Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.01.1998, Blaðsíða 3

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.01.1998, Blaðsíða 3
Reykvíkingar - Reykncsingar Þriðj udagsfundirnir endurvaktir! Opnir fundir verða haldnir hvcrn þriðjudag kl. 17 í Pósthússtræti 7, 3. hæð Vormánuðir geta orðið örlagaríkir í íslenskum stjórnmálum. I Reykjavík er að hefjast sérlega hörð barátta um borgina. Við í Kvennalistanum höíum fullan hug á að tryggja borgarstýrunni okkar og Reykjavíkurlistanum áframhaldandi völd. í lokjanúar verður haldið prófkjör Reykjavíkurlistans og við þurfum að virkja allar okkar liðskonur til þess að ná góðri kosningu fyrir Kvennalistann og til þess að halda inni tveimur borgarfulltrúum. Kvennalistakonur í Kópavogi hafa ásamt A- flokkunum og óháðum, samþykkt að vinna að stofnun félags um sameiginlegan Kópavogslista í vor. Á Seltjarnarnesi verður væntanlega eins og áður sameiginlegt framboð allra annarra en Sjálfstæðisflokksins. I Garðbæ hefur Kvennalistanum verið boðið að taka þátt í sameiginlegu framboði með A- flokkunum en það er óráðið hvað verður. Fréttir úr öðrum sveitafélögum í kjördæminu eru óljósari. Þar að auki stöndum við í viðræðum við hina stjórnarandstöðu- flokkana vegna alþingiskosninga 1999 og því stórar ákvarðanir framundan. Til þess að tryggja heildarsýn og að upplýsingaflæði verði gott á milli grasrótar, frambjóðenda og kvenna í hinum ýmsu nefndum og ráðum, liafa framkvæmdanefndir Reykjavíkur og Reykjaness ákveðið að endurvekja þriðjudagsfundina vinsælu sem við héldum í sumar og haust. Opnir fundir verða haldnir hvern þriðjudag kl. 17 á þriðju hæð í Reykjavíkurapótekshúsinu í Pósthússtrætinu. Við ætlum að hafa það skemmtilegt og skapa vettvang fyrir þau mál sem verða efst á baugi hverju sinni. Fundarcfni vcrður auglýst í hádcgisútvarpinu á þriðjudögum. Framkvæmdanefndir Reykjavíkur og Reykjaness skora á konur að hnippa í "volgar" vinkonur og láta sig ekki vanta í slaginn.

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.