Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 24

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 24
nýrnahettubörkurinn framleiðir, og stúlka fær hvorki brjóst né blæöingar. Sjúklingurinn verður að vera ævi- langt á kortísóni eða skyldum lyfjum til þess að halda niðri framleiðslunni í nýrnahettuberkinum. 2) Mjög sjaldgæft er að eggjakerjin sjálf séu rýr og illa starfhæf. Slíkt er þó til, og finnst þá mikið af góna- dótrópínum í blóði, en allt kemur fyrir ekki, östrógen- framleiðslan fer ekki í gang, stúlkan nær ekki kyn- þroska og vaxtalínur í beinum lokast seint (vegna östró- genaskortsins). Meðferðin er sú sama og Turnerstúlk- urnar fá: östrogen- og prógesteróngjafir eftir takti tíða- hringsins. 3) Æxli í heiladingli geta komið í veg fyrir að ung- lingsstúlkur fái fyrstu tíðir. II. J öðrum flokkum eru óeðlilegar blæðingar frá legi, þ. e. óvenju mikil blóðlát, tíð blóðlát og blæðingar milli tíða (milliblæðingar). Ymsar blæðingar frá legi eru að sjálfsögðu alveg eðlileg fyrirbæri, nefnilega hóf- leg blóðlát á tíðum, blæðingar við og eftir barnsburð og jafnvel blæðingarvottur, sem sumar konur fá við egglos, og verður ekki talið sjúklegt. Allar aðrar blæð- ingar ber að líta á sem merki um einhvern sjúkdóm, og eru þeir helstu sem hér segir: a) Sjúkdómar í leginu sjálju. Mýóm valda mjög oft óeðlilegum blæðingum frá legi, tíðast of miklum blóð- látum (MENORRHAGIA - blóðláti yfir 60 ml). Því nær slímhúðinni sem mýómið er, því meiri blæðingar- hætta. Mýóm á stilk, sem skaga inn í legið, geta meira að segja valdið blæðingum milli líða (METRORR- HAGIA). Of mikil blóðlát eru títt vísbending um mis- smíði eða sepa í legi, endometriosis interna, og svo síð- ast en ekki síst krabbamein í legi. Leghálskrabbamein (CARCINOMA CERVICIS UTERI) lýsir sér einna fyrst með blæðingum við ýmiss konar hnjask, t. d. samfarir, gynskoðun og hægðir, en þó ber að bafa í huga, að slík blæðing getur komið frá viðkvæmum sepa í leghálsi. Legholskrabbi (CARCINOMA CORPORIS UTERI) lýsir sér fyrst og fremst með blæðingum. Af hverjum 100 konum, sem fá legkrabbamein, eru 75 hættar að hafa á klæðum, svo að fyrsta einkennið verð- ur blæðing eftir tíðahvörf. Ilinar 25 (þar af aðeins ein undir fertugu) fá milliblæðingar og stundum of mikil blóðlát. Slímhúðarsýkingar geta líka valdið milliblæð- ingum eða auknum blóðlátum, t. d. slímhúðarbólgur (ENDOMETRITIS) eftir fæðingar, fósturlát, eða vegna berkla, salpingitis eða salpingoöphoritis. Að lokum er þess að geta, að lykkjan veldur oft auknum blóðlátum, svo að 10-15% kvenna verða að gefa hana upp á bát- inn. b) MeSgöngukviUar. Algengustu blæðingar í byrjun meðgöngutímans koma fram þegar eggið festist í slím- húð legsins (s. nidationsblæðingar), við fósturlát, utan- legsþykkt og trophoblast-æxli. Verði eftir einhver fylgjuvefur í leginu eftir fósturlát eða fæðingu, heldur áfram að blæða frá leginu. c) Oútskýrðar blœðingar jrá legi (dysfunktsjónellar blæðingar) eru mjög algengar. Sennilega stafa þær af sveiflum í starfi eggjakerfanna, þeim er því hér til hag- ræðingar skipt niður eftir því hvort konan hefur egglos eða ekki. 1) An eggloss. Hjá flestum konum kemur það senni'- lega oft fyrir að egglos falli niður, oftast vegna truflana á samstarfi eggjakerfa, hypothalamus og heiladinguls. árin fyrir tíðahvörfin, oftast vegna hrörnunar eggja- Þetta er þó algengast á kynþroskaskeiði, en þá er sam- starf heiladinguls og hypothalamus væntanlega enn á frumstigi og lítil LH-myndun komin í gang, og einnig kerfanna. Þessi vangeta eggjakerfa, heiladinguls og hypothalamus mun þó oftast eiga sér enn dýpri rætur en að ofan greinir, þar koma ýmsir sjúkdómar til greina (diahetes mellitus, hypothyroidismus o. s. frv.), og síð- ast en ekki síst getur andstreymi og basl haft slík áhrif. Þegar egglos ferst fyrir, fylgir því oftast tíðateppa, en þó getur átt sér stað blæðing án eggloss. Þá myndast ekkert corpus luteum, legslímhúðin heldur áfram að vaxa (áframhaldandi próliferasjónsfasi) uns legslím- húðin brestur og það blæðir úr henni. Til að halda hinni hraðvaxandi slímhúð saman, þyrfti æ meiri östrógen, en framleiðsla þeirra stendur í stað og reyn- ist fyrr eða síðar ónóg til að hindra blæðingu. Hve mikið blæðir og hvenær, fer eftir magni östrógena í blóði og svo því hvernig slímhúðin svarar þeim. Blæð- ingu af þessu tagi mætti nefna yfirfallsblæðingu (e. breakthrough), og eru þær oftast minni en brottfalls- blæðingar (dæmi: venjulegar tíðablæðingar, „pillu“- blæðingár), en þá brestur slímhúðin vegna þess að östrógen- og prógesterónmagn í blóði fellur snögglega. Metropatbia haemorrhagica cystica (MHC) er heiti, sem læknar nota yfir sjúkdóm, sem konur fá aðallega á kynþroskaskeiði eða rétt fyrir tíðahvörf. Orsökin er óljós, kannski sú að eggblaðran springur ekki þótt egg þróist og corpus luteum myndast því ekki. Östrógen- myndun heldur áfram og á sínum tíma koma fram yfir- fallsblæðingar. Þessi sjúkdómur einkennist af smásæj- um breytingum í þykkri legslímhúðinni, mikið er af út- tútnuðum kirtlum, svo að í fljótu bragði virðist hún öll götótt eins og tesía (stundum líkt við svissneskan ost) og stundum sjást eggblöðrur í eggjakerfunum. Meina- fræðingar kalla þennan sjúkdóm hyperplasia cyst. gland. endometrii. Konan fær fyrst tíðateppu í tvo til þrjá mánuði, síðan kemur fram mikil en óþægindalaus blæðing, sem gjarnan stendur nokkuð lengi. 150 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.