Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 6
SSN varar við óheftri ínnreið tölvuvæðingar innan hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu Fulltrúafundur Samvinnu nor- rænna hjúkrunarfræðinga (SSN), fór að þessu sinni fram á Rönne- berga kursgárd Lidingö í Sví- þjóð, dagana 11.-15. september sl. Aðalumræðuefni fundarins var: Áhrif tölvunotkunar á dag- leg störf hjúkrunarfræðinga, en einnig var fjallað um samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar (ILO) frá 1977, með tilliti til stöðunnar í hverju landi fyrir sig og væntanlegrar staðfestingar. Fundinn sátu 66 þátttakendur frá öllum aðildarfélögunum. Danska hjúkrunarfélagið átti frum- kvæðið að jm að SSN tæki áhrif tölvunotkunar á dagleg störf hjúkr- unarfræðinga til umfjöllunar. Sem leiðbeiningagögn hafði félagið sent þátttakendum bókina „EDB-hándbog for sygeplej ersker“ sem Dansk Syge- plejerád gaf út á sl. ári og fjallar einkum um þau vandamál sem skap- ast geta við síaukna möguleika á tölvunotkun í þágu heilbrigðisþjón- ustunnar. Ennfremur sendi félagið frá sér heftið „EDB i samfundet", sem samanstendur af greinum sem danska hjúkrunartímaritið „Syge- plejersken“ hafði birt og fjalla um tölvunotkun sem hjálpargagn í sam- bandi við öruggari og hraðari upp- lýsingaöflun ásamt betri nýtingu gagna, en jafnframl er sterklega hent á og varað við óhindraðri tölvunotk- un í heilsugæslu og hjúkrun, án sam- 4 ráðs og þekkingar þeirra starfshópa sem við það jrurfa að fást. Fyrirlesarar á fundinum voru: Chr. Nygárd próf. við háskólann í Oslo og lektor við háskólann í Arhus og Rabbe Wrede frá Datainspektionen í Stokkhólmi. Ennfremur Danirnir Vibeke Bramslöw, ráðunautur og að- stoðardeildarstjóri í Dansk Syge- plejerád og Benny Andresen 2. vara- formaður í Dansk Sygeplejerád. Fyr- irlestrar Jreirra Vibeke og Benny’s ásaml útdrætti úr fyrirlestri Rabbe Wrede, verða birtir í 1. tölubl. 1979. Ályktun Á fulltrúafundi Samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga (SSN), sem hald- inn var í Rönneberga kursgárd Li- dingö í Svíþjóð dagana 11.-15. sept- ember 1978, var aðalumræðuefnið áhrif tölvunotkunar á dagleg vinnu- skilyrði hjúkrunarfræðinga. Með tilliti til þeirra umræðna, álykt- ar fulltrúafundurinn eftirfarandi: SSN viðurkennir, að þróunin í sam- bandi við notkun tölvutækni geti haft jákvæðar afleiðingar í för með sér í sambandi við 1. öruggari og hraðari öflun upplýs- inga til gagns fyrir sjúklinga, skjólstæðinga og starfsfólk, 2. betri heildarnýtingu innan hjúkr- unar- og heilbrigðisþjónustu. EN SSN álítur að þessu marki verði að- eins náð, ef allir starfshópar innan hjúkrunar- og heilhrigðisþjónustunn- ar fái, frá fyrsta stigi áætlunar um tölvunotkun, tækifæri til að hafa á- hrif á framkvæmd verksins. SSN álítur að hjúkrunarfræðingar og samtök þeirra eigi að taka virkan Jrátt í áætlanagerð og stjórnun tölvu- væðingar innan hjúkrunar- og heil- brigðisþj ónustunnar. SSN varar við minnkuðum félagsleg- um og mannlegum samskiptum, sem tölvuvæðing getur haft í för með sér gagnvart sjúklingum/skj ólstæðing- um og starfsfólki. SSN bendir enn- fremur á nauðsyn þess að réttur sjúklings/skjólstæðings sem einstak- lings sé verndaður. SSN bendir á nauðsyn þess, að hjúkr- unarfræðingar haldi stöðu sinni sem sérmenntuð stétt og SSN mótmælir eftirlitslausri tölvunotkun sem getur haft áhrif á persónulegar aðstæður og vinnuskilyrði einstakra starfs- manna. SSN álítur nauðsynlegt, að starfsfólk fái fullkomnar upplýsingar um verk- efni tölvukerfanna, innihald Jreirra og mögulega notkun. Allar upplýs- ingar hér að lútandi verða að vera á máli sem skiljanlegt er starfsfólkinu. SSN bendir á, að allir starfshópar þurfi að fá fræðslu sem gerir þeim kleift að meta afleiðingar tölvunotk- unar. SSN mælist til þess við aðildarfélögin ' að þau, hvert í sínu heimalandi, vinni að Jm að réttindi starfsfólks verði tryggð með löggjöf og./eða samningi um tölvur og notkun þeirra. SSN skorar á aðildarfélögin að leit- ast við að koma á gagnkvæmri sam- HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.