Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 38
Meðferð legusára Ellen Överas Grein þessa þýddi Sigþrúð- ur Ingimundardóttir hjúkr- unarkennari, úr Pedialogen nr. 4, 1972. (Tímarit norskra hjúkrunarkennara). Undanfarin tvö ár höfum við á Adamstuen hjúkrunarheimili reynt að finna meðferð, sem gæti minnkað hið stóra vandamál, sem legusár eru á mörgum hjúkrunarheimilum. Grein í Medical News 6. júní 1969 um þýðingu A-vitamíns við að græða sár gaf okkur fyrsta skrefiö í átt að þeirri meðferð sem við notum hér í dag. Seinna tókum við hugmynd frá deild 14 Ullevál sjúkrahúsi um að nota súrefni og glucosu beint í sárið. Smám saman höfum við því fundið þá meðferð er við notum hér, hefur hún gefið okkur mjög góða raun, og viljum við því gjarnan leyfa öðrum að njóta hennar. I fáum orðum sagt gengur meðferðin þannig, að gefa hinum sjúka vef nægjanlega og rétta næringu. Við skiptum meðferðinni í 3 aðal- hluta: 1. Minnkun þrýstings, 2. Meðferð innan frá, 3. Meðferð utan frá. Sárasvæðið verður að vera án þrýstings. Ef sjúklingurinn getur legið t. d. á maganum er það mjög gott. Oftast 160 er sá möguleiki ekki til staðar og verður því að velja hjálpargögn er minnka þrýsting á hið sjúka svæði, svo hlóðstreymi komist að vefnum. Má þar nefna dcubitus dýnur (loft- dýnur), perlupúða, svampúða, gærur o. fl. Við erum hættar að nota legu- hringi vegna þess að hringurinn stöðvar blóðstreymi til sársins. Brennsluþörf einstaklingsins minnkar með aldrinum og eldra fólk þarf því minni fæðu en yngra. En eldra fólkið þarf ekki síður á flest- um næringarefnum að halda. Þess vegna er það mikið atriði að fæðan sé rétt samansett. Við gefum sem við- bót á næringarríka fæðu Meritene eða Afi Nutrin (eggjahvítuduft hrært út í mjólk). Það er einnig vitað að vöntun á vítamín A getur orsakað sjúklegt á- stand. Það kemur fram epitelmeta- plasi í slímhúð, hún verður þurr, hörð og vill springa. Auk þess minnk- ar viðnámsþróttur h'kamans gegn sýkingu, sérstaklega í öndunarfærum og þvagfærum. Þess vegna gefum við i. m. 50.000 1E vítamín AX3 í viku. Það hefur engan tilgang að gefa of mikið af A-vítamíni. Full- orðinn einstaklingur þarfnast 2500- 5000 IE daglega, því gefum við ekki lengur en í ca. 1 mánuð inj. A-víta- mín 50.000, eftir það eru ABCD-in töflur gefnar daglega. Hjá inkontinent sjúklingum með legusár á sitjanda þarf oft að setja upp Foley þvaglegg meðan verið er að græða sárið. Ef um ígerð er að ræða eða grunur er á slíku, er tekið sýni í R. N. Meðan beðið er eftir út- komunni meðhöndlum við sárið með lapisupplausn 2%. Línklútur eða grisja er gegnvætt í upplausninni og sett inn í sárið. Á sárbarmana er sett þykkt lag af Aselli sárasmyrsli (As- elli því í honum er ol. jector. aselli sama og þorskalifur, asellus gadus = þorskur). Inniheldur hann því A- vítamín og auk þess er í honum zinci oxid, sem er vatnsverjandi). Smyrslið ver sárbarmana vel móti lapisupplausninni. Yfir þetta setjum við þunnt plast. Þessa meðferð end- urtökum við daglega í 3 daga. Eflir það er sárið oftast orðið hreint, ef ekki, endurtökum við meðferðina eftir einn hvíldardag. Þá eru hafðar þurrar umbúðir á. Um leið og svar við sársýni berst er lyfjameðferð haf- in. Mjög mikilvægt er að nudda í kringum sárið við hverja skiptingu á því. Eftir góðan þvott er þurrkað og nuddað t. d. úr Jecolan (inniheld- ur A-vítamín). Við nuddið er mikil- vægt að hreyfingarnar séu fastar og nuddað sé í átt að sárinu. Nudda skal í ca. 10 mín. Athuga þarf, að fjar- lægja það krem sem ekki hefur nudd- ast inn í húðina, annars getur húðin í kringum sárið blotnað upp. Þegar sárið er hreint byrjum við 7 tíma meðferð með súrefni og glucose 40%. Sjúklingurinn er lagður í sem besta legu. Grisja er gegnvætt í glu- cose 40% og sett í sárið. Eftir klst. er grisjan fjarlægð og súrefni sett beint í sárið. Best er að nota einnota súrefnisgrímu, sem fest er yfir sárið TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.