Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 35

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 35
Kennarafundur i Munaðarnesi Það hefur lengi verið ósk okkar, sem stundum kennslu í hjúkrunarfræði að fá tækifæri til að samræma kennsluaðferðir í hjúkrun, sem byggja á notkun hjúkrunarferlis í starfi. Helgina 8.-10. október sl. fór- um við því, 15 manna hópur kennara úr Hjúkrunarskóla Islands, Nýja hjúkrunarskólanum og Námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, upp í Munaðarnes, til þess að ræða þessi mál. Markmið ferðarinnar var að: 1. kynna hjúkrunarferlið, 2. samræma hjúkrunarferli fyrir kennslu og starf, 3. að hjúkrunarkennarar tileinki sér hjúkrunarferli, sem kennslu- og starfshátt. Akveðið var að unnið yrði í starfs- hópum að loknum framsöguerindum, en þau voru: Kynning hjúkrunarferlis. Tjáskipti. Gagnasöfnun,túlkun gagna og skrán- ing vandamála. Markmiðsgerð. H j úkrunaráætlun. Mat. Framsöguerindi fluttu Gréta Aðal- steinsdóttir, Bjarney Kristjánsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir. Unnið var í þrem hópum og tók hverhópur hina einstöku þætti hjúkr- unarferlisins fyrir. Á eftir voru nið- urstöður lagðar fram og þær ræddar sameiginlega og fara þær hér á eftir. Allir voru sammála um, að hjúkr- unarferlið væri starfsháttur, sem byggði á góðri kunnáttu í faginu og rökréttri hugsun. Starfsháttur, sem miðaði að betri skipulagningu starfs- ins og þar með bættri þjónustu við skjólstæðinginn. Hjúkrunarferli er lítið notaður starfsháttur hér á landi og þyrfti því að kynna hann rækilega og vinna að því að sem flestir hjúkr- unarfræðingar tileinki sér hann og noti. Þar sem forstöðukonur sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana eru yfirstjórnendur hjúkrunarmála, hver ásinni stofnun,er eðlilegt að þær sjái um að kynning og kennsla í notkun hjúkrunarferlis hefjist þar sem fyrst. Mætti hugsa sér að kennslunni yrði sett markmið og tímamörk (t. d. einn vetur) og að öllum hjúkrunarfræð- ingum stofnunarinnar yrði gert að skyldu að mæta í kennslustundirnar. Því næst mætti reyna aðferðina á einni eða fleiri deildum og að feng- inni reynslu þar, væri tímahært að hanna eyðublöð, sem skrá mætti á allar upplýsingar um skjólstæðiug- inn og hjúkrunaráætlun fyrir hann. Þessi eyðublöð með upplýsingmn og hjúkrunaráætlun, gætu leyst af hóhni eldri form skriflegrar skýrslugerðar (rapportbók). Líka kom fram sú hugmynd, að óþarft væri að hanna sérstök eyðublöð. Hjúkrunarfræðing- urinn ætti að vera fær um og mundi fljótt öðlast leikni í að afla allra nauðsynlegra upplýsinga um sjúkl- inginn og byggja áætlunargerð á þeim. Þessi hugmynd hlaut ekki al- mennar undirtektir, þar sem greini- legt er, að bæði nemendur og hjúkr- unarfræðingar eru misjafnlega í stakk búnir til að meta hvaða upp- lýsingar eru nauðsynlegar hverju sinni til að byggja á góða áætlun. Mikilvægt er að skipuleggja vinn- una vel og hníga rök að því, að hóp- hjúkrun sé það fyrirkomulag, sem auðveldi notkun hjúkrunarferlis (sjá grein í Tímariti HFÍ, 2.-3. tölublaði 1975, bls. 65). Varðandi einstaka þætti hjúkrun- arferlisins, þykir rétt að leggja á- herslu á eftirfarandi atriði: 1. Upplýsingasöjnun Söfnun upplýsinga er vandasamt verk, sem krefst skilnings og þekking- ar á tjáskiptum, auk annarrar hjúkr- unarþekkingar. Stærsti hluti gagna- söfnunar fer fram um leið og, eða rétt eftir að skj ólstæðingurinn kem- ur á stofnunina og þar með í umsjá hjúkrunarfræðings. Það er því nauð- synlegt, að það sé hjúkrunarfræðing- ur, eða hjúkrunarnemi í umsjá hjúkrunarfræðings, sem tekur á móti skjólstæðingnum, skrifar hann inn og aflar þeirra upplýsinga, sem fáan- legar og nauðsynlegar eru til áætlun- argerðar. Þó gagnasöfnun fari að verulegu leyti fram um leið og skjólstæðing- urinn kemur inn á stofnunina, verð- ur að hafa í huga, að á meðan á dvöl skjólstæðingsins stendur, bætast sí- fellt við nýjar upplýsingar, sem skráðar eru í hjúkrunarskrána jafn- óðum og þær berast. Hversu ítarlegar upplýsingarnar eiga að vera, fer eftir ástandi skjól- Framh. á bls. 161. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.