Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 34

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 34
Kennaradeild (llaukafél.) 17 Sigljrúður Ingimundardóttir, Gréta Aðalsteinsdóttir frá 30. 3. 1978. Kélag skurðhjúkrunarfræðinga 82 Amalia Svala Jónsdóttir, Hulda Þorkelsdóttir frá 31. 1. 1978. Deild hjúkrunarfr. m/ ljósmæðram. 35 Anna María Andrésdóttir, Alfheiður Arnadóttir frá 18. 1. 1978. Svanlaug Arnadóttir. Reykjavíkurdeild HFÍ 1 Reykjavíkurdeildinni eru 1025 félagar. A síðastliðnu starfsári voru haldnir 15 stjórnarfundir og j>ar af 6 fundir með full- trúum deildarinnar. Almennir félagsfundir deildarinnar voru 3. Sá fyrsti var haldinn Jiann 9. mars í Glæsibæ, og var boðað til lians vegna fjölda áskorana. Fundarefnið var kynning frambjóðenda til formannskjörs HFI. Þetta var alger nýlunda í starfsemi deildarinnar. Fundarsókn var mjög góð, mættir voru 110 félagsmenn. Annar fundur var svo haldinn í Glæsibæ ])ann 25. apríl. Fjallaði hann um menntun- armál hjúkrunarstéttarinnar. Kynnt var námshraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands og framhaldsnám hjúkrunarfræð- inga við Nýja hjúkrunarskólann. Aðalfundur deildarinnar var svo haldinn jjann 24. nóv. 1977. Fundarstjóri var Ida Atladóttir. Fundarefni var auk venjulegra aðalfundarstarfa: 1. Kosning fulltrúa og varafulltrúa Reykja- víkurdeildarinnar. 2. María Pétursdóttir skólastj. kynnti fram- haldsnám í Nýja hjúkrunarskólanum. 3. Hjúkruarforstjórar þriggja sjúkrahúsa í Reykjavík, Borgarspítalans, Landspítal- ans og Landakots, kynntu fyrirgreiðslu stofnananna til hjúkrunarfræðinga í framhaldsnámi. Er kjósa átti fulltrúa, kom í ljós, að allmargir frambjóðendur voru ekki mættir á fundinum. Vakti ]>að að vonum óánægju meðal viðstaddra og varð til þess, að margir fundarmenn gáfu kost á sér í fram- boð. Þær breytingar hafa orðið á stjórn deild- arinnar frá síðasta aðalfundi, að Þuríður Backman, Lilja Oskarsdóttir og Unnur Sigtryggsdóttir, hafa hætt störfum af ýms- um ástæðum. Núverandi stjórn Reykjavík- urdeildarinnar skipa j)ví: Ástríður Karlsdóttir Tynes formaður, ída Atladóttir varaformaður, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir ritari, Gerður Jóhannsdóttir gjaldkeri, Amalía Svala Jónsdóttir varamaður. Hulda Jónasdóttir meðstjórnandi, Ásta Karlsdóttir varamaður. Ása Atladóltir varamaður. Helstu verkefni stjórnarinnar síðastliðið starfsár, hafa verið sem hér segir: Fyrrverandi stjórn Reykjavíkurdeildar- innar ákvað tölvusetningu spjaldskrár deildarinnar. Hafin var nauðsynleg undir- búningsvinna. Tóku nokkrir fulltrúar að sér vinnu við gagnasöfnun. því að til þess að þetta yrði hægt, [>. e. a. s. tölvusetning- in, j)urfti að útbúa ýmsar stofn-upplýsingar um félagsmenn. Var þetta umfangsmikið verk. Þegar sýnt var hversu mikil vinna var þessu samfara, meðal annars að lialda slíkri spjaldskrá réttri, sá núverandi stjórn Reykjavíkurdeildarinnar fram á að deild- in hefði ekki bohnagn til að standa undir þessu ein. Hjúkrunarfélaginu var því boð- ið að taka þátt í tölvuvinnslunni, en það virtist ekki að svo komnu máli vera áhugi á því. Tók stjórn Reykjavíkurdeildarinnar því þá ákvörðun, að láta undirbúnings- vinnuna niður falla að sinni. Eg vil þó ekki láta hjá Ifða að þakka þeim fulltrúum sem að þessu unnu. Ég vona svo sannar- lega, að þeirra framlag megi nýtast okkur seinna, þó máli þessu sé frestað um sinn. Sú nýlunda var tekin upp að halda jóla- gleði Reykjavíkurdeildar og var hún hald- in í Fóstbræðraheimilinu í byrjun desem- her. Þótti hún takast mjög vel, og fór að- sókn fram úr björtustu vonum allra er að skemmtuninni stóðu. Stjórnin hefur rætt töluvert um, hver sé starfsvettvangur deildarinnar innan HFÍ. Deildin hefur þá sérstöðu, að vera lang- stærsta svæðisdeildin eða um það bil % Hjúkrunarfélagsins, um leið hefur deildin enga aðra sérstöðu frekar en aðrar svæðis- deildir, nema náttúrlega þann mikla fjölda fulltrúa á aðalfundi HFÍ. Það er oft erfitt að halda uppi tengslum við félagana, við þekkjum öll örar manna- breytingar á vinnustöðum o. 1). h. Fulltrú- arnir flytja, liælta, eða taka sér hvíld frá störfum um hríð, og deildin, sem hyggð er upp á sjálfboðastarfi, getur illa mætt slík- um breytingum og gert viðunandi ráðstaf- anir. Stjórnin hefur því tilnefnt þær Maríu Kristleifsdóttur, Soffíu Akadóttur og Stein- unni Ingvarsdóttur í nefndarnefnd, sem skal starfa allt árið og sitja í tvö ár. Nefnd- arnefnd er falið m. a. að sjá um að finna fulltrúa í stað þeirra sem frá hverfa. Það er von stjórnarinnar að þessi ráðstöfun verði til þess að tryggja sem best tengslin við félagsmenn. Stjórn Reykjavíkurdeildarinnar sendir öllum félagsmönnum sínar bestu kveðjur. AstríSur Karlsdóttir Tynes jorm. Vesturlandsdeild HFÍ Á liðnu ári voru haldnir 10 fundir, ef með er talinn aðalfundur, er haldinn var á Akranesi í janúar sl. Þar fóru fram stjórn- arskipti. Ur stjórn gengu: Sigrún Elín Einarsdóttir formaður, Guðrún Broddadóttir gjaldkeri. Núverandi stjórn er Jjannig skipuð: Ingibjörg Pálmadóttir formaður, Ágústa Helgadóttir varaformaður, Þóranna Halldórsdóttir ritari, Svanhildur Thorsteinsson gjaldkeri. Trúnaðarmaður félagsins var áður kos- inn: Guðrún Lovísa Víkingsdóttir. Félagar deildarinnar eru 39, og j)ar af 25 búsettir á Akranesi. Náin samvinna var inilli hjúkrunarfræð- inga í Borgarnesi og á Akranesi á liðnu ári. Við höfum sótt þær heim og þær okk- ur í höfuðvígi deildarinnar á Akranesi. Helstu fræðslufundir sem haldnir voru á árinu: 1. Kynnt meðferð drykkjusjúkra hér á landi og á Freeport-sjúkrahúsinu í New York. Fyrirlesari Ragnheiður Narfadótt- ir hjúkrunarfræðingur. 2. Nám í geðhjúkrunarfræði var kynnt af Gerði Jóhannsdóttur geðhjúkrunarfr. 3. Hjúkrunarferli, útskýrt af Steinunni Sig- urðardóttur hjúkrunarforstjóra. 4. Störf Sjúkravina kynnt af Margréti Ár- mannsdóttur, félaga í Rauðakrossdeild Akraness. Auk j)ess sem fyrr hefur verið frá greint höfum við fjallað um menntamál og verk- fallssjóðsmálið og sent HFÍ samþykktar greinargerðir um þau málefni. I október sl. var efnt til fræðsluferðar að Reykjalundi f Mosfellssveit, j>ar sem okkur var kynnt starfsemi staðarins og húsakynni öll. Síðan áttum við saman kvöldstund í Kvennabrekku ásamt gestum okkar, sem voru ljósmæður við Sjúkrahús Akraness. Höfðum við töluverðan fróðleik og mikla skemmtun af ferð þessari. Með kærri kveðju frá Vesturlandsdeild HFÍ Ingibjörg Pálmadóttir formaður. 28 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.