Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 31
Námsferð til Noregs Jónína Stefánsdóttir geðhjúkrunarnemi Það var hress og glaður hópur, sem hélt að stað til Oslo um kl. 9 þann 17. ágúst í sumar. Að vísu var aðeins millilending í Kaupmannahöfn, og við sáum Danmörku fljóta á sjónum eins og gríðarstórt parketgólf, setl saman úr ótal reitum, bæði brúnum og grænum. Að öðru leyti höfðum við lítið að segja af Danmörku i þessari ferð. Við vorum komnar til Fornebo-flugvallar um miðjan dag- inn. VeðriÖ var mjög fagurt og leiö- in inn tii borgarinar bæði falleg og skemmtileg. Það er ekki út í bláinn að kalla Oslo stærsta sveitaþorp í heimi. Gróðurinn bar þó mikil merki um ofþurrk og víða var jörðin alveg skrælnuð, en þarna hafði ekki falliö dropi úr lofti vikum saman. Við héldum rakleitt upp á Har- aldsheim, en ])ar hafði okkur verið húinn dvalarstaður þessa 12 daga eða svo átti það að heita. AðbúnaÖ- ur er í alla staði mjög fábrotinn þarna og fátt til þæginda. Það gaf t. d. á að líta, þegar við vorum að hefja okkur til flugs upp í hákojurn- ar á kvöldin, flestar húnar að slíta harnsskónum og vel það. Það verður þó að segjast, að þrátt fyrir mikil þrengsli - við bjuggum 6-8 saman á herbergi — var sambúðin með ágæt- um. Bara einn kojubotn hrundi með öllu tilheyrandi, það ég man. Við vorum 20, sem fórum þessa ferð, 18 geðhjúkrunarnemar og 2 kennarar. Tilgangur ferðarinnar var að skoða nokkrar stofnanir og geð- sjúkrahús í Oslo og nágrenni. Strax fyrsta morguninn var haldið af stað Diakonissehusets Sykehus. með „sjöunni“ og áttum við að vera komin í Oslo Helserád kl. 9.30. Þar fengum við að vita hjá símavaktinni, að hjúkrunarfræðingurinn, sem átti að taka á móti okkur var genginn iil feðra sinna. Okkur brá mjög við þessi tíðindi sem von var, en það breytti ekki ferð okkar og vorum við boönar velkomnar og leiddar iil stofu af tveim mjög þægilegum hjúkrunar- fræðingum, Liv Högen og Rut Ti- vanu. Þær sögðu okkur frá því fyrir- byggjandi starfi, sem þarna er unn- ið. Sjúklingarnir koma til þeirra í viðtöl, og þær hafa síðan náið sam- starf við lækna á staðnum og eins við heimilislækna úti í bæ. Sama dag eftir hádegið komum við til Diakonissehusets Sjukhus heit- ar og móðar eftir að hafa gengið milli þessara staða í steikjandi sól. Það var gott að koma þarna, fá að þvo hendur sínar og setjast inn í svalan fundarsal. Diakonissehuset stofnaði Cathinka Guldberg árið 1868, og var þaö fyrsta stofnunin, sem menntaði hjúkrunarfræðinga í Noregi. Nú rekur það þetta einka- sjúkrahús í tengslum við norsku kirkjuna. Þarna er pláss fyrir 64 sjúklinga, þar af eru 14 dagsjúkling- ar, sem sofa heima, en taka þátt í hópvinnu og annarri starfsemi á daginn. Það er líka hægt að vera nætursjúklingur og starfa úti á vinnumarkaðinum. Það á við um þá, TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.