Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 10
Þœr voru allar þrjár endurkosnar í stjórn. A miðri myndinni er Toini Nousiainen jormaS- ur, t. h. Kirsten Stallknecht 1. varaform. og Eli Kristiansen 2. varajorm. t. v. kröfur til málakunnáttu og menntun- ar hvers einstaklings. Fulltrúafundur SSN hlýtur að krefjast þess, að haldið sé fast við þá kröfu Dana, að af 4600 stunda heildarkennslu, sem fram kemur í til- lögunni að skipaninni, verði % hluti bóklegt nám eða önnur ákveðin kennsla og % hlutar verklegt nám undir handleiðslu hjúkrunarfræð- ings. Fulltrúafundur SSN varar við því. að geröir séu samningar varðandi frjálsan vinnumarkað innan EBE- svæðisins, sem kunna að hafa í för með sér mismunun í starfi meöal hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum. Kynnisferð Norska hjúkrunarfélagið bauð þátt- takendum í hálfs dag ferð til að skoða mjög athyglisverða heilsu- ræktarstöð „Beitostölen Flelsesport- senter“. Þarna er um að ræða lækn- ingar, endurhæfingar og íþrótta- þjálfunarstöð fyrir hreyfiheft fólk. Þarna fer einnig fram sérkennsla sjúkraþjálfara og íþróttakennara með tilliti til þjálfunar hreyfiheftra. Stór þáttur í starfsemi stöðvarinnar var svo félagslíf vistmanna, svo sem 136 hljóðfærasláttur, söngur, spila- mennska, borðtennis, badminton, upplestur og dans svo nokkuð sé nefnt. í mörgum af þessum þáttum stóð vistmönnum einnig kennsla til boða. í Ábo í Finnlandi er vísir að stöð sem þessari, en annars er Beitostölen Helsesportsenter í Noregi eina stofn- unin sinnar tegundar á Norðurlönd- um. Það kom fram að á fundi Norður- landaráðs í Reykjavík voru ræddir möguleikar á að koma upp slíkum stöðvum í hverju Norðurlandanna. Frumkvöðlar að stofnun stöðvar- innar voru hjónin Erling Stordahl, sem er blindur maður, og kona hans Anna. Stofnunin er nú rekin af norska ríkinu, en Erling og Anna Stordahl veita henni forstöðu. Umhverfis rikir kyrrð og friður og fegurð náttúru í svo ríkum mæli að það eitt hlýtur að hafa heilsusam- leg áhrif. Þessum einstaka stað verð- ur vonandi hægt að gera betri skil síðar. Stjórnarkosning o. fl. Toini Nousiainen, formaður finnska hjúkrunarfélagsins, var endurkjörin form. SSN næsta ár, Kirsten Stall- knecht, Danmörku, og Eli Kristian- sen, Noregi, voru einnig endurkjörn- ar sem 1. og 2. varaform. Aðrir í stjórn samtakanna eru: María Pét- ursdóttir, Islandi og Gerd Zetter- ström Lagervall, Svíþjóð. I fundarslit færði Toini formanni norska hjúkrunarfélagsins, Eli Krist- iansen, og Gunvor Instebö, sem stað- ið hafði á bak við skipulagningu fundarins, þakkir, og Kjell-Henrik Henriksen fyrir góða fundarstjórn. Fundurinn fór vel og skipulega fram og norska hjúkrunarfélaginu til sóma. Toini Nousiainen sleit síðan fundi með orðunum „SSN skal fylgjast með öllu því, er varðar þróun hjúkr- unarmála og efla heilsu- og sjúkra- gæslu og félagslega aðstoð.“ Næsti fulltrúafundur verður hald- inn að ári liðnu í Finnlandi. Ingibjörg Arnadóttir. Dagblöðin í Noregi virtust haja mestan. áhuga á ástalíji aldraðra. Meðan á jundin- um stóð birti norska „Dagbladet“ ejtirjar- andi: — Pö d*t nordiik* iykapl«i*rmal«t pó Sonderitolen Hoyfjelliholell fremhoidet det ot kjarlighalibeho/ot sluttor ikk* ved pensjont- olderen. — Nei, for hvo skol «n ellers to seg til i den alderenl TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.