Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 46

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 46
Ritkynning Ritstjórn tímaritsins vill vekja athygli hjúkrunarfræS- inga á eftirtöldum bókum: Líf viðdauðans dyr Höfundur bókarinnar Jakob Jónsson, dr. theol., setur upp myndir frá kynnum sínum af veikindum og dauða, sorg og huggun. í formála bókarinnar segir höfundur m.a.: „Þegar ég tók að hugleiða, hvernig þessi bók skyldi úr garði gerð, fannst mér, að um tvær leiðir væri að ræða. Fyrri möguleikinn var sá, að hafa útfærslu efnisins miklu lengri og ýtarlegri, og byggja hana á víðtækri vísindalegri rannsókn. Hinn kosturinn var, að skrifa kaflana með svipuðum hætti og ég hefi stundum skrifað blaðagreinar um persónuleg vandamál, sem ég hefi kynnst í sálgæslustarfi. Atvik og tilsvör eru tekin úr daglegu lífi. Ég skal játa, að í litlu þjóðfélagi er erfiðara að nota dæmi heldur en meðal milljónaþjóða. Hjá stórþjóðunum er bæði prestum og læknum óhætt að segja fullum fetum frá sönnum atvikum, án þess lesendur fari að giska á, við hverja átt er. Þess vegna hefi ég vikið við frásögninni þannig, að ekki sé unnt að heimfæra dæmin upp á sérstakt fólk. Mörg þeirra geta í rauninni átt við fjölda einstaklinga.“ Utgefandi er Skuggsjá. Forlagsverð bókarinnar er kr. 2.500.- Skyndihjálp Samkvæmt samkomulagi Almannavarna ríkisins og Rauða Kross Islands, var Rauða Krossinum falið að hafa forgöngu um skyndihjálparfræðslu og samræmingu námskerfa. Með vísun til þess staðfesta Almannavarnir ríkisins þetta nýja fræðslurit og óska fyrir sitt leyti, að það verði notað sem grunnþjálfun í skyndihjálp fyrir hjörgunar- og öryggisaðila í landinu. Fyrir sjö árum gaf Rauði Kross íslands út kennslukerfi í skyndihjálp í samvinnu við fleiri aðila. Hefur það verið notað síðan um land allt og þúsundir manna lært skyndihjálp samkvæmt því. Síðan hefur verið fylgst með framförum á sviði skyndihjálparkennslu i grannlöndunum. Var fyrir alllöngu ákveðið að taka upp kerfi, sem um árabil hefur verið unnið að í Danmörku, og birtist hluti þess nú í fyrsta sinn á íslensku. Höfundurinn, dr. Uffe Kirk, og danski Rauði Krossinn, hafa gefið Rauða Krossi Islands einkarétt á útgáfu kennslukerfisins á íslensku. í bókinni er lögð sérstök áhersla á, að hjálparaðilar séu með tvær hendur tómar og kennt að vinna samkvæmt því. Einnig kemur fram nýjung í meðferð á losti. Bókin er fáanleg á námskeiðum Rauða Krossins og kostar kr. 300,- Könnun á tóbaksneyslu íslendinga árin 1960-1975. Rit á vegum landlæknisembættisins er fjallar um tóbaksneyslu Islendinga. I formála þess segir m.a.: „Tóbaksneysla, aðallega sígarettureykingar, er álitin ein aðalorsök lijarta-, æða og lungnasjúkdóma meðal þróaðri þjóða. íslendingar hafa reynt að draga úr tóbaksneyslu meðal annars með því að lögleiða einna fyrstir þjóða nær algjört bann við tóbaksauglýsingum frá 1. janúar 1972. Nefnd á vegum ríkisins og aðrir hafa rekið allvíðtækan áróður gegn reykingum. Niðurstöður þessarar skýrslu sýna, að tóbaksneysla hefur aukist jafnt og þétt þrátt fyrir umræddar aðgerðir, og er það ærið íhugunarefni. Kostnaður við rit þetta er að mestu greiddur af fé samstarfsnefndar um reykingavarnir. Það er fáanlegt á skrifstofu landlæknis. 168 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.