Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 48

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 48
Fréttir og tilkynníngar Pennavinir Norskur hjúkrunarfræðingur, Astrid Gryt- ing Skaven, óskar eftir pennavini. Astrid er 30 ára, gift en á engin börn. Ahugamál hennar fyrir utan starfið eru: Þjóðfélags- mál, söfnun frímerkja og póstkorta, ferða- lög og ljósmyndun. Til Astrid getið þið skrifað hvort heldur er á norsku eða ensku. Sem sagt Astrid Gryting Skaven OTERVEIEN 3 TYBAKKEN 4800 ARENDAL NORGE. Fulltrúafundur norrænna röntgenmyndara Fræðsluþing norskra röntgenhjúkrunarfræðinga Dagana 15.-16. maí 1976 var haldinn sam- norrænn fulltrúafundur röntgenmyndara í Helsingfors. Frá hverju Norðurlandanna mætti einn röntgenhjúkrunarfræðingur og einn röntgentæknir, nema einn röntgen- hjúkrunarfræðingur, Sigrún Stefánsdóttir, fyrir hönd Félags íslenskra röntgenhjúkr- unarkvenna og Röntgentæknafélagsins. Samnorrænir fulltrúafundir röntgenmynd- ara eru haldnir tvisvar á ári og er ráðgert að á næsta fundi, sem halda á í Svíþjóð, mæti röntgentæknir fyrir hönd heggja fé- laganna. Fulltrúa þess lands, þar sent fundurinn er haldinn hverju sinni, her að gera fund- argerð eftir hvern fund og senda til hinna Norðurlandanna. Fundargerðin frá Finn- landi hefur reyndar enn ekki borist, en mun væntanlega birtast hér í blaðinu þeg- ar þar að kemur. Meginverkefni mitt á þessum fundi var að flýtja fyrir hönd íslensku félaganna hoð um að halda tveggja daga fræðsluþing og samnorrænan fulltrúafund sumarið 1977. Fulltrúum hinna Norðurlandanna voru gefnar upplýsingar um kostnaðarhlið þess að koma hingað til fundar og dvalar. Boði þessu var vel tekið og það samþykkt. Nú er ákveðið að fræðsluþing þetta verið haldið á Loftleiðahótelinu í Reykja- vík dagana 30. júní til 2. júlí 1977. Sér- stök undirbúningsnefnd starfar nú og eru í henni röntgenhjúkrunarfræðingarnir: Jóhanna Boeskov, Borgarspítalanum, Jóhanna Kjartansdóttir, Landspítalanum, Hilma Magnúsdóttir, Landakotsspítala, og röntgentæknarnir: Inga Valhorg Einarsd., Landspítalanum, Þórunn Guðmundsd., Borgarspítalanum, Arngrímur Hermannsson, Landspítalanum. Félag norskra röntgenhjúkrunarfræð- inga bauð Félagi íslenskra röntgenhjúkr- unarkvenna að senda einn félagsmann á tveggja daga fræðsluþing í Arendal í Nor- egi dagana 20. og 21. maí 1976. Lá leiðin því að loknum Helsingforsfundinunt til Arendal á fræðsluþing þetta. A því voru haldin 8 fræðsluerindi, en þau voru: R. F. Elgjo aðstoðaryfirlæknir; Hodgin’s sjúkdómur. Dr. nted. A. Kolbenstvedt: Röntgenrann- sóknir vegna illkynja eitlasjúkdóma. R. F. Elgjo: Meðferð á eitlasjúkdómum. Vidar Jetne eðlisfræðingur: Geislameðferð við Hodgin’s sjúkdóm. A. Ongre aðstoðaryfirlæknir: Röntgenrann- sóknir á meðgöngutíma. Dr. med. Kjell Tveter yfirlæknir: Um hak- flæði (refluks) og skurðaðgerðir í sam- handi við það. Ivar Runde yfirlæknir: Notkun skönnunar í læknisfræði. Oskar Bernstein aðstoðaryfirlæknir: Saga læknisfræðinnar. Flest þessi erindi voru mjög athyglis- verð. Norska röntgenhjúkrunarfélagið á mikla þökk skilið fyrir boð þetta og var umhyggja þess fyrir erlendum gestum mik- il meðan á þinginu stóð og voru þeir leyst- ir út með vinargjöfum í lokin. Þarf ekki að fjölyrða um að þing þetta var bæði fræð- andi og hvetjandi og vil ég þakka þeim er styrktu mig til þessarar ferðar meðal ann- arra Hjúkrunarfélagi Islands og Félagi ís- lenskra röntgenhjúkrunarkvenna. Frá Heilbrigðisstjórn Hinn 12. júlí 1976 veitti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið eftirtöldum hjúkrunarfræðingum leyfi til þess að mega starfa sem sérfræðingar í svæfingahjúkrun hér á landi: Friðrikka Sigurðardóttir, Hlíðargerði 6, Reykjavík. Margrét Jóhannsdóttir, Njálsgötu 106, Reykjavík. Asa Asgrímsdóttir, Hverfisgötu 49, Reykja- Sigríður Snæbjörnsdóttir, Grænuhlíð 22, Reykjavík. Þórunn Birnir, Lerkilundi 3, Akureyri. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið hefur veitt eftirtöldum hjúkrunarfræð- ingum leyfi til þess að mega starfa sem sérfræðingar í þessum greinum: Heilsuvernd: Helgu Daníelsdóttur, Dun- haga 15, Reykjavík, Jónínu L. M'aag- fjörd, Rauðalæk 25, Reykjavík. og Þór- unni S. Kristjánsdóttur, Stóragerði 11, Reykjavík. Svœfingahjúkrun: Guðrúnu Margeirs- dóttur, Mávahlíð 18, Reykjavík og Sig- ríði Austmann Jóhannsdóttur, Blómstur- völlunt 37, Neskaupstað. Röntgenhjúkrun: Dóru S. Emilsdóttur, Túngötu 39, Reykjavík, Hilmu Magnús- dóttur, Smáraflöt 7, Garðabæ og Nönnu Friðgeirsdóttur, Fjölnisvegi 1, Reykjavík. Skurðhjúkrun: Svölu Jónsdóttur, Heið- arlundi 9, Garðabæ, Onnu Þorgerði Garð- arsdóttur, Hvanneyrarbraut 36, Siglufirði, Eddu B. Björgmundsdóttur, Neskaupstað, Gróu Ingimundardóttur, Grýtubakka 6, Reykjavík, Guðríði Ólafsdóttur, Engihlíð 8, Reykjavík, Helgu K. Einarsdóttur, Dvergabakka 4, Reykjavík, Jónu Garðars- dóttur, Alfheimum 26, Reykjavík, Jóse- fínu Magnúsdóttur, Dalsgerði 1, Akur- eyri, Margréti Ó. Magnúsdóttur, Blika- hólum 4, Reykjavík, Birnu Sigurbjörns- dóttur, Mánabyggð 19, Akureyri, Sesselju Halldórsdóttur, Engihlíð 14, Ólafsvík, Sigríði Jónsdóttur, Dalsgerði 5, Akureyri, Sigrúnu Halldórsdóttur, Kjartansgötu 7, 170 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.