Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 14
ekki á neinum þekktum ætum. Sýk- ilinn er viðkvæmur fyrir hitabreyt- ingum, þurrki og öðrum ytri áhrif- um og því ekki hægt að senda sýni til leitar að honum nema úr næsta ná- grenni rannsóknastofunnar. Grein- ing á syphilis er því að langmestu leyti byggð á blóðvatnsprófum. Blóðvatnspróf fyrir syphilis (lues- próf) skiptast í tvo flokka: Reagin- próf og treponemapróf. Aðeins rea- ginpróf eru gerð á sýkladeild R.H. Reaginpróf. Þau geta verið kom- plementsbindingspróf (t. d. Wasser- man) og flocculationspróf (t. d. Kahn). Þau verða jákvæð í nokkrum hluta sjúklinga þegar á 2. viku eftir að einkenni koma í ljós og hækkar hundraðstala jákv. jafnt og þétt á fyrsta stigi sjúkd., og á öðru stigi verða allt að 100% sjúklinga jákvæð- ir í þessum prófum. Börn mæðra með syphilis geta fæðst með reaginmót- efni frá móður, en þau dvina út í barninu á 2-5 mánuðum, ef það er ekki sjálft smitað. Á þriðja stigi sjúkdómsins eru þessi próf oft já- kvæð en ekki alltaf. Reaginpróf má einnig gera á mænuvökva og eru þau oftast jákvæð bæði í blóðvatni og mænuvökva við neurosyphilis. Rea- ginmótefni dvína yfirleitt hægt og hægt út eftir meðhöndlun sjúkdóms- ins og tekur það því lengri tíma sem sjúkdómurinn hefur staðið lengur áður en meðferð er hafin. Hafi hann staðið mjög lengi getur farið svo, að reaginmótefni hverfi aldrei úr sjúk- lingnum. Reaginpróf eru ekki mjög sér- hæfð til greiningar á syphilis, þann- ig að „fölsk“ jákvæð próf koma stundum hjá sjúklingum með ýmsar bráðar sýkingar og jafnvel við þung- un, einnig við ýmsa langvinna sjúk- dóma, t. d. liðagigt, lupus erythema- tosus disseminatus og febris rheu- matica. Treponemapróf. Af þeim má nefna treponema immobilisationspróf (TPA) og fluorescent treponemal antibody próf (FTA). Þessi próf eru miklu sérhæfðari til greiningar á syphilis en reaginpróf, en sum þeirra verða ekki jákvæð eins fljótt eftir sýkingu og haldast lengur jákvæð eftir meðhöndlun sjúkdómsins en reaginprófin. Þau eru vandasöm í framkvæmd og krefjast sérstakrar rannsóknaraðstöðu. Minnast ber, að stuttvarandi sýkla- lyfjagjöf, t. d. vegna gonorrhoea sýk- ingar getur dulið sypilissýkingu um alllangan tíma. 3. Aðrir kynsjúkdómar Helstu sýklar, sem valda kynsjúk- dómum aðrir en N. gonorrhoeae og treponema pallidum eru: Trichomonas vaginalis. Hemophilus ducreyi Herpes simplex Chlamydia lymphogranulomatosis venerei. Calymmatobacterium granulomatis. Erfitt er að rækta alla þessa sýkla nema helst herpes simplex. Tricho- monas finnst við smásjárskoðun á þvagi eða útferð frá vagina. Sýnið þarf að vera nýtekið og er oftast skoðað ólitað. Hemophilus ducreyi veldur nokkuð einkennandi sári (chancroid) og greinist helst með smásjárskoðun á gramlituðu stroki úr útferð frá sárinu. Lymphogranu- loma venereum er greint með kom- plementsbindingsprófi, Frei húðprófi og bioupsiu. Calymmatobacterium granulomatis veldur granuloma in- guinale. Þetta er gramneikvæður, kapsuleraður stafur, sem heldur sig inni í mononuclear frumum og má leita að honum í gramlituðu stroki úr útferð frá vessandi sárum í nára. 4. Urethritis (óspecifik) og Prostatitis Erfitt reynist yfirleitt að finna or- sök fyrir þessum sjúkdómum. Að vísu ræktast oft ýmsar algengar bakt- eríur, s. s. staph. albus, staph. aureus, strept. non-hemol og corynebakteriur úr útferð frá þessum sjúklingum, en það sannar alls ekki, að þær séu or- sökin. Reynt hefur verið að sýna fram á, að mycoplasma, s.k. T form, geti verið orsök fyrir óspecifik urethritis, en það hefur ekki sannast enn. Geta má þess, að engar mycoplasmarækt- anir eru gerðar á sýkladeild R.H., en til er komplementbindingspróf fyrir mycoplasma pneumoniae sem veldur lungnabólgu, en slíkt próf er ekki til fyrir mycoplasma genitalis (T form). Þeir sýklar, sem nú er helst talið að valdi allmiklum hluta af óspecifik urethritis eru af þeim flokki örvera, sem kallast chlamydiae. Ekki er hægt að rækta þessa sýkla á sýkladeild R. H. HEIMILDIR: 1. Center for Disease Control, Public Health Service, Atlanta Georgia, U.S.A. Gonorrhea: Recommended Treatment Schedules. Ann. Int. Medicine 82:230- 233, 1975. 2. Philips I. B. Lactamase-Producing, Peniciliin-Resistant Gonococcus, Lancet, 11:656-657, 1976. Leiðrétting I formálsorðum greinarinnar „Kaffi- bollinn og lokaðar dyr“, sem birt var í 1. tölublaði 1978, misritaðist nafn norska hjúkrunartímaritsins. Nafn hlaðsins er Sykepleien. Ennfremur var í greininni um Arnarholt ekki farið alveg rétt með starfsheiti hjúkrunarfræðinganna Edithar Jónsson og Oskars Jónsson- ar. Edith er aðstoðarhjúkrunarfor- stjóri Borgarspítalans. Óskar, sem er deildarstjóri Arnarholts,er sérmennt- aður í geðhjúkrun. Blaðið biður hlutaðeigandi aðila velvirðingar á þessu. 12 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.