Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Page 1

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Page 1
A VESTURLANDI Hver er efsta kona á lista Kvennalistans á Vesturlandi? Hansína B. Einarsdóttir g var alin upp í Kópa- vogi, en á ættir að rekja í Strandasýslu, í Borgar- fjörðinn, á Snæfellsnesið og suður á Vatnsleysuströnd. í dag er ég búsett bæði í Búðardal og Reykjavík. Pabbi var múrari og mamma heimavinnandi hús- móðir. Ég er elst átta systkina og fékk það hlutverk að gæta yngri systkina og þótti það hið erfið- asta mál. Það var launalaust dæmi og það líkaði mér ekki. Ég komst 9 ára í sveit að Sölva- bakka í A- Húnavatnssýslu og fór að vinna fyrir launum en launin voru eitt lamb. Ég byrjaði aðeins 13 ára göm- ul að vinna á almennum vinnu- markaði. Ég fékk vinnu á kvöld- in og um helgar við loðnu- vinnslu í Kópavogi og síðar í Hafnarfirði. Þegar ég var 15 ára fór ég að vinna við fiskvinnslu í Grindavík. Þar komst ég reynd- ar á sjó og fannst það alveg frá- bært. Ég fór t stýrimannaskól- ann í náms- og starfskynningu en fékk ekki inngöngu í skólann vegna lélegrar sjónar. Þegar ég var í námi þá vann ég eitt og annað s.s. umönnun- arstörf, verslunarstörf og sent leiðbeinandi í vinnuskóla. A námsárum mínum í Háskólan- um vann ég við Útideildina í Reykjavík og kynntist þar vandamálum ungs fólks. Síðan vann ég með unga vímuefna- neytendur og konur sem höfðu farið illa út úr neyslu vímuefna. Þetta var m.a. ástæðan fyrir því að ég fór og lærði afbrotafræði við háskólann í Osló. Ég var bú- sett í Osló í 7 ár og lauk þar námi bæði sem afbrotafræðing- ur og stjórnunarfræðingur. Ástæðan fyrir því að ég fór í stjórnunarnám var að ég hef alltaf haft áhuga á stjómun og rekstri og gerði ég mér grein fyrir því þegar fór að halla á seinni hluta níunda áratugarins að það gæti verið erfitt að fá starf heima sem afbrotafræðing- ur en ég myndi sennilega standa mun betur að vígi með stjórnun- arfræðina sem framtíðarstarf. Síðan ég kom heim hef eigin fyrirtæki, „Skref fyrir Skref1 s.f. , en það fyrirtæki stofnaði ég ásamt vinkonu minni árið 1988. Fyrirtækið fæst við margþætt verkefni s.s. námskeiðahald, stefnumótunar- vinnu fyrir sveitar- félög, starfsmanna- stjómun og ný- sköpun atvinnu- tækifæra. Ég held að ég hafi alltaf haft áhuga á jafnréttis- málum. Ég kynntist því snemma að það var t.d. launamunur á vinnuframlagi karla og kvenna. Ég man eftir því þegar mamma fór fyrst út að vinna. Hún átti í erfiðleik- um með að fá vinnu við heimilis- hjálp vegna þess að hún hafði enga starfsreynslu. Ég man að ég varð mjög reið. Hún mamma mín sem hafði rekið stórt heimili í ára- tugi! Hún naut t.d. engra lífeyr- issjóðsréttinda eftir alla þá vinnu sem hún hafði lagt á sig í lífinu. Ég hugleiddi þessa hluti með sjálfri mér og ákvað að læra eins lengi og hægt væri og helst aldrei að gerast húsmóðir og eignast börn. Slíkt þótti mér ranglætið gagnvart konum. Samfélagið mat einskis þá vinnu sem þær höfðu lagt af mörkum við uppbyggingu þjóð- félagsins. Mamma mín gerði eins mikið við húsið og pabbi, hún málaði, breytti og bætti. Hún undirbjó okkur systkinin eins vel undir lífið og hann og vann yfirleitt lengri vinnudag. Sjálf hef ég reynt þetta ranglæti sem fyrst og fremst byggir á viðhorfum samfélags- ins í garð kvenna Ég sótti t.d. um bæjarstjórastarf fyrir nokkrum árum síðan. Við vorum fjölmörg sem sóttum um þessa stöðu og miklar kröfur voru gerðar til starfsins. Ég fór í þrjú viðtöl og var ein af þremur umsækjend- um sem komu til greina í starfið. Það sat ein kona í bæjarstjóm- inni og hún sagði mér síðar að hún hefði skammast sín fyrir þær spurningar sem fyrir mig voru lagðar. Þær fengu. Ég var m.a. spurð að því hvort ég gerði mér grein fyrir því þetta væri ekki starf sem unnið væri ein- göngu milli kl. 8.0(f- 17.00 á dag- inn. Hvað ég ætlaði að gera við dreng- inn minn? Hvort ég hefði pössun fyrir hann og hvort ég væri fær um að halda ræður og taka á móti gest- um? Ég, sem var nýkomin úr löngu námi og hafði rekið stórt heimili í Osló með ungum syni mínum og systrum - og á sama tíma rak ég eigið fyrir- tæki og vann verk- efni út í Osló fyrir Reykjavíkurborg. Einnig var ég for- maður Islendinga- félagsins í Osló á þessum tíma og var ritari í norrænni nefnd. Ég var ekki spurð að því hvern- ig ég hefði farið að þessu. Málið var í raun sáraein- falt. Bæjarstjórn- vildi ekki eða treysti ekki konu til þess að gegna starfi bæjar- stjóra þrátt fyrir að ég uppfyllti öll skilyrði fyrir starfið. Því miður heyri ég það enn og aftur í þessari kosningabaráttu að hlutverk okkar kvenna sé annað en að taka að sér stjórn- unarstörf; Að við höfum lítið sem ekkert vit á pólitík; Að leysa vanda sjávarútvegsins og efnahagsmál þjóðarinnar sé ekki á valdi kvenna. Viðhorf of margra er enn að konur eigi að vera heima hjá sér, þær fari miklu betur við eldhúsvaskinn. Mér finnst varla taka því að að svara svona viðhorfum. Ég vil hinsvegar undirstrika þá skoðun mína að við konur og karlar eigum að vinna saman. Vinna saman að velferð einstak- linganna inni á heimilunum og utan heimilinna, vinna saman að velferð þjóðarinnar. Við konur höfum fullt eins mikið að gera í stjómmál og karlar. Það skiptir framtíð þjóðarinnar máli að sjónarmið og reynsla kvenna komist til skila við stjómun og mótun þessa lands.

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.