóttir las fundargerð- ir tveggja síðustu funda og voru þær sam- þykktar. Valgerður Jónsdóttir, formaður Iauna- málanefndar, gerði grein fyrir tilboði frá ríkisvaldinu varðandi sérkjarasantninga, þar sem boðin var 1,8% launahækkun stéttinni tii lianda. Mundi þetta hafa haft það í för með sér að annar hver hjúkrun- arfræðingur hækkaði um einn launaflokk. Valgerður kvað launamálanefnd þegar hafa hafnað tilboði þessu og því fyrirsjáanlegt að málið færi fyrir kjaranefnd. Á fudinum var einnig fjallað um ráðn- ingasamninga, þar sem æfiráðning er felld niður, laun hjúkrunarnema á síðasta ári og ráðningar læknanema í stöður hjúkrunar- fræðinga. I lok fundar risu allir fundarmenn úr sætum til að láta í ljós óánægju sína með tilboð ríkisvaldsins í sérkjarasamningun- um. — Fundinn sóttu 80-90 manns. Leiðrétting varðandi Lífeyr- issjóð hjúkrunarkvenna I Tímariti Hjúkrunarfélags Islands (2. tbl. 1976) kom fram á bls. 83 að ákveðið hefði verið að hækka fruntlán úr Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna úr 1.000.000,00 - einni miljón - í 2.000.000,00 - tvær miljónir. Þetta er því miður ekki rétt. — Þarna læddi prentvillupúkinn sér inn. Hið rétta er, að frumlán hækka unt tvö hundruð þús- und. Ur einni miljón í eina miljón og tvö hundruð þúsund. Hjúkrunarfræðingar eru vinsamlega beðnir að leiðrétta þetta, hver í sínu blaði. Með kveðju. Ritsljórn. Stjórn Sjúkraliðaskóla íslands Formaður skólanejndar: Sigríður Þorvaldsdóttir heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur. Skipuð af ráðh. Aðrir nejndarmenn: Ragnar Júlíusson skólastjóri. Skipaður af ráðherra. Ingibjörg Agnarsdóttir sjúkraliði. Tilnefnd af Sjúkraliðafélagi Islands. Unnur Rós Viggósdóttir hjúkrunarfr. Tilnefnd af Hjúkrunarfélagi Islands. Kristbjörg Þórðardóttir heilsuverndar- hjúkrunarfræðingur hefur verið sett skóla- stjóri frá og með 15. júlí 1976 að telja. Árshátíð HFÍ 1976 verður í Víkingasal Hótel Loftleiða föstu- daginn 12. nóv. n.k. Nánar auglýst á stofnunum og í dag- b'.öðum. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.