Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 3

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga - 01.03.2000, Blaðsíða 3
Þeir sem vilja nálgast þingkonu okkar öuðrúnu Ögmundsdót+ur með fyrirspurnir eða tillögur geta haft samband í síma eða með tölvupósti 563 0710, 699 0475, qo@albinqi.is Kvennalistakonur í Samfylkingunni í Reyjavík Starfsemi félagsins - Laugardagskaffi og málefnahópavinna Stjórn Samfylkingarfélagins tók þá ákvörðun að leggja áherslu á tvenns konar starfsemi. Laugardagskaffi að kvennalistaforskrift, þar sem haldin eru stutt erindi um ýmist efni, og síðan eru almennar umræðu. Markmiðið með laugardagskaffinu er að skapa sameinginlegan umræðugrundvöll fyirir þá sem vilja starfa eða einungis fylgjast með viðfangsefnum Samfylkingarinnar. Laugardagskaffin eru haldin fyrsta laugardag hvers mánaðar. Þrjú laugardagskaffi hafa verið haldin að svo stöddu. Þau voru vel sótt og umræður urðu heitar og áhugaverðar. Hin áherslan í starfi félagsins er starf málefnahópa. Markmið þeirra er að vera undirstaða að lýðræðislegum starfsháttum félagsins með því að greiða aðgang félagsmanna að félaginu að pólitískri umræðu og mótun málefna og stefnu Samfylkingarinnar. Ýmsir málefnahópar eru nú þegar starfandi og eru nánar útlistaðir á baksíðu þessa fréttabréfs. Kvennalistakonur í Samfylkingafélagi Reykjavíkur Þó að Reykjavíkurangi Kvennalistans hafi staðið að samningum um stofnun Samfylkingarfélags í Reykjavík, að tilskipan félagsfundar, þá eru kvennalistakonur ekki þar með meðliðmir í félaginu. Félagsaðild er ákvörðun hverrar konu fyrir sig. Þær sem gerast félagar í Samfylkingarfélaginu verða áfram meðlimir í sínum "gömlu" flokkum og samtökum, ef þær vilja. Þær sem ekki vilja ganga í Samfylkingarfélagið eru áfram félagar í sínum "gömlu" flokkum og samtökum. Allir sem hafa áhuga geta starfað með Samfylkingarfélaginu, hvort þeir eru beinir félagar eða ekki. Það er hægt að skrá sig sem "Vinkonur" Samfylkingarinnar, sem þýðir að viðkomandi er á útsendingarlista og getur þar með fylgst náið með starfsemi félagsins. Markmiðið með Samfylkingarfélaginu er að skapa sameiginlega grundvöll fyrir alla aðila til framtíðar. Framkvæmdanefnd Reykjavíkuranga hvetur því kvennalistakonur til að ganga í félagið eða gerast "Vinkonur" þess. Konur höfum áhrif á hið nýja pólitíska afl sem við höfum átt þátt í að skapa. Tökum þátt í starfi þess og höfum áhrif á pólitík og stefnu Samfylkingarinnar!!!

x

Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennapósturinn: Fréttabréf Reykjavíkuranga
https://timarit.is/publication/1249

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.