Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 11
að persónulegar upplýsingar séu að- eins notaðar í því skyni sem þeim er safnað, að upplýsingar séu afmáðar þegar þeirra er ekki lengur þörf, að skylt sé að leiðrétta rangar upp- lýsingar, að óviðkomandi hafi ekki aðgang að upplýsingum, að sá sem skráður er hafi rétt til að fá vitneskju um það sem um hann er skráð, að gerðar séu öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun gagna, að þeir sem fást við skráningu séu bundnir þagnarskyldu. I þeim lögum sem sett hafa verið á Norðurlöndum hefur þessa verið gætt og mér sýnist að svo sé einnig í því frumvarpi sem hér er og Alþingi mun fjalla um. A fulltrúafundinum var einnig fjall- að um samþykkt Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ÍLO) frá 1977, og hvernig það mál stœði í hverju landi fyrir sig. Hvað hefur þú um það að segja? Samþykktin nr. 149 um starfs- og lífs- skilyrði hjúkrunarstarfsliðs, sem er niðurstaðan af margra ára vinnu og umræðum, var samþykkt í Genf 21. júní 1977. I inngangi er gerð grein fyrir að það heyri til undantekninga að ILO leggi fram álit um ákveðin starfssvið, en Ijóst sé það mikilvæga hlutverk sem hjúkrunarstarfslið gegni i samvinnu við aðra hópa heilbrigðisþjónust- unnar, varðandi verndun heilsu og bætt heilbrigði, og úlítur að við þau sérstöku skilyrði sem starfslið hjúkr- unar vinnur, sé þörf á sérstökum reglum til að tryggja þeim þjóðfé- lagslega stöðu í samræmi við þýð- ingu þeirra í heilsugæslu og hjúkrun, sem það sjálft getur samþykkt. Reglur þessar eru unnar í samráði við WHO (Alþjóða heilbrigðismála- stofnunina) og samvinna verður á- fram milli fyrrgreindra aðila. í samþykktinni segir að hvert aðild- arríki skuli hafa á boðstólum mennt- un fyrir hjúkrunarstarfslið og gera ráðstafanir til að stöðu og starfsskil- yrði séu slík að fólk fáist og verði í starfi - að lagasetning sé um mennt- unarkröfur og réttinn til að stunda hjúkrunarstörf, meðverkan hvað varðar skipulagningu starfsins, samn- inga, ráðningarskilyrði, að hjúkrun- arstarfsliðið skuli njóta að minnsta kosti jafngóðra kjara og aðrir með tilliti til vinnutíma og leyfa, að lög um atvinnuvernd skuli ef þörf krefur, aðlöguð eftir sérþörfum hjúkrunar- jjjónustunnar. Reglugerðin greinir nánar á um á- kvæði samþykktarinnar hvað varðar stöðu og starfsskilyrði og aðal á- hersla lögð á vinnutíma og hvild, verndun heilsu og félagslegt öryggi. Á fulltrúafundinum kom i ljós að Sví- þjóð hefur viðurkennt bæði sam- þykktina og reglugerðina. Á hinum Norðurlöndunum er vinna þessi mjög mismunandi á veg komin. I septem- ber fréttahefti ICN er sagt frá að Sviþjóð og Equador hafi viðurkennt samþykktina. Samkvæmt upplýsing- um félagsmálaráðuneytisins er vinna við samþykktina skammt á veg komin hér. Við munum óska eindregið eftir þvi við ráðuneytið að vinnu þessari verði hraðað og samþykktin og reglugerð- in verði lögð fyrir Alþingi svo fljótt sem auðið er, þar eð það er skoðun okkar að samþykktin muni hafa mikla þýðingu fyrir hjúkrunarstétt- ir í að veita betri hjúkrunar- og heil- brigðisþjónustu. Móttaka og skipulagning sænska hjúkrunarfélagsins var mjög góð og félaginu til sóma í hvívetna. Fjárhagsgetu norrænu félaganna sem hafa frá 27-53 jsúsund félaga, er að sjálfsögðu ekki hægt að bera saman við fjárhagsgetu HFl sem hefur nú 1630 félaga. Þess má m. a. geta, að í tengslum við fulltrúafundinn gafst jrátttakendum tóm til að skoða hið nýja hús Svensk hálse- och sjuk- várdens tjánstemannaförbund, en samtökin hafa um 74 þúsund með- limi innan sinna vébanda. Húsið reyndist vera nýtt, vel skipulagt, 7 hæða stórhýsi í gömlu miðborginni. Næsti fulltrúafundur verður haldinn í Danmörku haustið 1979 og verð- ur þá fjallað um „Hvaða verkefni eru brýnust innan heilbrigðisþjón- ustunnar“. Verður í því sambandi lögð áhersla á endurskipulagningu. Ingibjörg Arnadóttir. Hjúkuun 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.