Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 2

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 2
Kceru Kvennalistakonur Örlítið um starfið í þingflokki Samfylkingarinnar, ykkur til fróðleiks og ónœgju! Eins og þið vitið þá er þingflokkur Samfylkingarinnar stór, og vegna stærðarinnar skiptist vinnan sem vinna þarf niður á marga. Ekki er lengur þörf á að allir séu inní öllu eins og við þekkjum frá okkar störfum í þingflokki Kvennalistans. Ég á sæti í stjórn þingflokksins, og er það ánægjulegt starf um margt og gerir það að verkum að maður kemst fyrr inn í málin en ella, sem er í sjálfu sér afskaplega gott fyrir mig, svona glænýja. Að auki sit ég í tveimur nefndum þingsins, félagsmálanefnd og allsherjarnefnd. í félagsmálanefndinni er nú verið að fjalla um jafnréttisfrumvarpið, boðnir margir gestir og frumvarpið verður sent til umsagnar mjög víða. Ég fór yfir málið í sölum Alþingsis eftir að félagsmálaráðherra kynnti frumvarpið, og þó að frumvarpið sé um margt framför, þá er líka margt sem betur mætti fara. Áður en frumvarpið kom til umræðu, fékk þingflokkurinn (þeir sem höfðu áhuga og tíma) kynningu á frumvarpinu og þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Jafnframt var farið yfir ýmis nýmæli sem eru í frumvarpinu. Þetta var fróðlegt og gagnlegt, en umræðan heldur áfram. Eftir yfirferð og umsagnir nefndarinnar svo og væntanlega einhverjar breytingartillögur þá fer frumvarpið í aðra umræðu með vorinu. Mjög mörg stór mál eru til umfjöllunar í allsherjarnefnd, svo sem Shengen samningurinn og ýmis bandormslög sem honum fylgja, svo og stór og mikill lagabálkur um persónuvernd. Ég hef verið aðili að fjölmörgum þingmannamálum og frumvörpum. Til þess að þurfa ekki að lista það allt upp, þá vil ég benda á heimasíðu þingsins, sem er afar fróðleg. Þar er líka að finna allar ræður sem fluttar hafa verið. Ekki má það gleymast heldur að ég hef verið með tvær utandagskrárumræður, önnur var um mannsal og vændi og hina um fátækt. En kæru konur, þingið er einn aðeins vettvangur. Annar og gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir umræður, hvort sem er um er kvennamál, velferðarmál, efnahagsmál eða umhverfismál, er Samfylkinarfélagið í Reykjavík. Ef við viljum sjá breytingar og okkar áherslur þá er gríðarlega mikilvægt að við séum virkar á öllum vígstöðvum. Verum sýnilegar og látum okkur ekki vanta í umræðunni sem mun verða á stofnfundinum, og fjölmennum á hann. Ef að við gerum ekkert, þá mun heldur ekkert gerast. Það er komið að því að við setjum okkar fingraför á flest allt það sem snýr að starfi Samfylkingarinnar. Afl í krafti kvenna kæru konur. Baróttukveðjur, Suðrún Ögmundsdóttir

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.