Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 36
Siþjálfun likamans Haukur Þórðarson læknir Á SÍðari árum hefur þótt ástæða til að brýna fyrir fólki að viðhalda lik- amsstyrk og almennri hreysti með iðkun íþrótta eða ástundun annars líkamserfiðis. Jafnvel hefur verið gripið til áróðurs í þessum efnum og má benda á trimm-herferð ÍSÍ fyrir nokkrum árum. Án efa ber brýning af þessu tagi og áróður tilætlaðan á- rangur að nokkru leyti, en vafalaust má betur gera ef duga skal. Líkamsræktaráróður síðari ára gtéti gefið tilefni til að álíta að fyrir ekki löngu hafi uppgötvast ný sann- indi um nauðsyn líkamsþjálfunar. Svo er þó alls ekki, en hins vegai hafa orðið æ ljósari ýmsar stað- reyndir um afleiðingar vanrækslu eðlilegrar líkamsræktar og stæling- ar. Jafnvel virðist mörg staðreynd í þessum efnum gleymd og grafin nú- lifandi kynslóð sem fornmönnum var vel kunn. Islendingasögurnar segja víða frá áhuga fornmanna á leikjum og íþróttum, ekki aðeins barna og unglinga heldur einnig fullorðinna. Skallagrímur gekk til knattleiks á sjötugsaldri. „Iþróttir kann ég átta,“ sagði Haraldur harðráði á efri árum í kvæðisstúf. Fornkóngur einn í Sví- þjóð er kannski fyrsti trimmarinn sem sögur greina. Sá kóngur lét ekki hjá líða að ganga morgun hvern langa vegu í öllum herklæðum til þess eins að viðhalda líkamskröftum og hreysti á milli orusta. Hreysti var keppikefli fornmanna, að minnsta kosti þeirra sem skráð- ust í sögur. Hér á landi týndust þess- ar listir síðar á öldum, kannski vegna efnahagslegra erfiðleika. Margvíslegt harðræði varð til þess að lífsbjörgin frá degi til dags krafð- ist mikils líkamlegs erfiðis og mat- vana fólk, þreytt eftir strit fyrir dag- legu brauði, stundar ekki leiki og í- þróttir. En síðar óx gengi þjóðarinn- ar á ný og harðræðið minnkaði. Að sama skapi minnkaði nauðsyn líkam- legs erfiðis við öflun fæðu og nauð- þurfta, vélar komu í stað strits líkam- ans, og stór hluti þjóðarinnar fór að húa við líkamlegt makræði. Vélvæð- ing er rétt þróun en felur í sér veiga- mikla áhættu: Þörfum líkamans fyrir hreyfingu og stælingu er ekki mætt. Líkamsbygging flestra dýrateg- unda er á þann veg að dýr eiga auð- velt með hreyfingar og gildir þetta einnig um mannslíkamann. Af lík- amsþunganum er hlutur hreyfi- og stoðkerfis stærstur. Vöðvar mynda um 40% líkamsþunga, bein um 15%. Starf og afköst ýmissa innri líffæra miðar að Jiví að hreyfikerfið fái not- ið sín til fullnustu í átökum og við erfiði. Þetta á sérstaklega við um hjarta, æðar og lungu. I hvíld dælir hjartað um 5 lítrum blóðs á mínútu um líkamann og á sama tíma fara um 5-8 lítrar af lofti inn í lungu og út. Við álag aukast afköstin veru- lega. Hjartað getur dælt 20 lítrum eða meira á mínútu og öndunarloft orðið meira en 100 lítrar. Miðtauga- kerfið gegnir mörgum verkefnum, en stór hluti þess er nýttur til stjórn- ar á hreyfingum, allt frá fíngerðum hreyfingum augna, talfæra og svip- brigða til umfangsmikilla heildar- hreyfinga við göngu, hlaup og fleira. Efalaust væri miðtaugakerfið ein- faldara líffæri og minna um sig ef sú skylda hvíldi ekki á því að samhæfa og stjórna líkamshreyfingunum. Mannslíkaminn er þannig úr garði gerður að honum er ætluð hreyfing, ekki kyrrseta. Því aðeins hefur mannkynið haldið velli til þessa, að mannslíkaminn var vel skapaður til hreyfinga. Alla tíð hefur lífsbaráttan krafist þess að líkaminn væri snar í hreyfingum og sterkur. Þessi krafa hefur þó verið á undanhaldi á síð- ustu áratugum og vikið fyrir kröi'um um aðra eiginleika svo sem þekkingu og kunnáttu. Eiginleikinn til hreyf- inga er samt einn elsti Iíkamlegi eig- inleikinn. Hreyfing er eitt fyrsta merki um að nýtt líf hafi orðið til, sbr. hreyfingu fósturs í móðurkviði. Ileilbrigður hvítvoðungur hreyfir út- limi sína án sjáanlegs tilgangs og 158 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.