Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Síða 4

Kvennalistinn á Vesturlandi - 01.05.1995, Síða 4
Viljum við vera til færri fiska metnar? ítil 10 ára vinkona mín kom að máli við mig einn daginn og spurði: „Hvað þýðir það að stelpur séu ódýrari en strákar?“ „Hvað ertu að tala um?“ spurði ég. „Ég heyrði mömmu segja þetta við vinkonu sína, þetta var eitthvað í sam- bandi við dóma og peninga- mál,“ svaraði sú stutta. Ég áttaði mig strax á því sem hún var að tala um og varð að viðurkenna að samkvæmt ný- gengnum dómi Hæstaréttar þá mætti með sanni segja að stúlk- ur séu minna virði en drengir. Hún varð hugsi og síðan runnu tár niður kinnar hennar og hún sagði: „Þýðir þetta kannski það að pabba þykir minna vænt um mig en Svenna bróður af því að ég kosta minna?“ Forsaga þessa máls er sú að fyrir nokkrum mánuðum felldi Hæstiréttur úrskurð þess efnis að stúlka sem hafði orðið fyrir hundsbiti fyrir nokkrum árum fengi ákveðnar skaðabætur. Við útreikning skaðabótanna var haft til hliðsjónar hver væru meðallaun kvenna í samfélag- inu. Eins og alþjóð veit hafa kon- ur, í mörgum tilfellum, aðeins 65% - 70% af launum karla og í þessu tilfelli var tekið mið af því. Ef reiknaðar hefðu verið út skaðabætur fyrir dreng sem hefði orðið fyrir samskonar slysi hefði hann hlotið 30% hærri bætur þar sem hans bætur hefðu verið reiknaðar út frá meðallaunum karla í samfélag- inu. Hér er búið að lögfesta þann launamun sem þekkist hér á landi og er slíkt óhæfa. Breytingar voru gerðar á skaðabótalögunum árið 1993. Með þeim breytingum var staða heimavinnandi kvenna bætt nokkuð frá því sem áður var, en staða útivinnandi kvenna hefur lítið breyst. Þannig er t.d. áfram miðað við þau laun sem konur höfðu á þeim tíma sem slysið varð. Þá er ekki tekið tillit til þess að margar konur búa við tvöfalt vinnálag, s.s bamaupp- eldi og heimilisrekstur og ekki er tekið tillit til skertrar starfs- getu við þessi störf ef kona verður fyrir slysi. Hér er enn og aftur verið að undirstrika að heimilis - og um- önnunarstörf séu lítils virði. A meðan launamisréttið er eins alvarlegt og raun ber vitni hefur það margvíslegar afleið- ingar fyrir fjölskylduna. Karlmenn þessarar þjóðar eru okkar menn. Vegna launamis- réttis þurfa þeir oft að vinna alltof langan vinnudag til þess að afla tekna fyrir heimilið. Þeir era mun verr á sig komnir heilsufarslega en karlmenn á öðrum Norðurlöndum. Sjálfsvíg eru tíðari á meðal íslenskra karla en kvenna og þeir hafa sáralitla möguleika til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna vegna of mikils vinnuálags. Þessu vill Kvennalistiim breyta - körlum, konum og börnum til hagsbóta. Alþingiskosningar 1995 Akranesi Kjörfundur vegna alþingiskosninga 8. apríl 1995 á Akranesi fer fram á eftir- farandi stöðum og hefst kjörfundur kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00 a) í íþróttahúsi við Vesturgötu I. kjördeild Akurgerði til og með Grundartúni. II. kjördeild Háholt til og með Skagabraut. III. kjördeild Skagabraut til og með Vogabraut ásamt Akurprýði, Garðsholti, Klapparholti, Steinsstöðum og Innsta-Vogi. b) Á dvalarheimilinu Höfða: IV. kjördeild Dvalarheimilið Höfði, Höfðagrund ásamt Sólmundarhöfða. Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag. Sérstök athygli er vakin á breyttum opnunartíma kjördeilda. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 11843. Akranesi, 23. mars 1995 YFIRKJÖRSTJÓRN AKRANESS: Einar Jón Ólafsson. Ólafur J. Þórðarson. Hugrún O. Guðjónsdóttir inu í nokkur ár og tók jafnframt mikinn þátt í félagsstörfum og gegndi trúnaðarstörfum í stétt- arfélögum kennara. 1981 flutti ég í Bifröst og gerðist kennari við Samvinnuskólann og síðar Samvinnuháskólann. A síðustu 10 áram hef ég einnig bætt við menntun mína jafnt og þétt Eg er fædd og uppalin í Súg- andafirði. For- eldrar mínir eru Jó- hannes Pálmason og Aðalheiður Snorra- dóttir. Faðir minn var prestur í Staðarpresta- kalli í 30 ár áður en hann flutti í Reykholt í Borgarfirði. I Súg- andafirði bjuggum við ýmist á prestsetrinu í Staðardal eða á Suður- eyri. Ég fór snemma að vinna fyrir mér og byrjaði 11 ára gömul að vinna í frystihúsi og má segja að ég hafi unnið fyrir náminu allt til kennaraprófs með fiskvinnslu að undan- skildum tveim sumr- um, en þá vann ég á sjúkrahúsi. Alla skóla- göngu eftir 12 ára ald- ur varð á þeim áram að sækja annað og má segja að ég hafi farið að heiman um 13 ára aldur. Fyrst fór ég á Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og þaðan í Menntaskólann á Ak- ureyri. Eftir stúdentspróf fór ég í Kennaraskólann og kenndi í þrjú ár áður en ég flutti til Sví- þjóðar. Þar lagði ég stund á uppeldis- og sálarfræði við Há- skólann í Lundi. Eftir það kenndi ég á höfuðborgarsvæð- bæði með nánskeiðum og lengra námi t.d. í bókasafns- og upplýs- ingafræði, uppeldis- fræði, heimspeki og nú síðast menntunarhönn- un og menntunarstjórn- un sem ég lagði stund á í Bandankjunum. Þar lagði ég fyrst og fremst stund á fullorðins- fræðslu og notkun upp- lýsingatækni við kennslu, fjarkennslu. Ég hef alveg frá því að ég man fyrst eftir mér verið jafnréttis- sinnuð. Ég finn ennþá fyrir reiðinni sem gagntók mig þegar ég fékk ekki að læra smíði í barnaskóla. Allar göt- ur síðan hef ég fundið fyrir því að konur hafa ekki sömu möguleika og karlar. Þær era metnar með öðram mælistikum og ekki á réttum forsendum. Mér líkuðu ekki baráttuað- ferðir rauðsokkanna þó ég væri að ýmsu leyti sammála þeim en þegar Kvennalistinn kom fram fann ég að hann var aflið, sem gæti breytt viðhorfum og venjum. Enn hefur ekkert annað stjóm- málaafl sýnt mér fram á að það muni taka betur á misréttinu sem enn ríkir. Þess vegna kýs ég að starfa með Kvennalistan- um. Réttarkerfið og ofbeldismálin vennalistinn vill réttar- kerfi sem mismunar ekki kynjum og tryggir öllum - óháð efnahag og kyni - eins góða stöðu og hægt er. A meðan launamisréttið er eins og það er eiga konur mun erfiðara en karlar með að sækja ýmis einkamál fyrir dómstólum. Þeg- ar kona þarf að höfða einkamál, t.d. við skilnað, skaðabótamál vegna nauðgunar eða vegna kynferðilegs ofbeldis á sér eða börnum sínum, þarf hún að geta ráðið sér lögfræðing og reynsl- an sýnir að margar konur hafa ekki haft fjármagn til þess að ná fram rétti sínum fyrir dómstól- um. Þó að hér sé tekið dæmi um stöðu kvenna þá á þetta auðvit- að við um alla þá sem þurfa að leita réttar síns fyrir dómstólum. Slæmur fjárhagur fólks kemur oft í veg fyrir að það geti náð fram ýmsum réttindamálum. Kvennalistinn hefur allt frá því árið 1985 beitt sér fyrir úrbótum í málefnum sem varða ofbeldi og kynferðislega misnotkun barna. Við getum fullyrt að vegna baráttu Kvennalistans er búið að: - Opna umræðuna um ofbeldi gegn konum og börnum. I mörg ár hefur verið rekið kvennaathvarf fyrir þúsundir kvenna og bama sem þangað hafa sótt aðstoð og skjól. - Tryggja rekstrargrundvöll Kvennaathvarfsins. - Opna og tryggja rekstrargrandvöll Stíga- móta en þangað er hægt að leita eftir aðstoð fyrir böm sem hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun. - Breyta fjölmörgum lagagreinum í þá átt að bæta réttarstöðu þolenda kynferðis- brota og auðvelda og einfalda málsmeðferð þessara brota fyrir dómstólum. - Opna neyðarmót- töku fyrir fórnarlömb nauðgana þar sem þolendur geta fengið aðstoð og upplýsingar um rétt- indi og stöðu sína fyrir dómstól- um. - Tryggja ríkisábyrgð á skaðabótunum til þolenda kyn- ferðisafbrota - en áður var stað- an þannig að þolendur þurftu að sjá um að innheimta skaðabætur frá gerendum. Viðhorf þeirra sem fást við þessi mál hafa verið að breytast og nú hefur t.d. einn dómur ver- ið felldur í tengslum við heimil- isofbeldi. Talið er að mörg hundruð konur og börn verði fyrir grófu og alvarlegu ofbeldi á ári hverju í heimahúsum. Kvennalistinn vill vinna markvisst að þessum mála- flokkum í framtíðinni. Það er blettur á íslensku samfélagi að aðrir flokkar hafi ekki vakið at- hygli á þessum málaflokki fyrr en Kvennalistinn kom til skjal- anna. — Kosningaskrifstofa Kvennalistans er að Skúlagötu 17, Borgarnesi. Þar er opið alla daga frá kl. 15.00 -18.00 Sími: 93-71506. Ef þú vilt senda okkur símbréf þá er bréfsíminn 93-71524 Kosningaskrifstofa á Akranesi er á Skólabraut 25a. Sími: 93-12650. Opið frá kl. 16.00-18.30 Kosningaskrifstofan í Búðardal er að Ægissíðu 11. Sími: 93-41660

x

Kvennalistinn á Vesturlandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennalistinn á Vesturlandi
https://timarit.is/publication/1241

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.