Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 1

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 1
Fré+tabréf Reykjavíkuranga Kvennalistans Mars 2000 Ab. Hólmfrííur SarSarsdóttir Útg. Samtó'k um Kvennalista, Hverfisgötu 8-10, Pósthólf 836, 121 Reykjavík Sími: 551 3725 Netfang: kvennal istinn@centrum. is Kœru konur! í tilefni Góu er rétt að óska okkur öllum til hamingju með að koma vel undan vetri og velfarnaðar við vorverkin sem hefjast fyrr en varir. Við konur í Reykjavíkuranga viðurkennum að verkefnin hafa verið frekar fá og smá síðustu mánuði, þ.e. þau verk sem snúa beint að okkur sem Kvennalistans-konum, en þau hafa bara verið þeim um fleiri og meiri annarsstaðar ... og alltaf erum við jú kvenfrelsiskonur! Við héldum notalegan félagsfund fyrir jól þar sem konur af Reykjanesi og úr Reykjavík gerðu grein fyrir stöðu Samfylkingarmála í kjördæmunum. Þar kom fram að Ása Richardsdóttir var kosin formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesi og Elsa Guðmundsdóttir varaformaður í Reykjavík, þar sem Hólmfríður Garðarsdóttir er gjaldkeri. Við óskum þeim til hamingju og öllum þeim fjölmörgu öðrum konum sem komið hafa að málum að undanförnu. Þar fer ötull og atorkusamur flokkur en því miður ekki mjög fjölmennur. Svo virðist sem margar okkar séu í biðstöðu um þessar mundir. Við erum óráðnar um hvar við viljum vera og hvert við viljum fara, en á meðan heldur rútan áfram og okkar konur gætu án efa notast við fleiri förunauta. Því fleiri kvenfrelsisraddir sem hljóma við eitt borð eða á einum fundi, því auðveldara er að láta þær ráða áttum og umræðuefnum. Aðalsmerki Kvennalistans í gegnum árin var valddreyfing og traust kvenna á meðal um að pláss væri fyrir hæfileika allra til að sinna kvenfrelsismálum hvar sem þær fóru. Látum þetta verða aðalsmerkið okkar inn í Samfylkingunni (eða hvar sem við annars erum staddar). Verum virkar og tökum þátt, því án okkar sjálfra verður kvenfrelsisþaráttunni ekki framhaldið eins og við viljum að hún sé! Byrjum á því að mæta á félagsfund og ræða framtíðina. Ákveðum svo hvernig við viljum beita okkur og látum því næst til okkar taka með því að tala og skrifa á opinberum vettvangi sem kvenfrelsiskonur og baráttukonur um réttlátt samfélag þar við höldum á prjónunum sjálfar. Hvað eru margir karlar sem kunna að fitja upp og fella af, auka við og taka saman? .......

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.