Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 13
Sýni og sýnataka Arinbjörn Kolbeinsson, Kristín Jónsdóttir og Ólafur Steingrímsson Leiðbeiningar um sýni til leitar að kynsjúkdómum. Undanfarin ár hefur næmi Neisseria gonorrhoeae fyrir penicillini farið minnkandi. Hér hefur þó verið um hægfara breytingu á næmi að ræða og hafa sívaxandi skammtar penicil- lins yfirleitt nægt til að lækna lek- anda. Nú hefur hins vegar Center for Uisease Control í Atlanta, Georgia, U.S.A., lýst stofnum af N. gonorr- hoeae, sem framleiða Beta-lactamasa (penicillinasa) og eru því alveg ó- næmir fyrir penicillini.1 Svipaðir stofnar hafa fundist í Bretlandi.2 Það er því brýn ástæða U1 að senda sýni til sýklagreiningar frá fólki grunuðu um lekanda, til að íinna sem fyrst þá penicillinónæmu stofna, sem kynnu að berast til lands- ms. Aðeins um það bil % skráðra til- fella af lekanda á íslandi hafa verið greind með sýklarannsókn og er æskilegt að það hlutfall aukist. Það er hins vegar ekki vandalaust að koma sýnum til greiningar á lekanda óskemmdum til sýkladeildar. Leið- beiningar um sýnatökur til greining- ar á kynsjúkdómum, voru samdar og sendar á stofnanir 1975 og birtast þær hér með lítils háttar breytingum. U Gonorrhoea Neisseria gonorrhoeae er viðkvæm fyrir ýmsum ytri áhrifum og yfir- yexti annarra baktería og þolir því ekki geymslu og flutning nema í sér- stöku æti (Thayer Martin æti eða öðru samsvarandi). Glös með slíku æti í og pinnar til að taka sýnið með fást á sýkladeikl R. H. Taka skal fram á ræktunarbeiðni, að óskað sé eftir leit að gonokokkum og sýninu skal komið sem fyrst til rannsóknar. Ekki má stinga glasinu í hitaskáp, fremur geyma það við 4-6° C, ef ekki er hægt að koma því strax til rannsóknar. Þurfi að geyma sýni til leitar að N. gonorrhoe lengur en 4-6 klst. er ólíklegt að ræktun takist. Til leitar að N. gonorrhoeae hjá karl- mönnum er best að taka sýni úr ure- thral útferð, en hjá konu frá urethra, cervix eða anus, — ekki frá vagina, þar sem bakteríugróður í vagina er mikill og blandaður og vaxtarskil- yrði fyrir gonokokka úr sýni þaðan því slæm. Ekki má nota neins konar smyrsli eða hlaup á speculum eða á hanska, heldur aðeins sterilt vatn eða saltvatn. Gera má strok á glerplötu með pinnanum, áður en hann er lát- inn í glas með framangreindu æti í, einkum ef sýnið kemst ekki fljótt á rannsóknastofuna. Platan með þorn- uðu stroki er síðan send með pinn- anum. Úrvinnsla fer fram á þann hátt, að fyrst er gert strok úr sýninu á gler- plötu og síðan sáð á sérstakt æti til ræktunar. Strokið er síðan gramlitað og smásjárskoðað. Ef í því sjást gramneikvæðir, intracellulerir diplo- kokkar má telja greiningu gonorr- hoea nokkurn veginn örugga hjá karlmanni, en hjá konum geta slíkir diplokokkar sést án þess að um gonorrhoea sé að ræða og verður því að staðfesta greininguna með rækl- un. Ræktun á N. gonorrhoeae tekur 24-48 klst. og næmispróf jafnlangan tíma þar á eftir. Stundum deyja go- nokokkar út áður en næmispróf tekst. Sjáist extracellulerir, gramneikvæðir diplokokkar í stroki getur verið um sýkingu af N. gonorrhoeae að ræða alveg á byrjunarstigi eða kroniska sýkingu. Hafi sjúklingur fengið sýklalyf s.s. penicillin stuttu fyrir sýnitöku getur verið erfitt að þekkja gonokokka í gramlituðu stroki og ó- líklegt er að ræktun á þeim takist. Þvagsýni eru stundum send til leitar að gonokokkum, en mjög ólík- legt er, að sú leit beri árangur. Miklu erfiðara er að finna og rækta gono- kokka frá graftrarsýnum annars stað- ar frá en nefnt hefur verið, s.s. aug- um, liðvökva og legpipum. Til er komplementbindingspróf, sem getur hjálpað til við greiningu á kroniskri sýkingu og fylgikvillum af völdum N. gonorrhoeae. 2. Syphilis Leita má að sýklinum sjálfum, treponema pallidum, í primer sári (chancre) og útbrotum á öðru stigi sjúkdómsins. Er þá tekinn dropi af útferð úr sárinu á gler og skoðað í smásjá með dökkum bakgrunni. Var- ast skal að nota neins konar sótt- hreinsandi efni eða lyf í kringum sárið, áður en sýnið er tekið. Trepo- nema pallidum litast ekki með venju- legum litunaraðferðum og ræktast •Uúkrun 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.