Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 21

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 21
Blæðíngatruflanír hjá konum Sigurður S. Magnússon læknir Blæðingatruflanir geta verið margbreytilegar, skipta má þeim í þrjá aðalflokka. I. Blóðlát geta verið óvenju lítil eða varað óvenju stutt (HYPOMENORRHEA), verið strjál (lengra milli blæðinga en 35 dagar — OLIGOMENORRHEA), eða alveg hætt (AMENORRHEA — tíðateppa). II. í annan flokkinn falla óvenju mikil blóðlát (fari þau yfir 60 ml í blæðingu - HYPERMENORRHEA/ MENORRHAGIA), tíð blóðlát (tíðahringur styttri en 21 dagur - POLYMENORRHEA) og blóðlát milli tíða (METRORRHAGIA) - milliblæðingar. III. Vanlíðan og sársauki samfara blæðingum (DYSMENORRHEA). I. Tíðateppa (AMENORRHEA). Gera ber greinar- mun á því, hvort kona Iiefur áður haft á klæðum (AMENORRHEA SECUNDARIA - þegar 3 mánuðir eru liðnir frá blóðláti) eða ekki (AMENORRHEA PRIMARIA - 18 ára aldri er náð). Sú síðarnefnda er oftast af vefrænum uppruna, oft arfgeng, en þegar tíðir falla niður er orsökin oftar sálræn, sé konan ekki ólétt. Oft er vitaskuld eðlilegt að blæðingar liggi niðri, s. s. hjá vanfærum og stúlkubörnum, eftir fæðingar og tíða- hvörf. I. A. Flestar konur, sem leita læknis vegna tíðateppu, hafa áður haft blæðingar. Hjá þeim eru algengustu or- sakirnar þessar: a) Þungun. Þetta er algengasta orsökin og sú sem oft gleymist. Hana ber því ævinlega að útiloka fyrst. b) Post partum. Þegar konur hafa börn sín ekki á brjósti, hefjast blæðingar að meðaltali 55 dögum eftir barnsburð. Af hinum sem mjólka fá aðeins 33% blæð- ingar innan 12 vikna. Láti blæðingar lengi á sér standa eftir barnsburð, getur verið um Simmonds sjúkdóm að ræða eða þá sjúkdómsmynd Sheehans, sem er vægari, hvort tveggja mjög sjaldgæft. Þá hefur komið drep í heiladingul konunnar í barnsfæðingunni og afkösl hans skerst. Þriðja sjúkdómsmyndin, enn sjaldgæfari, kennd við Chiari - Frommel, kemur til álita mjólki konan samhliða tíðateppunni — (GALACTORRHEA). c) Post abortem. Egglos er ekki að vænta fyrr en 3-4 vikum eftir fósturlát eða fóstureyðingu. d) Þegar þungun er ekki til að dreifa, er orsakar tíðateppu oftast (50% tilvika) að leita í hypotlialamus. Hún er þá oftast sálræn, einhvers konar andstreymi (s. s. hj ónabandsörðugleikar, fj árhagsáhyggj ur, hús- næðisvandræði, óléttuhræðsla, langferðir o. s. frv). Þó getur verið um að ræða æxli í námunda við nucl.- supraopticus eða nucl.paraventricularis eða áverka á þessa staði. Tíðateppan verður þá vegna þess að haldið er aftur af miðstöðvum þeim í hypothalamus, sem gefa frá sér „releasing faktorana“, sem síðan losa aftur um gónadótrópínin úr heiladinglinum, en þau stýra tíða- hringnum. Tíðateppa er talin vera af sálrænum toga spunnin, þegar allar aðrar hugsanlegar orsakir, vefræn- ar og starfrænar, hafa verið útilokaðar. e) Heiladinguls-tíðateppa. Æxli í námunda við sella turcia geta valdið tíðateppu, ef þau þrýsta á heilading- ulinn og trufla starfsemi hans. f) Lyf. Samsetta „pillan“ kemur m. a. í veg fyrir egglos með því að halda aftur af þeim miðstöðvum í TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.