Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.02.1998, Blaðsíða 3

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.02.1998, Blaðsíða 3
KVENNAPÓLITÍSKT ALÞJÓÐASAMSTARF ERUM VIÐ STIKKFRÍ Laugardaginn 14. mars kl. 14-17 á Sólon íslandus efri hæð. í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars og vegna 15 ára afmælis Kvennalistans verður efnt til hálfs dags málþings um kvennapólitískt alþjóðastarf. Afganski rithöíundurinn Maryam Azimi og Elisabeth Eie sem er forstjóri FOKUS i Noregi verða frum- mælendur, auk innspils frá Kvennalistanum. Maryam Azimi fór huldu höfði í Noregi árin 1994-1997. Hún var á meðal fleiri hundruð flóttamanna sem leituðu skjóls í kirkjum landsins vegna strangrar flóttamannstefnu norskra stjórnvalda. Norsku rithöfundasamtökin, kvennahreyfmgin ásamt miklum fjölda annarra samtaka settu mál hennar á oddinn og við stjórnarskiptin í Noregi í fyrra var henni loks veitt hæli af mannúðarástæðum. Maryam Azimi er auk þess að vera rithöfúndur, virk kvenfrelsiskona og stofnaði samtökin Konur gegn fundamentalisma. Hún mun segja okkur frá lífí kvenna í Afganistan og frá starfí samtakanna. Elisabeth Eie er forstjóri FOKUS i Noregi en það er vettvangur fyrir konur og þróunarmál. Hún hefur átt stjóran þátt í að gera FOKUS að einum frjóustu og kraftmestu kvennasamtökum í Noregi. Um er að ræða regnhlífarsamtök allra norskra kvennasamtaka sem vinna að alþjóðamálum á einhvern hátt. Tilvist FOKUS og krafturinn í Elisabethu hafa orðið til þess að alþjóðastarf norskra kvennasamtaka hefur víða vakið athygli. Víst er að við getum mikið lært af henni. Að lokum er meiningin að ræða hver eigi að vera hlutur íslenskra kvenna í alþjóðlegu kvennastarfí. Ráðstefnan fer fram á ensku/skandinavísku/íslensku.

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.