Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 13

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 13
12. gr. Setja skal í reglugerð ákvæði um nám í ýmsum sérgreinum á sviði hjúkrunar. Hafa þarf samvinnu við námsbraut í hjúkrunarfræði við Há- skóla Islands og skal vísað til til- lagna nefndar sem menntamálaráðu- neytið skipaði 20. ágúst 1973 til að semja drög að reglugerðarákvæðum um nám í hjúkrunarfræði bæði grunn- og framhaldsnám í Háskóla íslands. 15. gr. Hér að framan hefur þegar verið skýrt hvers vegna nefndin telur miklu máli skipta að allt hjúkrunar- fræðinám fari sem allra fyrst á há- skólastig að undangengnum nauð- synlegum undirbúningi varðandi námið sjálft og aðfaranám þess. Úr greinargerð meS drögum að frumvarpi til laga um hjúkrunarskóla Undirbúningsnám undir hjúkrunarfræðinám A undanförnum árum hefur orðið allmikil breyting á undirbúnings- menntun þeirra, er stunda nám í hjúkrunarfræði. Þeir, sem nú hefja nám, hafa allir 12—14 ára skóla- göngu að baki. I þessum tillögum er ekki um að ræða próf frá neinum ákveðnum skóla heldur ákveðið magn þekking- ar, sem talinn er hentugur og nauð- synlegur undirbúningur undir hjúkr- unarfræðinám. Það undirbúnings- nám er skilgreint hér og metið í námseiningum og liver námsgrein tiltekin. í skólum, þar sem hægt er að velja nám þetta á hagkvæman hátt, gæti undirbúningstíminn tekið 3—4 ár. Breytingar á hjúkrunarfræði- námi og tilhögun þess Hér er gert ráð fyrir fjórum meg- in breytingum: a) Að aðalnámsgreinar verði mikið auknar og nokkrum bætt við. b) Að „verklegu námi“ verði breytt úr starfi í markvisst verknám. c) Að nemendur taki ekki laun á námstímanum. d) Að hvert námsár verði 9 mánuð- ir samkvæmt reglum hins al- menna skólakerfis. Samræming á hjúkrunarfræðinámi Haustið 1973 tók til starfa við Há- skóla Islands námsbraut í hjúkrunar- fræði. Fyrstu nemendur verða braut- skráðir þaðan að vori 1977. Laga- tillögur þær, sem hér eru settar fram, gera ráð fyrir, að hægt verði að samræma allt hjúkrunarfræðinám í landinu og færa það yfir í náms- braut háskólans eftir ákveðinn að- lögunartíma. Sá tími yrði notaður til þess að endurbæta og auka veru- lega nám í hjúkrunarskólum þeim, er þessi lög ná yfir, svo að draga megi úr þeim mun, er nú er á mennt- un þeirra hjúkrunarfræðinga er brautskráðir eru frá háskólanum og hinna. Framhaldsmenntun Gera má ráð fyrir, að þegar náms- braut H. I. í hjúkrunarfræði verður öflugri þá verði komið þar á fót framhaldsnámi hj úkrunarfræðinga. Olíklegt er, að allar sérgreinar hjúkr- unar eigi þar sess næstu árin eða, að þeir hjúkrunarfræðingar, sem braut- skráðir eru samkvæmt eldri lögum og með minni undirbúningsmenntun en háskólinn gerir kröfu til, leggi í það nám. Því þarf að sjá þeim fyrir framhaldsnámi og símenntun á ann- an hátt, og eðlilegast er, að það verði byggt upp í þeim skólum, er hér um ræðir, fyrst um sinn. Ein- stakar greinar, svo sem kennara- nám, þurfa þó að skipa sess í há- skóla á sama hátt og nám fyrir kenn- ara við aðra framhaldsskóla og sér- skóla hér ó landi. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.