Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 18
Hagnýt notkun POMR Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarkennari Dagana 28. júní til 1. júlí s.l. var haldin á Akureyri ráðstefna á vegum Nordisk federation for medicinsk undervisning. Viðfangsefnið var „sjúkraskrár, sem snúast um vanda- mál sjúklingsins og kennslugildi þeirra fyrir heilbrigðisstéttir og sjúklinga“. Þátttakendur voru lækn- ar, læknanemar, hjúkrunarfræðing- ar og hjúkrunarfræðinemar frá öllum Norðurlöndum, auk þess voru nokkr- ir gestir frá Hollandi og Englandi. Kennarar voru frá Bandaríkjunum, m. a. frumkvöðull kerfisins, Problem Oriented Medinal Record, skamm- stafað POMR, Dr. Lavvrence Weed prófessor frá The University of Ver- mont. Þátttakendur komu flestir til Akur- eyrar á miðvikudagskvöld og var þeim þá raðað niður á hótel bæjar- ins, en strax á eftir söfnuðust menn saman í Menntaskólanum, þar sem prófessor Jóhann Axelsson setti ráð- stefnuna og Gauli Arnþórsson, yfir- læknir bauð ráðstefnugesti velkomna. Fimmtudaginn 29. júní hófst kennslufundurinn kl. 10 og voru kennarar Philip G. Bashook og Leslie j. Sandlow frá Michael Reese Hospil- al and Medical Center í Chicago. Fundarmönnum var skipt niður í liópa og hófst kennslan á fyrirlestri um hagnýta notkun POMR. Fengu fundarmenn í hendur venjulega sjúkrasögu sjúklings, er hafði verið alllíður gestur með ýmsar kvartanir hjá læknum, en hafði auk þess legið á sjúkrahúsi nokkrum sinnum. Sjúk- lingurinn var nú kominn inn á skyndimóttöku sjúkrahúss, hafði ver- ið skoðaður á venjulegan hátt og sjúkrasaga skrifuð. Haft var sam- band við þann lækni sem mest hafði stundað sjúklinginn og hann beðinn að segja í snatri frá helstu vandamál- um skjólstæðings sins og að sjálf- sögðu var ætlast til að hann hefði á reiðum höndum þær upplýsingar úr sjúkraskránni sem fundarmenn höfðu fengið í fundarbyrjun. Skyldi nú hver bópur finna á 10 mínútum hver voru aðalvandamál sjúklingsins. Reyndist það tafsamt, því lesefni sjúkraskrárinnar var töluvert, og vandamálin ekki skráð sérstaklega, né heldur framvinda hvers vandamáls um sig. Fengu menn því næst í hend- ur aðra sjúkraskrá um sama sjúkling þar sem vandamálin voru skráð á sér- stakt blað fremst í skránni. Voru þau númeruð og kom fyrst aðalvanda- málalisti, en neðar á blaðinu önnur vandamál, sem ekki kröfðust eins skjótra úrlausna og hin fyrri. Síðan kom svo sjúkrasaga um heilsufars- og fjölskyldusögu ásamt lýsingu á venjulegri skoðun og niðurstöðu hennar. Þá komu dagsettar fram- vindunótur um hvert vandamál fyrir sig. Skrifaðar voru svokallaðar „SO- AP notes“, en S stendur fyrir sub- jectiv, 0 fyrir objectiv, A fyrir assess- ment og P fyrir plan. Skyldu hóp- arnir nú bera saman þessar tvær gerðir sjúkraskráa og segja álit sitt. Urðu nokkrar umræður og fyrir- spurnir um þetta. Næst fengu menn í hendur stutta sögu um annan sjúk- ling og skyldu hóparnir út frá henni skrá vandamálalista og framvindu- nótur. Gekk það misjafnlega, enda menn mistrúaðir á fyrirkomulagið og flestir alveg óvanir því. Þessu næst fengu hóparnir vandamálalista og framvindunótur sem kennararnir höfðu unnið úr sögunni og báru sam- an við skrá. Urðu líka um þetta tölu- verðar umræður og fyrirspurnir. Er þessum fundi lauk var klukkan að nálgast 6, en þá beið flóabáturinn Drangur við bryggju og var farið með flesta þátttakendur í „fisketur pá Ishavet“ í hinu fegursta veðri. Þótti ferðin takast með ágætum. Föstudaginn 30. júní hófst fundur aftur kl. 8 og var nú talað um upp- lýsingasöfnun um sjúklinginn, hverj- ar upplýsingar væru nauðsynlegar og hvernig ætti að skrá þær og geyma. Áfram var svo haldið umræðum um POMR og gildi þess við kennslu og starf. Lögðu kennarar áherslu á að POMR væri í raun ekkert nýtt, en gildi þess fælist í betra skipulagi, sem byggist á rökfestu og markvissu starfi, sem leiddi til „mannlegri“, víðsýnni og betri umönnunar skjól- stæðinganna. Menn litu á sjúklinginn sem manneskju, samansetta úr líkam- legum, félagslegum og andlegum þátt- um og leituðust við að leysa vanda- mál bennar, en ekki bara einangruð sjúkdómseinkenni. Eftir hádegi hélt Dr. Lawrence Weed erindi og boðaði POMR kerfið eins og nýtt fagnaðar- erindi. Var hann framúrskarandi líf- legur og skemmtilegur fyrirlesari og var honum óspart klappað lof í lófa. Framh. á bls. 17. 16 HJÚKKUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.