Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Blaðsíða 39
/ rœðustól er Guðfinna Thorlacius, fulltrúi Akureyrardeildar, en til hœgri situr Sigurveig Sigurðardóttir fundarstjóri. arfræðingum, sem lokið hafa sérnámi í skurðhjúkrun, er heimil þátttaka. Ein nefnd starfaði á árinu vegna fram- haldsnáms í skurðhjúkrun. Fundir með hjúkrunarráði vegna veit- tngu sérfræðileyfa voru 8. Munu nú 81 skurðhjúkrunarfræðingur hafa sótt um sér- fræðileyfi. I félaginu eru nú 82 félagar. I sjóði eru kr. 30.000. Ur stjórn gengu: Svala Jónsdóttir og Helga Einarsdóttir varaformaður, en hún flutti af landi brott. Stjórnin er nú þannig skipuð: Hulda Þorkelsdóttir formaður, Jóna Garðarsdóttir ritari, Bára Gísladóttir gjaldkeri, Guðríður Olafsdóttir varamaður. Hulda Þorkelsdóttir. Kennaradeild HFÍ Aðalfundur deildarinnar var haldinn 22. febrúar 1977, auk þess hafa verið haldnir ó fundir. Stjórnarfundir hafa verið 9 tals- tus og einn fund hefur stjórnin setið með kjararáði HFÍ. Stjórn deildarinnar skipa: Sigþrúður Ingimundardóttir formaður, Guðrún Marteinsson ritari, Margrét Þorsteinsdóttir gjaldkeri. Félagar í deildinni eru 17 og aukafélag- ar 11. Málefni sem rædd hafa verið á fundum deildarinnar: Frumvarp til laga um fram- haldsskóla. Hefur það veriÖ umfangsmesta efnið, sem deildin hefur fjallað um sl. ár. Formaður deildarinnar hefur vegna þessa máls setið fund í menntamálaráðuneytinu, °g deildin hefur sent umsögn um frum- varpið til ráðunevtisins. Þar kemur fram andstaða deildarinnar gegn hjúkrunar- fræðinámi innan framhaldsskóla. Tveir fé- lagar deildarinnar fóru samkvæmt beiðni svæðadeilda til Akureyrar, Isafjarðar og Keflavíkur til að kynna frumvarp þetta. Formaður deildarinnar átti sæti í mennta- utálanefnd HFI, er samdi greinargerð unt frumvarpið og hirt var í síðasta tölublaði Hjúkrunar. Umræður urðu vegna blaðaskrifa um I'júkrunarmál sl. vor, og birtist grein eftir tvo félaga deildarinnar í Morgunhlaðinu í agúst sl. vegna þessa máls. Launamál kennara voru til umræðu, og kjararáði HFÍ sent hréf um þau mál. Kennarar eru óánægðir með úrskurð kjara- nefndar. Lítils háttar hefur verið fjallað um frumvarp til laga um Kennaraháskóla ís- lands og frumvarp til laga um embættis- gengi kennara og skólastjóra. Auk þessara málefna var sagt frá kynn- isför nemenda í framhaldsnámi við Nýja hjúkrunarskólann til Bandaríkjanna í jan- úar 1977, og Hertha Jónsdóttir sagði frá kynnisför sinni til Danmerkur vorið 1977. Kynnt var kennaranám fyrir hjúkrunar- fræðinga, sem hófst haustið '11 við Kenn- araháskóla Islands og fagnar deildin mjög þeim áfanga. F. h. stjórnar Kennaradeildar HFI, Sigþrúður Ingimundardóttir form. Deild hjúkrunarfræðinga með Ijósmæðramenntun Á sl. starfsári voru haldnir 3 almennir fundir og 3 stjórnarfundir. Það sem hæst har á árinu, var veiting sérleyfa frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Þá voru menntamál rædd, meðal annars frumvarp til laga um fram- haldsskóla, og var því frumvarpi hafnað í þeirri mynd sem það var sett upp þar, og samþykkt aÖ ljósmæðranám skyldi vera sérnám eftir almennt hjúkrunarnám. Ekki var send álitsgerð til HFI um þetta mál, en ákveðið að fulltrúar okkar í hjúkrunarráði kæmu þessum sjónarmiðum okkar þar fram. Aðalfundur var haldinn 18. janúar ’78. Teknir voru inn í deildina 16 nýir félagar. Ný stjórn var kosin. Hana skipa: Álfheiður Árnadóttir formaður, Jóhanna Sigurðardóttir gjaldkeri, Rannveig Olafsdóttir ritari, Birgitta Pálsdóttir varaforntaður. Ur stjórn gengu: Halla Halldórsdóttir forntaður og Ragnheiður Sigurðardóttir gjaldkeri. Ákveðið var að hækka félagsgjöld úr kr. 1000 í kr. 1500. I deildinni eru nú 56 félagar. f sjóði eru kr. 59. 107. F. h. deildarinnar, Álfheiður Arnadóttir formaður. Deild hjúkrunarforstjóra innan HFÍ Á síðastliðnu starfsári voru haldnir 2 fundir, fræðslufundur auk aðalfundar. 13. maí var haldinn fræðslufundur á Sjúkrahúsi Akraness. Helstu fræðsluefni fundarins voru: 1. Erindi flutt af Sigurði Olafssyni fram- kvæmdastjóra um sögu, uppbyggingu og rekstur Sjúkrahúss Akraness. 2. Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarforstj. kynnti nýtt skipulag hóphjúkrunar á sjúkradeildum. Sjúkrahúsið var skoðað undir leiðsögn Ásthildar Einarsdóttur hjúkrunarforstjóra. Skoðunarferð var farin unt bæinn og ná- grenni. Veður var gott og fundarkonur hin- ar ánægðustu með velheppnaðan og fróð- HJÚKRUN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.