Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 32
sem eru komnir nálægt útskrift. Hóp- starfsemi er þarna mikil, og eru allir sjúklingarnir skyldugir til að vera með. Félagshópurinn fannst mér sér- staklega merkilegur. Hann fer í heimsóknir til gamalla og sjúkra úti í borginni, hjálpar til við heimilis- störf og ber fram kaffi og kökur. Mér finnst mjög athyglisvert að fá geð- sjúklinga til að vinna svona störf. Þessi hópur gerir líka handavinnu, sem er seld, og ágóðinn rennur til hjálpar bágstöddum. Sömuleiðis sér tíma, sem hann starfar, en skipt er hann um eitt skemmtikveld á þeim um meðlimi hópsins á 14 daga fresti. Og síðast en ekki síst: Einn hópur sér um útgáfu á blaðinu Lovísu, sem kemur út hálfsmánaðarlega. Á þriðjudögum og föstudögum koma útskrifaðir sjúklingar í heimsókn. Þarna starfar prestur, og getur fólk hlýtt á guðsþjónustu tvisvar í viku. Lesnar eru borðbænir fyrir og eftir máltíðir. Sjúklingar húa sjálfir um rúm sín og skipta á þeim. Næsta dag skoðuðum við Blakstad Sjukhus. Þangað þurftum við að vera komnar kl. 9. Arne Gravdal yf- irhjúkrunarfræðingur tók á móti okkur og bauð okkur velkomnar. Okkur var skipt niður í liópa, tvær og þrjár saman. Hver hópur skoðaði síðan eina deild með hjúkrunarfræð- ingi. Síðan komum við saman, feng- um kaffi og meðlæti. Undir borðum sögðu heilsugæsluhj úkrunarfræðing- ar okkur frá starfi sínu úti í héraði við fyrir- og eftirvernd. Var það mjög fróðlegt og gaman að heyra hvað þeir í Akerhusfylki eru komnir langt í því að fylgja sjúklingunum út í lifið aftur og styðja við bakið á þeim árum saman. Að þessu loknu góður samkomusalur, þar sem visl- menn gátu tekið á móti gestum og fengum við að skoða alla vinnuað- stöðu sjúklinganna, sem er mjög fjölbreytt, t. d. handavinna, iðnaður margs konar, sem þeir fá borgun fyr- ir og akkorðsvinna fyrir þá sem eru frískastir. Eftir útskrift getur sjúkl- ingurinn fengið vinnu á vernduðum vinnustað. Þarna er skóli fyrir þá, sem hafa verið í bóklegu námi og vilja stunda það áfram, t. d. ljúka skyldunáminu. Þarna er einnig mikil hópstarfsemi. Nær allar deildir eru opnar og blandaðar af báðum kynj- um. Meðferðaráætlun er gerð fyrir hvern sjúkling og tekið tillit til sér- þarfa hans á ýmsum sviðum. Það gerir starfið meira markvisst og lif- andi fyrir þá sem þarna vinna. Við enduðum á að ganga þarna um næsta nágrenni og skoða hað- ströndina niður við vatnið. Þarna er ákaflega fallegt og notalegt hvert sem litið er og góðir bústaðir fyrir starfs- fólk. Að lokum fengum við góða máltíð, og Arne Gravdal ræddi um hugmyndir sínar um hið „Terapeut- iska samfund“, undir horðum. Okkur fannst áberandi hvað móttaka okkar var vel skipulögð á þessum stað. Á föstudeginum skoðuðum við Hjemlig alders og sykehjem. Þar tók á móti okkur Marta Eigeles forstöðu- kona, og sagði okkur frá stofnun heimilisins og starfsemi. Þarna er 154 TÍMARIT IIJÚKRUN'ARFÉI-AGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.