Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 33

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 33
sjúkradeild með 30 rúmum og 21 einsmanns herbergi fyrir ellilífeyris- þega. Það var gaman að sjá, hve falleg og persónuleg sum herbergin voru. Ibúarnir höfðu komið þar fyr- ir munum úr heimilum sínum. Fyrir framan hvert herbergi var smáfor- stofa með fataskáp og salerni. Vinnustofa fyrir handavinnu var rúmgóð og skemmtileg. Þar sá ég mjög merkilega prjónavél búna til úr um og lykkjurnar áttu að vera. A hana mátti prjóna, þótt maður hefði aðeins aðra höndina. Þarna er líka sjúkraþjálfun og „trimm“ fyrir vist- menn, hárgreiðslu- og fótsnyrtistofa, haldnar voru samkomur. Umhverfis heimilið er yndislegur garður, þar sem hægt er að njóta útivistar. Sama dag sáum við Rykkin Syke- hjem, sem er fyrir utan Osloborg. Þetta er sjúkradeild fyrir aldraða, á fyrstu hæð í stórri íbúðarblokk. Það sem gerði þetta mjög sérstætt voru börnin, sem hlupu þarna um úti og inni kringum gamla fólkið, og á- byggilega öllum til mikillar ánægju. Þessi börn voru af hæðunum fyrir ofan og úr næsta nágrenni. Satt að segja vorum við orðnar alveg uppgefnar eftir þessa þrjá fyrstu daga. Hitinn átti sinn þátt í því, og miklar göngur orsökuðu sára fætur. Span og hlaup eftir farartækj- um, sem við áttum að ferðast með, þjarmaði mjög að heilsu okkar. Helgin var því vel þegin til sólbaða og hvíldar í rólegheitum. Á mánudagsmorguninn vorum við snemma á fótum til að ná í lestina á Rykkin Sykehjem. Vestbanestasjonen kl. 8.15 til Asker. Þaðan tókum við leigubíla til Lier Sjukhus. Það var of langt að ganga það í hitanum. Á hlaðinu, sem er í miðju sjúkrahúshverfinu hittum við ungan mann með gosdrykkjakassa undir hendinni. Mér er nær að halda að við höfum gefið kassanum næst- um eins hýrt auga og manninum, sem var þó reglulega lögulegur ná- ungi. Arild Jörgensen yfirhjúkrunar- fræðingur bauð okkur velkomnar og sagði okkur frá Lier sjúkrahúsinu meðan við gæddum okkur á Solo- gosdrykk og létum fara vel um okk- ur. Síðan var okkur sýnt sjúkrahúsið í smáhópum. Þetta er stórt sjúkra- hús, en dálítið gamaldags á margan hátt. Deildirnar eru sjö, fjórar fyrir karla og þrjár fyrir konur, hver í sínu húsi, er standa utan í hæð á mjög fögrum stað. Karla- og kvenna- deildir eru alveg aðskildar og engin blönduð deild. Þrjár þeirra eru opn- ar, en hinar eru allar lokaðar. Þarna er miðað við langtímameð- höndlun. Hópstarfsemi er mikil, úti- vinna og margs konar iðnaður, þar sem fólk fær kaup fyrir vinnu sina. Þeir sem hafa þurft að vera lengi en fengið góðan bata eiga oft engan samastað úti í lífinu. Þetta leysa þeir með sveitaheimilum, sem taka hina útskrifuðu að sér og veita þeim vinnu og umönnun eftir því sem þeir þurfa. Hjúkrunarfræðingurinn kem- ur síðan í heimsókn af og til og fylg- ist með hvernig gengur. Þarna eru 96 hjúkrunarstöður, en vantar í um TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.