Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Blaðsíða 2

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Blaðsíða 2
2 Þökkum veittan stuðning: Frá Akranesi: Yerkalýðsfélag Aldíraness Skagamarkaðurinn Krossvík hf. Hárhús Kötlu Vélaverkstæði Guðlaugs Ketilssonar Verslmi Einars Ólafssonar Trico hf. íslandsbanki hf. Búnaðarbanlíi íslands SkófLan hf. Sjóvá Ahnennar hf. Olíufélagið hf. Landsbanki íslands Iiaraldur Böðvarsson hf. Rafveita Akraness Pésinn/Skagablaðið Sementsverksmiðjan hf. Frá Snæfellsbæ: Hótel Stykkishólmur Sltipasmíðastöðin Skipavík Sigirrðnr Agústsson hf. Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar, Riíi Sparisjóðm* Ólafsvíkm* Vátryggingafélag íslands hf. Hes JÚGURHÖLD - EINU ÍSLENSKU JÚGURHÖLDIN. S 93-41575 OG 93-41570 Byggðir Borgarfjarðar II og III Borgarfjarðarsýsla og Mýrasýsla eru til sölu hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar, Borgarbraut 61, Borgarnesi, s. 93-71215 11. árg. 1. tbl. 1995 Útgefandi: Kvennalistinn á Vesturlandi Skúlagötu 17 • Borgarnesi Prentun: Prentverk Akraness hf. Hvað viljið þið Kvennalistakonur með framboði á Vesturlandi? Hansína: Það skýrir sig sjálft hvers vegna við bjóðum fram. I fyrsta lagi er stefna Kvennalistans talsvert öðru vísi en stefna annarra flokka. Við leggjum til grundvallar hugtakið jafn- rétti og samstarf og viljum að horft sé til framtíðar í allri stefnumörkun. Okkar áherslur eru aðrar. Við höfum t.d. dregið fram í dagsljósið ýmsa málaflokka sem áður voru ekki til eða þóttu ekki skipta máli s.s. atvinnu- sköpun kvenna, lögbindingu lág- markslauna, bætta réttarstöðu ein- staklinga, ofbeldismál og umhverfis- mál. I öðru lagi skiptir miklu máli að konur séu þar sem mikilvægar ákvarðanir sem varða framtíð okkar eru teknar. Við viljum koma á fram- færi sjónarmiðum sem byggja á reynslu og hugviti kvenna. I þriðja lagi er það grundvallaratriði að konur, ekki síður en karlar, túlki almenn sjónarmið og opinbera umræðu á sinn hátt, þetta skiptir t.d. miklu máli fyrir sjálfstraust og fmynd kvenna. Sigrún: Þó aðstæður séu mismun- andi eftir kjördæmum er alls staðar þörf fyrir hugsjónir og baráttumál Kvennalistans. Hugmyndir okkar og tillögurum atvinnumál eru mjög mik- ilvægar fyrir konur á Vesturlandi því þar eru miklir möguleikar til atvinnu- sköpunar kvenna. Er sú regla að skipta þingkonum út eftir átta ára setu á þingi ekki til trafala? Tapið þið ekki reynslu með henni? Hansína: Það sem liggur að baki útskiptareglu Kvennalistans er að í öllum stjórnunarstöðum vinnur fólk markvisst og vel á meðan það er ferskt og er að komast inn í málin. Við höfum fjölmörgum hæfum kon- um á að skipa, en þegar fólk er búið að fjalla um mál í ákveðinn tíma verður það smá saman værukært. Þetta viljum við koma í veg fyrir, það er t.d. ekki æskilegt að fólk geri þing- mennsku að ævistarfi og það er held- ur ekki eðlilegt að menn séu yfirmenn eða stjórnendur stofnana í 30 ár. Þess vegna gerum við þá kröfu að menn sitji aldrei lengur en í sex til átta ár í slíkum stöðum. Helga: Við erum svo heppnar að þær Kvennalistakonur sem horfið hafa af þingi hafa alls ekki horfið úr baráttunni. Þær hafa meðal ann- ars farið í störf þar sem reynsla þeirra af I ahroM Alþingi hefur nýst mjög vel. Kristín Halldórsdóttir varð ekki formaður Ferðamálaráðs fyrir tilviljun, heldur nýttist henni þar t.d. reynslan af þing- störfum. Sigrún: Við töpum alls ekki reynslu, þvert á móti nýtum við úti í þjóðfélaginu mikilvæga reynslu og þekkingu sem fæst í þingsölum. Al- þingi á ekki að vera fílabeinsturn ævi- ráðinna stjórnmálamanna heldur lif- andi vettvangur fólks sem hefur tengsl út í þjóðfélagið. Þingmaður með 8 ára starfsreynslu af þingi er geysiverðmætur starfskraftur á ýms- um öðrum sviðum þjóðlífs og getur haldið áfram að blómstra þar í stað þess að kulna út á þingi. Atvinnuleysi hefur stungið sér niður á Islandi og meðal þess sem litið er til eru erlendar fjárfestingar. Hvert er viðhorf Kvennalistans til þess að opna fyrir erlendum fjárfest- um á Vesturlandi? Hansína: Þetta er skemmtileg spuming og ég get ekki varist brosi. Sérstaklega þegar verið er að tala um litlar fjárfestingar erlendra aðila á ís- landi. I samantekt sem birt var skömmu fyrir jól á vegum Aflvaka í Reykjavík, kom fram að ísland er í 17.-27. sæti yfir lönd sem erlend fyr- irtæki hafa áhuga á að fjárfesta í. Það er því langt í land að erlent fjármagn fari að streyma inn í kjördæmið. Hins vegar má athuga hvort byggja á upp frekari atvinnutækifæri í tengslum við stórfyrirtæki sem þegar em til staðar, eins og til dæmis sinkverk- smiðju við Grundartanga. Það þyrfti þó að skoða í vfðara samhengi. Hversu mörg störf er verið að ræða um? Hvaða umhverfisáhrif hefur slík verksmiðja á Vesturlandi? Að ein- blína á stórfyrirtæki er í raun og veru eins og hver annar brandari, alls stað- ar í heiminum viðurkenna menn að Viðtal við þrjár efstu konur á framboðslista Kvennalistans á Vesturlandi, Hansínu B. Einarsdóttur, Sigrúnu Jóhannesdóttur og Helgu Gunnarsdóttur. Viðtalið tók Birna Gunnlaugsdóttir. forsenda hagvaxtar sé smá fyrirtæki. Sveigjanleiki fyrirtækjanna skiptir meginmáli svo hægt sé að bæta mark- aðsstöðuna hverju sinni. Þarfir markaðarins breytast svo hratt, til dæmis höfum við verið í gíf- urlegum vandræðum með heims- markaðssveiflur á áli. Það hefur geysileg áhrif á lítil svæði sem ætla að fara að byggja afkomu sína nær eingöngu á stórum framleiðslueining- um. Það er miklu nær íslenskri menn- ingu að horfa á það smáa því þar eru fjölmörg atvinnutækfæri og þar nýtist íslenskt hugvit. Undirbúningur kosningabaráttu Kvennalistan sá Vesturlandi.

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.