Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 8
Ruth-Turid Pettersen, Noregi, flutti jramsöguerindi um málefni aldraðra. þar sem ákveöin heilbrigðisþjónusta er veitt. Rætt var hvaða vandamál fylgja vistun aldraðra á stofnunum og hvernig umönnun og þjónustu þarf að veita á stofnunum svo að aldraðir geti viðhaldið persónuleika og lífsháttum sem þeim eru eigin- legir. Hópur 5. Reikna má með að „dul- in neyð“ fyrirfinnist meðal aldraðra. Vissulega kemur fyrir og ekki ó- sjaldan að einstaklingar deyja um- hirðulausir án þess að nokkur viti. Einnig er vitað að margir aldraðir eru vannærðir, vegna skorts eða rangrar fæðu, eins er læknishjálp og dagleg hirðing oft ónóg. Hvers konar þjónustukerfi getur tryggt það, að náð verði til þeirra sem hjálpar þarfnast? Rætt var hvað gera skuli til að veita öldruðum hjálp sem þarfnast hjálpar, en vilja ekki þiggja hana, og hvaða vandamál skapast þegar viðkomandi er vistaður óvilj- ugur á stofnun. Hópur 6. Flestir þarfnast starfs og viðfangsefna sem skapa lífinu til- gang. Persónuleiki og sjálfsmat byggist í ríkum mæli á því sem ein- staklingurinn afrekar í starfi. Ellilíf- eyrisþegar falla oft í aðgerðarleysi og verða daufir og sinnulausir. Sam- félagið miðar fyrst og fremst við framleiðslugetu, hæfni og hraða þegnanna. Hvernig má tryggja öldr- uðum þátttöku í starfi og daglegum atburðum í samræmi við heilsu og getu þeirra? Hópurinn ræddi einnig hvernig hægt er að opna leiðir fyrir aldraða til að halda stöðu og starfi eftir að ellilífseyrisaldurinn færist yfir. Yfirlýsing varðandi málefni aldraðra Samvinna norrænna hjúkrunarfræð- inga (SSN) samþykkti eftirfarandi álitsgerð á fulltrúafundi sínum í Sanderstölen Höyfjellshotell í Noregi dagana 21.-24. september 1976, sem fjalaði um málefni aldraðra. Samfélagið þarf að skapa hinum öldruðu skilyrði til þess að þeir geti tekið þátt í ráðagerðum varðandi eigin hagsmuni: — Aldraðir geti nýtt starfsgetu sína, reynslu og krafta til góðs fyrir sjálfa sig og samfélagið. — Efla þarf og leggja meiri áherslu á áhrif þeirra, svo þeir fái raun- hæfan ákvörðunarrétt, á sama hátt og aðrir samfélagsþegnar. — Bæta þarf fjárhag aldraðra svo hann samsvari því meðaltali sem almennt gerist í samfélaginu. — Leggja þarf meiri áherslu á skipulagða heilsuvernd aldraðra. — Leggja þarf áherslu á að öldruð- um sé gefinn kostur á að dvelja sem lengst á eigin heimilum. — Oldruðum sem dveljast á stofn- unum sé tryggður raunhæfur meðákvörðunarréttur. — Stofnunum þarf að tryggja mögu- leika til endurhæfingar aldraðra með a) fjárhagslegum stuðningi, b) nægu starfsliði, c) stuðningi til aukinnar vel- ferðar, d) möguleika fyrir aldraða til þess að snúa aftur til heimila sinna og fá þar áframhald- andi meðhöndlun. Fulltrúafundurinn mælir með því að félög hjúkrunarfræðinga vinni að því að: — greina þörf aldraðra fyrir hjúkr- un og umönnun, þannig að hún sé tryggð með nægu og hæfu starfsliði á öllum sviðum, — leggja fram námsefni og skipu- leggja jafnt grunnmenntun sem æðri menntun hjúkrunarfræð- inga, svo þeir verði hæfari til starfa í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, — lögð verði meiri áhersla á rann- sóknir á sviði hjúkrunar og sér- stök áhersla á þarfir aldraðra. Samþykk varðandi Al- þjóðavinnumálastofnunina Danska hjúkrunarjélagið' kynnti á fulltrúafundinum tillögur um alþjóð- lega reglugerð varðandi störf og kjör hjúkrunarstarfsliðs, sem verið er að vinna að á vegum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar. 134 TÍMARIT H-JÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.