Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 11
Drög að frumvarpi til laga Eins og skýrt var frá í 3. tölublaði þ. á. hefur nefnd sú er menntamálaráðuneyt- ið skipaði hinn 15. febrúar 1974, til þess að endur- skoða gildandi löggjöf um hjúkrunarnám í landinu, lokið störfum og sent menntamálaráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um hjúkrunarskóla, ásamt skýringum við einstakar greinar, greinargerð og fylgiskjölum. Við birtum hér útdrátt úr áliti nefndarinnar þ. e. drög að lögum, skýringar við einstaka greinar og nokk- ur atriði, úr greinargerð. I. kafli. Markmið og stjórn. 1. gr. Ríkið rekur tvo hjúkrunarskóla: Hjúkrunarskóla íslands og Nýja hjúkrunarskólann. Menntamálaráðu- neytið fer með stjórn þeirra. 2. gr. Hlutverk skólanna er að veita menntun í hjúkrunarfræði, bæði grunnnám og framhaldsmenntun. Ákveða skal verksvið hvors skóla í reglugerð. 3. gr. Með sameiginlega stjórn skólanna fer níu manna skólastjórn. Mennta- málaráðuneytið skipar þrjá stjórn- armenn til 4 ára í senn, einn án til- nefningar og skal hann vera formað- ur skólastjórnar, einn samkvæmt til- nefningu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins og einn samkvæmt tilnefningu Hjúkrunarfélags Islands. í skólastjórninni eiga og sæti skóla- stjórar beggja skólanna og einn full- trúi frá kennararáði og nemendaráði hvors skóla. Fulltrúar kennararáða og nemendaráða skulu kosnir til eins árs í senn. Um starfstíma og starfs- hætti skólastjórnar, skal að öðru leyti kveðið á í reglugerð. 4. gr. Kennararáð og nemendaráð skulu vera í hvorum skóla skólastjóra til aðstoðar samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. II. kafli. Skólastjórar og kennarar. 5. gr. Ráðherra setur og skipar skóla- stjóra og kennara að fengnum tillög- um skólastj órnar. Skólastjórar skulu vera hjúkrunarfræðingar með sér- menntun samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Kennarar skulu hafa sérmenntun samkvæmt nánari á- kvæðum í reglugerð. 6. gr. Kennara skal eigi skipa fyrr en eftir eins árs reynslutíma. Ráðherra setur skólastjórum og kennurum er- indisbréf að fengnum tillögum skóla- stjórnar. III. kafli. Inntökuskilyrði. 7. gr. Inntökuskilyrði í grunnnámið skulu færð í það form, sem að neð- an greinir, í áföngum samkvæmt á- kvörðun skólastjórnar. Umsækjandi skal hafa lokið skyldunámi og lokaprófi frá mennta- skóla, fjölbrautaskóla eða hliðstæðu námi, og náð þar eftirtöldum náms- áföngum: íslenska ................ 10 einingar danska.................... 6 einingar enska .................... 9 einingar félagsgreinar ........... 12 einingar efnafræði ............... 16 einingar líffræði ................ 10 einingar stærðfræði .............. 17 einingar I reglugerð má setja fleiri ákvæði um inntökuskilyrði og heimilt er að láta umsækjendur ganga undir hæfn- is- eða inntökupróf. 8. gr. Inntökuskilyrði fyrir framhalds- menntun skulu sett í reglugerð. 9. gr. Skólastjóri og kennararáð skulu meta umsóknir um skólavist og taka ákvarðanir um þær. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.