Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 37
Halldóra Hreinsdóttir, jormaður Hjúkrunarnemajélags íslands, ásamt fleiri julltrúum. Vestmannaeyjadeild HFÍ Auk aðalfundar liafa verið haldnir 9 fundir á árinu, þar af 3 fræðslufundir. Stjórnarfundir voru 4. Fundirnir hafa ver- ið haldnir í matsal sjúkrahússins og hafa verið vel sóttir. Komið hefur fram óánægja hjá félags- konum að ekki skuli vera haldið upprifj- unarnámskeið á vegum félagsins í ár, sem við gætum sótt, en okkur finnst langsótt að fara til Akureyrar. Fræðsluerindi fengum við hjá Sigríði Gísladóttur sjúkraþjálfara um öndunaræf- ingar og lungnahank, hjá Ottari Guð- tnundssyni lækni um flogaveiki og hjá Hallgrími Magnússyni lækni um þvagfæra- sýkingu hjá börnum. Heildin beitti sér fyrir að komið yrði á iðjuþjálfun á elliheimilinu og er sú starf- semi í fullum gangi og nýtur mikilla vin- sælda meðal vistmanna þar. Hjúkrunarfræðingar sáu um vorfagnað fyrir starfsfólk sjúkrahússins og rann á- góði, rúmlega kr. 240 þúsund, til kaupa á litsjónvarpstækjum á deildir sjúkrahúss- ms, en það sem vantaði á var gefið af Kiwanisklúbhnum hér í bæ. Aðalfundur var haldinn í febrúar og fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gekk Hrönn Þórðardóttir meðstjórnandi en ritari vai endurkjörinn. I núverandi stjórn eru: Katrín Þórlindsdóttir formaður, S. Lóa Skarphéðinsdóttir varaformaður, Helga Hinriksdóttir ritari, Ragnheiður Alfonsdóttir gjaldkeri, Þórdís Magnúsdóttir meðstjórnandi. 1 deildinni eru nú 22 félagar. Kærar kveðjur frá Vestmannaeyjadeild, S. Lóa Skarphéðinsdóttir. Suðurnesjadeild HFÍ Félagar eru 20. Starfsemi deildarinnar H. ár var með svipuðu sniði og áður. Við héldum fundi mánaðarlega yfir veturinn, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. í vetur höfum við haldið fundina í Kirkjulundi, sem er félagsheimili kirkjunnar í Keflavík. Fundarsókn hefur yfirleitt verið góð. Á fundum seljum við kaffi og kökur til fjár- óflunar fyrir félagið, en kaffigjaldið er kr. 200 á mann fyrir hvern fund. Aðal fundur var haldinn í janúar sam- kvæmt lögum deildarinnar. Hr stjórn gengu að þessu sinni Ema Rjörnsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Stjórn- ln er nú þannig skipuð: Arnheiður Ingólfsdóttir formaður. Sólveig Björk Grans varaformaður, Helga Þóra Kjartansdóttir gjaldkeri, Sigríður Árnadóttir ritari, Anna H. Skarphéðinsdóttir endurskoð., Aðalheiður Valgeirsdóttir endurskoð. Gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhag fé- lagsins. I sjóði eru nú kr. 84.324. Árgjald til deildarinnar er óbreytt, kr. 1000 fyrir hvern félaga. Fundirnir hafa ýmist verið umræðufund- ir um okkar málefni, eða við höfum hlýtt á fræðsluerindi. Mörg mál hafa verið rædd, t. d. dagvistunarmál, kjaramál og mennt- unarmál. 1 samhandi við menntunarmálin fengum við á fund til okkar Grétu Aðal- steinsdóttur hjúkrunarkennara til að kynna okkur gang mála, og var á þeim fundi, sem var mjög fjölmennur, samþykkt tillaga þess efnis, að æskilegt væri að hjúkrunar- nám færðist í háskóla í áföngum en undir- búningsnám færi fram á framhaldsskóla- stigi. Var samþykktin lesin upp á auka- fulltrúafundi HFÍ 7. 9. '11. Af fræðsluerindum má nefna „Erindi um drykkjusýki og vandamál drykkju- sjúkra", sem Vilhorg Helgadóttir hjúkrun- arfræðingur hélt fyrir okkur og var mjög fróðlegt. Á jólafundi í desember fengum við sýni- kennslu í jólaskreytingum og var sjúkra- liðum boðið á þann fund. Eitt ferðalag var farið á árinu og var það skoðunanrferð að Sólvangi í Hafnarfirði. Fengum við þar mjög góðar móttökur og tókst ferðin með ágætum. Að lokum má geta þess, að í byrjun mars sl. héldum við stutt málfundanám- skeið með aðstoð BSRB-manna og sótti það um helmingur félagsmanna. Þótti það takast mjög vel. Með hestu kveðjum frá Suðurnesjadeild HFÍ, Arnheiður Ingóljsdóttir jormaður. Deild heilsuverndarhjúkrunarfræðinga Aðalfundur deildarinnar var haldinn 24. janúar 1977. Auk aðalfundar voru haldn- ir þrír fundir á árinu. Miklar umræður urðu um kjaramál heilsuverndarhjúkrunarfræðinga. Talið var nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar, er starfa utan sjúkrahúsa, hefðu fulltrúa í kjaramálanefnd HFÍ og var Brynja Guð- jónsdóttir hjúkrunarfræðingur kosin til þess að skipa það sæti. Þótt aðalkjara- samningur væri undirritaður í október sl. hefur ekki enn verið lokið gerð sérsamn- inga við hjúkrunarfræðinga. Deildin ákvað að fara í kynnisferð til Vestmannaeyja á sl. hausti, en af óviðráð- anlegum ástæðum var förinni frestað iil næsta vors. Á fundi 9. nóv. flutti Margrét Sigurðar- dóttir hlindrakennari fróðlegt erindi er hún nefndi: Umgengni við blinda. Á sama fundi var samþykkt að hafna framkomnu frumvarpi til laga um framhaldsskóla, þar sem fjallað er um nám í hjúkrunarfræð- um, en styðja tillögur þess efnis, að allt hjúkrunarnám í landinu yrði samræmt og HJÚKRUN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.