Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 6
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfélag íslands sendi eftirfarandi fréttatilkynningu til fjölmiðla 12. maí sl.: Fœðingardagur Florence Nightin- gale, 12. maí, liefur verið valinn sem alþjóðadagur hjúkrunarfrœðinga. Alþjóðasamband hjúkrunarfrœð- inga, ICN, fyrsta al])jóða stéttarsam- band kvenna, var stofnað 1899. Hjúkrunarfélög 87 landa, með yfir 1 milljón hjúkrunarfra’ðinga, eru innan vébanda þess. Hjúkrunarfélag Islands gerðist að- ili að sambandinu 1933. A lþ jóðasamband hjúkrunarjrœð - inga telur: að hjúkrunarfrœðingar séu tnikils- verðir þúlltakendur í mótun lieil- brigðisþjónustu hvers lands, að öllum hjúkrunarfélögum beri skylda til að stuðla að bœttri lieilbrigðisþjónustu, í samvinnu við aðrar lieilbrigðisstéttir, að félagsleg og fjárhagsleg staða lijúkrunarfrœðinga verði að vera í samrœmi við nám þeirra, á- byrgð og vinnuálag, að það sé til almenningsheilla að laða sem flesta hjúkrunarfrœð- inga til starfa. KjörorS dagsins er: Bœttar aðstœður hjúkrunarfrœð- inga. — Lykill að betri lieilsu- gœslu og hjúkrun. Dagurinn í dag, 12. maí, fæðing- ardagur Florence Nightingale er til- einkaður hjúkrunarfræðingum um lieim allan. Að því tilefni er þessi pistill ritaður svona rétt til fróðleiks og ánægju. Hjúkrunarstéttin á sér langa sögu og hjúkrun sem athöfn á sér enn lengri sögu. Vafalítið hefur fyrsti vísir hjúkrunarstéttarinnar kviknað strax við upphaf mannlegra sam- skipta Jjví sjúkdómar og pestir hafa alllaf verið til og herjað á manninn. Féll Jrað í hlut kvenna að stunda Jjá iðju. Hér á landi eru heimildir fátæk- legar varðandi hjúkrunarmál á fyrri tímum. Sennilega hefur ekki Jaótt í frásögur færandi að konur fengjusl við hjúkrun. Sumir hafa nefnt Kvæða-Onnu, sem uppi var á tíma- bilinu 1390-1440, fyrstu hjúkrunar- konuna á Islandi. I endurminnina- um sínum er hún látin segja: Þegar að plágan yfir óð og allt var að hrynja og deyja ein af fám ég uppi stóð, ótæpt söng ég helgiljóð, og huggaði marga og hjúkraði má ég segja. Ýmsar fleiri frásagnir eru til. í frásögninni af bardaganum á Hrísa- teigi er ekki aðeins að finna líknar- hug kvenna heldur einnig sama hugsunarháttinn og varð kveikjan að stofnun Rauða krossins, að hlúa beri að mönnum og vernda alla jafnt, hvort sem um er að ræða sam- herja eða andstæðinga og án íillits til kynþátta, trúar, stjórnmálaskoð- unar, stöðu eða stéttar. En það er ljósara en frá þarf að segja, hve skorturinn var mikill á vel menntuðum hjúkrunarkonum. Ensk- ar hjúkrunarkonur voru brautryðj- endur í þessum málum og er Flor- ence Nightingale Jrar í broddi fylk- ingar. Varð skóli sá er hún stofnaði fyrirmynd annarra hjúkrunarskóla um allan heim. AlJjj óðasamband hj úkrunarkvenna var stofnað 1899 og var Jrað fyrsta alþjóðastéttarfélag kvenna. Félag ís- lenskra hjúkrunarkvenna gerðist að- ili að því árið 1933. Árið 1902 var Hjúkrunarfélag Reykjavíkur stofnað. Það hafði að- allega með hjúkrun í heimahúsum að gera. Það var lagt niður árið 1937. Árið 1915 var hjúkrunarfélagið Líkn stofnað. Markmið Jsess var að efla almenna heilsuvernd. Sá félagið um hjúkrun í heimahúsum, rekstur berklavarnarstöðvar, ungbarnaeftir- lit, eftirlit með barnshafandi kon- um og ótal margt fleira. Þessi félags- skapur hætti störfum er Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur tók til starfa og tók við starfseminni. Á Norðurlöndum og víðar áttu trúar- og líknarfélög drýgstan Jiátt í sköpun hjúkrunarstéttar og stuðluðu að framgangi og vexti hennar. Hér- lendis var aðallega um að ræða einkaframtak ungra kvenna er eygðu möguleika til að afla sér þekkingar og hæfni í nágrannalöndunum til hjúkrunarstarfa. Framh. á bls. 10 4 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.