Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 6
Fulltrúafundur SSN 1976 Hinn árlegi fulltmafundur Samvinnu norrænna hjúkrunar- fræðinga fór að þessu sinni fram á fjallahótelinu Sander- stölen í Noregi dagana 21.—24. september sl. Höfuðvið- fangsefni fundarins var „Málefni aldraðra“ en einnig var fjallað um og gerðar samþykktir er varða frjálsan vinnu- markað hjúkrunarfræðinga innan Efnahagsbandalags- landanna og tillögur til alþjóðlegrar reglugerðar varðandi störf og kjör hjúkrunarstarfsliðs, sem verið er að vinna að á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO). Samtökin hafa innan vébanda sinna yfir 108 þús. félaga. Kjörnir fulltrú- ar voru 37, en í heild sátu fundinn 72 þátttakendur, frá öllum aðildarfélög- unum. Fulltrúar af Islands hálfu voru: Ingibjörg Helgadóttir, form. HFI, María Pétursdóttir, skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans, fulltrúi HFI í stjórn SSN, Gunnhildur SigurSar- dóttir, hjúkrunarforstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs í Hafnarfirði, Nanna Jónasdóttir, deildarstj. Kleppsspítalanum, Rann- veig Þórólfsdóttir, hjúkrunarforstj. Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Hjúkrunarnemarnir Guðrún Karls- dóttir og Olína Guðmundsdóttir, ásamt Ingibjörgu Arnadóttur frá Tímariti HFI, voru áheyrnarfulltrú- ar með tillögurétti. Eli Kristiansen, formaður norska hjúkrunarfélagsins, bauð þátttakend- ur velkomna til Noregs og kvað það eðlilegt, þar sem Noregur væri mjög hálent land, að fundinum skyldi val- inn staður á fjallahóteli í 850 m hæð. Þarna ríkti kyrrð og friður, ásamt náttúrufegurð sem orð fá vart lýst. Toini Nousiainen, formaður SSN, setti fundinn og sagði m. a.: „Minn- ingarnar frá Islandsferðinni sl. ár hlýja okkur enn þann dag í dag.“ Toini skýrði frá því að þær Britta Jonson og Gunborg Strid, sem báðar hafa starfað hjá SSN um árabil, mundu láta af störfum á næsta ári og að ekki hefði verið ráðinn starfs- kraftur enn sem komið er í þeirra stað. Ennfremur skýrði formaður SSN frá, að fyrir dyrum stæði að flytja skrifstofu SSN og aðsetur frá Stokkhólmi. Ekki er ákveðið hvert, en Kaupmannahöfn eða Oslo heyrð- ust nefndar. Um þetta mun stjórn SSN fjalla á fundi sínum í desember þetta ár. Toini minntist einnig á nor- rænan fund um menntunarmál er fram fer á næstkomandi ári. Kjell-Henrik Henriksen frá Noregi var tilnefndur fundarstjóri. Hópumræður Til undirbúnings hópumræðna varð- andi málefni aldraðra flutti Ruth- Turid Pettersen frá Noregi athyglis- verðan fyrirlestur er hún nefndi „Eldres situasjon i dagens samfunn“. M. a. tók Ruth nokkur athyglisverð dæmi úr daglegu lífi aldraðra, sem sýndu glögglega fram á þá röngu meðhöndlun sem við bjóðum þeim upp á, oft á tíðum einungis vegna þess að aldur viðkomandi er hár, en ekki nægjanlegt tillit tekið til andlegs atgervis. Dæmi frá móttöku öldungs á sjúkrahús: Hjúkrunarfræðingur: Jæja, góði, manst þú hvenær þú ert fæddur? Oldungur: Nei - því miður - ég var víst alltof lítill þegar það skeði. Ruth-Turid Pettersen varpaði einnig fram fjölda spurninga til hjúkrunarfræðinganna, er vöktu fólk mjög til umhugsunar. Ruth kvað það staðreynd að 40% aldraðra í Noregi væru vistaðir á röngum stöð- um. Frekari upplýsingar um fyrir- lestur Ruth-Turid Pettersen má finna á skrifstofu HFÍ, en þar liggur ein- tak frammi til afnota fyrir þá sem þess óska. Síðan var unnið í 6 hópum með það að markmiði að leitast við að greina þarfir aldraðra og finna leið- ir til þess að koma til móts við þær. Hópur 1 hafði sj álfsákvörðunar- rétt að umræðuefni og hvernig þessi ákvörðunarréttur kemur í ljós hjá öldruðum. I hve ríkum mæli gætir 132 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.