Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 24
Þróun heilsuverndar á Islandi Jón Björnsson sjúkraliðanemi Eftirfarandi grein vann Jón Björnsson sem verkefni við sjúkraliðaskólann. Hefur hún að geyma mikinn fróðleik um þróunarsögu heilbrigðismála hér á landi. Inngangur í UPPHAFI ritsmíðar þessarar verður reynt að gera nokkra grein fyrir orðinu heilsuvernd og tilgangi heilsuverndar. Siðan verður þróunarsaga lækninga- og hjúkrunarmála skráð í stórum dráttum samkv. lieim- ildum frá landnámi til okkar daga. Að lokum verður svo hugleiðing um heilsuvernd á íslandi í dag, árangur og hvað mætti betur fara ef eitthvað er. Orðið heilsuvernd hefur verið skilgreint sem aðgerð- ir, sem unnt er að beita til að koma í veg fyrir sjúk- dóma og slys og bœta og styrkja heilsufarið. Beinast þær annars vegar að eiginleikum einstakl- ingsins sjálfs, en þeir eru háðir lífsvenjum hans og erfðum og hins vegar að umhverfi. Tilgangurinn er þá að viðhalda heilhrigði einstaklinga og hópa í þjóðfé- laginu. Þetta er gert með a) fræðslu, b) varnaraðgerð- um og c) uppbyggingu. Meginkafli Þróunarsaga heilbrigðismála. Henni verður skipt í þrjá kafla. 1150-1760 Heilbrigðismál til forna voru framkvæmd á mjög óskipulegan hátt, en í þá tíð virðast konur einkum hafa stundað lækningar, enda hefur læknislist þeirra tíma lang oftast likst öllu meira hjúkrunaraðgerðum en lækningum, miðað við það sem nú tíðkast. Menntun kvenna þessara byggðist náttúrulega mest á reynslu, en að sjálfsögðu voru notuð gömul húsráð, lyf brugg- uð úr grösum og jurtum, og alls konar gjörningar reyndust til bóta í mörgum tilvikum, að dómi sumra, en aðrir fordæmdu sem galdra ósamræmanlega kenn- ingum kristinnar kirkju. Lækningafólk þeirra tíma hefur því verið álitið nokkurs konar galdramenn, en var þó vel metið vegna þess hvað ]iað var sérstaklega ráðagott og handlagið. Sárameðferð til forna var ein- föld og frumstæð. Sárin voru hreinsuð með volgu vatni, smyrsl borin á, ýmist til að græða eða deyfa sársauka, og síðan var bundið um. Þessar aðgerðir heppnuðust oft ótrúlega vel „jafnvel er tvísýnt var um líf, og hefur nærfærni og umhyggja kvennanna átt mikinn þátt i því.“ Nóg hefur verið að starfa fyrir lækningafólk til forna, því að orustur voru næstum daglegt brauð ef marka má Islendingasögurnar. Hugsjón Rauða kross- ins kom skýrt í Ijós hjá konum þeim er stunduðu lækn- ingar, því að ekki virðist hafa skipt neinu máli í hvoru liði hinir særðu voru eða hvaða stöðu eða stétt þeir höfðu. 22 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.