Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 15
MINNING Svana Gunnarsdóttir Fœdd 4. ágúst 1911 Dáin 29. janúar 1978 Svana Gunnarsdóttir hjúkrunarkona var fædd i Reykjavík 4. ágúst 1911. Foreldrar hennar voru hjónin Gunn- ar kaupmaður Gunnarsson og Isa- fold Jónsdóttir. Svana lauk námi frá HSl í maí 1937, og framhaldsnámi í geðveikra- hj úkrun við Kleppsspítala í október sama ár. Stundaði síðan hjúkrunar- störf við það sjúkrahús til ársloka 1940, að undanskildu 10 mánaða starfi við Sct. Hans Hospital, Hróars- keldu í Danmörku. I maí 1941 fer hún til Vífilsstaða og þar varð henn- ar starfsvettvangur meðan heilsa og Fraftar leyfðu, fyrst sem næturvakt- ar- og síðar deildarhjúkrunarkona. Við unnum sín á hvorri deild á Vifilsstöðum, en á milli okkar var avallt gott samstarf, veittum hvor annarri aðstoð eftir þörfum. Svana var glöð í góðra vina hópi, en ef til VH1 ekki allra vinur, engin já-mann- eskja, skoðana- eða skapleysingi, heldur einörð og ákveðin í fram- komu. I störfum sínum var hún ná- kvæm og snyrtileg, og hlúði vel að sínum sjúklingum. Síðustu starfsárin á Vífilsstöðum gekk hún ekki heil til skógar og eftir að hafa gengist undir uppskurð árið 1969 komst hún ekki aftur til vinnu, en þurfti oft að dveljast á sjúkrahús- um eða heilsuhælum sér til hressing- ar. Alla ævi las hún mikið, einkum þjóðlegan fróðleik, ævisögur og ætt- fræði, og var vel fróð í þeim efnum. Eftir að hún hætti störfum hringdi hún stundum til mín, til þess að segja mér frá bók eða grein, sem hún hafði lesið og bjóst við að ég hefði gaman af. Tvo syni eignaðist Svana, Gunnar fæddan 1945 og Hauk fæddan 1949. Að leiðarlokum vilja hjúkrunar- konurnar, er útskrifuðust frá HSÍ 1937, þakka Svönu samfylgdina, og senda aðstandendum hennar samúð- arkveðjur. Helga Thordersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.