Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 5

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 5
7. Námssjóður. 7.1. Launagreiðandi skal greiða 0,25% af föstum launum í námssjóð, sem varið skal til að styrkja hjúkrunarfræðinga til framhaldsmenntunar. 3. Orlofslieimilasjóður. 8.1. Framlag bæjarsjóðs til orlofsheimilasjóðs HFI verði 0,25% af öllum launum hjúkrunarfræð- inga. 9. Hjúkrunarfrœðingar v/ heilsuverndar. 9.1. Meðan nauðsynlegt er að hjúkrunarfræðingar sæki heilsuverndarnám erlendis skulu þeir halda fullum launum í allt að fjóra mánuði meðan á námi stendur. Greiðslur þessar afskrifast síðan á 2 árum í fullu starfi hjá Akureyrarbæ eða stofnunum bæjarins að námi loknu. En skulu annars endurgreiðast í hlutfalli við það sem á tveggja ára starfstíma vantar. 9.2. Hjúkrunarfræðingar sem starfa á vegum Akur- eyrarbæjar eða stofnana hans á einkaheimilum, skulu fá fatastyrk eftir nánara samkomulagi. 10. 10.1. Slasist eða veikist hjúkrunarfræðingur í tíma- vinnu (extra vakt) í starfi og þegar rekja má slysið eða veikindin beint til starfa hans, skulu honum greidd full laun í allt að 15 daga og hálf laun í allt að 15 daga til viðbótar. Dagpen- ingar frá Tryggingastofnun ríkisins og/eða sjúkrasamlögum vegna þessa, ganga þá til vinnu- veitanda í hlutfalli við þau laun sem hann greið- ir. 11. H-1. Þegar fastráðinn starfsmaður er kallaður til vinnu, sem ekki er í beinu framhaldi af eða undanfari daglegrar vinnu hans, skal honum greitt yfirvinnukaup minnst 4 klst. Sé lausráðið fólk kallað til vinnu greiðist minnst 4 klst. og 8 klst. ef lengur er unnið. 12. 12.1. Samningur þessi gildir frá 1. júlí 1977 og fer um gildistíma hans og uppsögn skv. lögum nr. 29/1976. Akureyri, 18. mars 1978. F. h. Hjúkrunarfélags íslands, Svanlaug Arnadóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, Þóra G. Sigurðardóttir, Valgerður Valgarðsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Konny Kolbrún Kristjánsdóttir. F. h. bæjarstjórnar Akureyrar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, Helgi Bergs, Sigurður Hannesson, Ingi Þór Jóhannsson, Þorsteinn Jónatansson. Bókun. Samningsaðilar eru sammála um, að hljótist slys af eða skaðabótakrafa myndist vegna aksturs starfsmanns á eigin bifreið í þjónustu vinnu- veitanda og að hans ósk, sé vinnuveitandi á- byrgur, enda verði ökumaður ekki sakaður um vítavert gáleysi við aksturinn. Akureyri, 18. mars 1978. F. h. Hjúkrunarfélags íslands, Svanlaug Arnadótlir, Sigurveig Sigurðardóttir, Þóra G. Sigurðardóttir, Valgerður Valgarðsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Konny Kolbrún Kristjánsdóttir. F. h. bæjarstjórnar Akureyrar, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, Helgi Bergs, Sigurður Hannesson, lngi Þór Jóhannsson, Þorsteinn ]ónatansson. HJÚKRUN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.