Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 13.08.1998, Blaðsíða 4

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 13.08.1998, Blaðsíða 4
Sameiginlegur félagsfundur Reykjavíkur- og Reykjanesanga fímmtud. 20. ágúst kl. 20.30 í Pósthússtræti 7 Fundarefni: 1) Fjölmiðlahópur viðrar hugmyndir sínar um fjölmiðlaumræðu vetrarins. 2) Viðræður stjómarandstöðuflokkanna um framboðsmál. 3) Önnur mál Fundarstýra verður Hulda Ólafsdóttir. Því samningaferli sem nú er í gangi á milli Kvennalistans og A- flokkanna er hvergi nærri lokið. Þótt málefnahópar hafi skilað drögum að sameiginlegri málefnaskrá er margt órætt ennþá. Má þar nefna vinnubrögð, hlut einstakra samtaka í hugsanlegu sameiginlegu framboði, formannaspursmál ogýmislegt fleira. Það er mjög mikilvægt að við séum samtaka og sammála um næstu skref og því skomm við á allar ábyrgar kvennalistakonur að koma á félagsfundinn og taka þátt í viðræðunum. Til þess að ffeista ykkar ætlum við að kaupa rjómatertu með kaffínu. Framkvæmdanefndir Reykjavíkur og Reykjanesanga.

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.