Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 30
Nefndanefnd v/ fulltrúafundar HFÍ1977 Á stjórnarfundi HFÍ 4. okt. 1976 voru eftirtaldir hjúkrunarfræðingar tilnefndir í nefndanefnd, en samkvæmt félagslögum ber stjórn HFÍ að til- nefna þessa nefndaraðila 5 mánuðum fyrir full- trúafund: Kristín Pálsdóttir, Hjúkrunarskóla íslands, sími 18112 heima, heima Sunnuvegi 5, Hafnarfirði, sími 51382. María Guðmundsdóttir, Reykjalundi, sími 66200. Ólöf Björg Einarsdóttir, Borgarspítala, deild A-4, sími 81200, heima Ferjubakka 4, sími 71958. Með tillögur um hjúkrunarfræðinga í stjórn, varastjórn og nefndir innan félagsins ber að snúa sér til nefndanefndar. Tillögur skulu hafa borist nefndinni fyrir 20. janúar 1977. Úr stjórn ganga að þessu sinni Ingibjörg Helgadóttir og Sigurveig Sigurðardóttir. Úr vara- stjórn ganga Þuríður Backman og Sigrún Hulda Jónsdóttir. Endurkosning er heimil. Samkvæmt félagslögum verður fulltrúafundur HFÍ á tímabilinu mars-júní 1977. Kjósa skal for- mann, en hann er kosinn sérstaklega þriðja hvert ár af öllum félögum HFÍ. í 9. gr. laga HFÍ segir svo: Það ár, sem formannskjör fer fram skipar stjórnin 3 félaga í kjörstjórn. Ef fleiri en einn eru í kjöri til formanns sendir kjörstjórn atkvæða- seðlatil allra félaga utan Reykjavíkur, Kópavogs, Garðahrepps og Hafnarfjarðar þegar fulltrúa- fundur er boðaður. Gætir kjörstjórn þess að full leynd verði með kosningunni. Kjörfund skal halda degi fyrir fulltrúafund. Skal hann standa yfir í 10 klst. og vera boðaður um leið og fulltrúafundur. Skulu minnst 2 kjör- stjórnarfulltrúar vera á kjörfundi. Allir atkvæðaseðlar skulu hafa borist kjör- stjórn áður en kjörfundi lýkur. Aðrir stjórnarmeðlimir eru kosnir af fulltrúa- fundi, en samkv. lögum félagsins verða nú kosn- ir gjaldkeri, meðstjórnandi og 2 menn í vara- stjórn. Kjörtímabil er 3 ár. Athygli félagsmanna er vakin á eftirfarandi: Þar eð kosning 1. varaformanns skal ekki fara fram fyrr en árið 1978 samkv. félagslögum, mun stjórn félagsins þurfa að tilnefna 1. varaformann úr sínum hópi fyrir árið 1977. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér 8. gr. laga HFÍ um stjórnarkjör. Þing ICN í Tokyo 16. þing International Council of Nurses fer fram í Tokyo í Japan 30. maí til 3. júní 1977. Gert er ráð fyrir að 10.000 hjúkrunarfræðingar taki þátt í þinginu, en allir hjúkrunarfræðingar og hjúkrun- arnemar, sem eru félagar í aðildarfélögum ICN, eru velkomnir. Fundarefnið verður „Nýjungar í hjúkrun". Skrifstofu HFÍ hafa borist umsóknareyðublöð með ýmsum nytsömum upplýsingum. Þátttöku verður að tilkynna fyrir 31. mars 1977. Sé þátt- taka tilkynnt fyrir febrúarlok er þátttökugjald US$ 60.00 (US$ 30.00 fyrir nema), en sé þátttaka ekki tilkynnt fyrr en í mars er gjaldið US$ 80.00 (US$ 50.00 fyrir nema). Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum er far- gjald Keflavík-Tokyo-Keflavík ísl. kr. 414.300,00, en e. t. v. verða tök á að komast á ódýrari hátt með hópferðum, t. d. frá Kaupmannahöfn. Nætur- og helgidagavinna varasöm heilsunnar vegna Finnsk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að verkamenn, sem vinna næturvinnu eða á vöktum, eigi ýmiss konar vanheilsu fremur á hættu en þeir verkamenn, sem leysa samskon- ar störf af höndum að degi til. Tiltölulega margir af nætur- og vaktavinnumönnum þjást af svefn- leysi, hægðatregðu og magasári. Nefndin leggur til í áliti sínu, sem lagt hefur verið fyrir félagsmálaráðherra Finnlands að sér- stakar ráðstafanir verði gerðar til að fullnægja félagslegum þörfum þessa hluta verkalýðsstétt- arinnar. Sérstakt tillit beri í því sambandi að taka til þungaðra kvenna og mjög ungra verkamanna. Meirihluti nefndarinnar telur að konur, sem vinna á næturvöktum, eigi að fá árs frí á fullum laun- um þegar þær eignast börn, en fulltrúar atvinnu- rekenda mótmæla því að segja að svoleiðis yrði alltof þungur baggi fyrir smærri fyrirtæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.