Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 21

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 21
Sigríður Jóhannsdóttir. sjúkrahúsa (hjúkrunarferli) og einn- ig nýjungar á sviði stjórnunar. Þenn- an tíma dvali hún við University of ('olomhia, New York. Blaðið óskar Sigríði Jóhannsdótt- ur alls góðs í hennar nýja starfi og þakkar systur Eulalia og öllum starfssystrum hennar ómetanleg störf í þágu hjúkrunar á Islandi. Reykjavíkurdeild HFÍ Almennur fundur Reykjavíkurdeild- ar HFÍ, var haldinn í Átthagasal Hótel Sögu miðvikudaginn 29. mars 1978. Formaður, Ástríður Karlsdóttir lynes, setti fundinn og bauð gest okkar, Maríu Lysnes, sérstaklega vel- komna. Síðan fól hún Ásu Atladótt- ur fundarstjórastörf. Lesin var fund- argerð síðasta fundar, og síðan var dagskrá fundarins kynnt. 1. Marie Lysnes, norskur geðhj.- fræðingur, talaði um þátt hjúkrun- arfræðinga í fyrirbyggjandi aðgerð- um á sviði geðverndar. 2. Kynntar tillögur, sem taka átti fyrir á fulltrúafundi HFÍ 3. og 4. apríl 1978, og gerði það ída Atla- dóttir. 3. Kynntar voru og ræddar sam- þykktir frá síðasta fulltrúafundi SSN, sem haldinn var í Helsinki í Finnlandi í sept. 1977. Sá fundur bar yfirskriftina: Atvinnulýðræði og uppbygging hjúkrunarfélaga. Ást- ríður formaður sá um þennan þátt. Líflegar umræður urðu um erindi Marie Lysnes, og mörgum spurning- um beint til hennar, aðallega frá El- ínu Eggerts, Pálínu Sigurðardóttur og Eddu Árnadóttur og urðu spurn- ingar og umræður að mestu á þá lund, hvernig hægt væri að fram- kvæma sem best fyrirbyggjandi geð- heilsustarf á heilsugæslustöðvum. Einnig kom fram, að ekki væri hægt að bera saman starf heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga hér á landi og t. d. í Noregi, þar sem aðstaða okkar hér væri miklu erfiðari og lélegri. Margar spurningar urðu einnig um hinar ýmsu tillögur, og var reynt að gera þeim greinagóð skil. í sambandi við tillögu um breyt- ingar á félagsgjöldum, fannst Þór- unni Pálsdóttur hjúkrunarforstjóra óréttlátt að taka % af grunnlaunum þar sem hún taldi, að félagsgjöldin yrðu alltof há hjá einstaka aðilum, þar sem allt annað hækkaði jafn- hliða. Ástríður Tynes og Ása Atladóttir lýstu stuðningi sínum við þessa til- lögu stjórnarinnar. Svanlaug Árnadóttir kom með at- hugasemd við tillögu Reykjavíkur- deildar varðandi ósk hennar um á- heyrnarfulltrúa á stjórnarfundum HFÍ. Taldi hún alla vankanta á því, að bæta við áheyrnarfulltrúum, og það myndi varla verða félagsstarfinu til bóta á einn eða annan hátt, bólt Reykjavíkurdeildin fengi áheyrnar- fulltrúa á stjórnarfundum. Ingibjörg Árnadóttir ritstjóri kom með athugasemdir varðandi tillögu Reykjavíkurdeildarinnar um fjölgun á Tímariti HFL Benti hún á, að mið- að við hversu margir félagsmenn stæðu á bak við hvert blað hér mið- að við Norðurlöndin hin, stæðum við okkur vel. Var hún með mjög skilmerkilegar tölur, sem studdu þetta, sem hún og las upp fyrir fund- armenn. Ingibjörg Helgadóttir sagði, að efni vantaði í blaðið, og fyrst þegar félagsmenn færu sjálfir að senda inn efni, þá væri grundvöllurinn kominn fyrir fleiri blöðum. Arndís Finnsson lýsti ánægju sinni með blaðið, en kvaðst styðja tillögu Reykjavíkurdeildar varðandi Tímarit HFÍ. Sagði hún það ekki rétt, að ætla að kveða niður nýja til- lögu áður en hún liti dagsins ljós. Svanlaug Árnadóttir lýsti stolti sínu á Tímaritinu og taldi hún betra, að blaðið væri fagblað fremur en fréttablað. Á þessum fundi voru 49 félags- menn mættir, og var stjórn Reykja- víkurdeildarinnar þar með talin. - Þótti okkur þetta súrt í broti, þar sem hverjum einasta félagsmanni hafði verið sent formlegt fundarboð, sem kostaði okkur stóran pening. Þykir okkur sem áhugi félagsmanna í deildinni á sínum eigin hagsmuna- málum sé grátlega lítill. Fundi var slitið kl. 23.35. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir ritari. Reykjavíkurdeild HFÍ Fundur var haldinn á vegum Reykja- víkurdeildar HFÍ í Glæsibæ fimmtu- daginn 27. apríl 1978. Ástríður formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna, og sérstak- lega þau Hörð Bergsteinsson barna- lækni og Sesselju Karlsdóttur hjúkr- unarfræðing. Síðan bað hún ídu Atladóttur að taka að sér fundar- stjórn. Las hún fyrst dagskrá fundarins. 1. Hörður Bergsteinsson barna- læknir talar um fyrirbura. I!JÚkrun 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.