Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 10

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 10
Hopar aldrei lengra en þarf Rætt við Játvarð J. Júlíusson í maí sl. dvaldist Játvarður Jök- ull Júlíusson stuttan tíma á Reykjalundi til meðferðar vegna langvarandi sjúkdóms sem nefnist hreyfitaugungsvisna (Morbus neuronis motorii). Þessi sjúkdómur hefur lamað báða handleggi hans og dregið mikinn mátt úr fótum. Tímaritið náði sambandi við Játvarð á Reykjalundi og á heimili hans að Miðjanesi í Reykhólasveit, en þar býr hann ásamt Rósu konu sinni, í tvíbýli með dóttur og tengdasyni. Hvaða sjúkdómur hefur leikið þig svo grátt? Þetta mun vera vefrænn tauga- sjúkdómur, kallaður lireyfitaugungs- visna á læknamáli, er mér sagt. Hvenœr varst þú fyrst var við s júkdómseinkennin ? Það er nú dagur og vika síðan. Það var á útmánuðum árið 1957. Þá byrjaði að verða vart við lömun og rýrnun í vinstri öxl og upphand- legg- Vill j>ú ekki segja okkur eitllivað frá baráttu þinni við jiennan sjúk- dóm? Það tæki tima að rekja tuttugu og eins árs sögu. Ekki rauk ég nú upp lil handa og fóta. Fór fyrst til lækn- is um haustið. Þaðan á æfingastöð lamaðra og fatlaðra á Sjafnargötu 14, nokkrar vikur. Batinn jsaðan hvarf innan árs. Var rannsakaður á Landspítalanum haustið 1958, en vitanlega er lækning ekki manna meðfæri. Enn var naumast annað lamað en vinstri handleggur og ég vann ]>að sem ég gat og gerði mér ekki mikla rellu útaf, Jjó bagalegt og óefnilegt væri. Það er víst mikið spunnið í Sól- veigu Olafsdóttur, konu Hannibals. Ilenni blöskraði og rann til rifja, að sjá hvernig ég var að fara. Hún dreif í að ég var sendur til sérfræð- inga í Moskvu í desember og janúar 1960-61. Það var hressing og upp- örvun, en þeim ]>ar jafnt um megn og öðrum læknum. Annars er vafasamt að tala um haráttu gegn sjúkdómnum. Hann fer sínu fram. Ég get þó nefnt þrennt: Að aðlaga sig strax hverju einstöku hnignunarstigi sem veikin orsakar, hopa aldrei hálfu feti lengra en þarf. Annað, að láta ekkert á sig fá. Um- fram allt að aumka ekki sjálfan sig eða vorkenna sér. Slá aðra út af lag- inu, sem vorkenna manni. Þriðja, og það skiptir mestu, er að treysta for- sjóninni. Ég trúi að öfl í þjónustu æðri máttar hafi hægt á gangi veik- innar í mér. Þessi sjúkdómur gerir útaf við marga á skömmum tíma, það hef ég lengi vitað með ]>ekktum dæmum. Ég er einn liinna fáu, sem fá að hjara og vera þó alténd í snert- ingu við þetta fjölbreytilega líf. Getur þú ferðast eittlivað um utan dyra? I góðu veðri get ég farið lítilshátt- ar um á sléttu. Ég þarf þó að geta hvílt mig með stuttu millibili. Þú lœtur þig málefni, bœði utan sveitar og innan miklu skipta, og skrifar mikið, lwernig ferð þú að þessu? Fyrir sjö árum var hægri hendin alveg að gefa sig. Fyrst þá kom ég á Reykjalund. Þar hófst leitin að hjálpartækjum. Ég komst uppá að nota rafmagnsritvél. Ilef prik í munninum og þykist hafa náð nokk- urri leikni. Nýt þar þeirrar gæfu, að bakið, hálsinn og höfuðið, þar með talin sjónin, er heilhrigt. Munnprikið hefur tekið miklum bótum eftir því sem reynslan hefur kennt. Ólafur Guðjónsson, trésmíða- meistari á Reykjalundi, gamall Geir- dælingur og nágranni minn, hefur 8 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.