Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 29

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 29
Lánveitingar Nokkrar upplýsingar um lánveitingar úr Lifeyris- sjóSi barnakennara, hjúkrunarkvenna og starfsmanna rikisins íbúðarlán úr sjóðnum skiptast í tvo flokka, a) frumlán og b) endurlán. Til þess að öðlast rétt til frumláns, þarf félagi, annað hvort að hafa greitt í sjóðinn a. m. k. fimm ár og vera enn greiðandi sjóðfélagi eða hafa greitt iðgjöid í full tíu ár, enda þótt hann sé hætt- ur greiðslum. Rétt til endurláns öðlast félagar hins vegar, er þeir hafa haft frumlán í tíu ár eða lengur, enda hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins í eigi skemmri tíma frá töku frumláns. Hámark frumláns er nú kr. 2.300.000 úr Líf. starfsmanna ríkisins og Líf. barnakennara en kr. 2.000.000 úr Líf. hjúkrunarkvenna, en hámark endurlána úr öllum sjóðum er kr. 300.000 enda sé fullnægt nánari skilyrðum um verðmæti eign- anna. Gert er ráð fyrir, að félagar greiði upp eft- irstöðvar frumláns við töku endurláns. Lánstími frumláns er 17—22 ár eftir aldri hlut- aðeigandi húseigna og tryggingu þeirri, sem í þeim er talin felast, en endurlán eru hins vegar jafnan veitt til 10 ára. Fyrstu tvö árin eru lánin afborgunarlaus, þegar um frumlán er að ræða, en vextir greiðast árlega. Vextir eru 19% p.a., breytilegir í samræmi við breytingar útlánsvaxta á almennum lánamarkaði hverju sinni. íbúðalán til sjóðfélaga skulu tryggð með veði í húseign, allt að 50% af brunabótamatsverði eign- arinnar (þ. e. lán það, sem lífeyrissjóðurinn veit- ir, að viðbættum áhvílandi forgangsveðskuldum, má ekki nema hærri upphæð samanlagt en helm- ingi brunabótamatsverðs), eða sé brunabótamat ekki fyrir hendi þá af matsverði, sem ákveðið er af 2 matsmönnum, sem fjármálaráðherra hefur tiinefnt. Þó er heimilt að lána allt að 65% af brunabótamatsveröi eða matsverði trúnaðar- manna, ef um er að ræða áhvílandi lán úr ein- hverjum viðurkenndum lífeyrissjóði. Veð, sem tryggja skuldabréf sjóðsins, hafa forgang fyrir veðum, sem tryggja skuldabréf í eigu handhafa, þannig að á undan lánum sjóðsins mega aðeins hvíla lán frá opinberum lánastofnunum eða öðrum lífeyrissjóðum. Aldrei er lánað út á hús- næði, sem er skemmra á veg komið en [ fokheldu ástandi. Lánbeiðnir skulu merktar nafni, heimilisfangi og nafnnúmeri umsækjanda. Með lánbeiðni skulu fylgja eftirtalin gögn: 1. Brunabótamat eignar, eða beiðni um mats- gjörð trúnaðarmanns hafi eignin ekki verið metin endanlegatil brunabótamatsverðs. Einn- ig getur sjóðstjórn hvenær sem er falið trún- aðarmanni sínum að meta fasteign, ef hún tel- ur sérstaka ástæðu til. Matsmaður sjóðsins skal ávallt meta þær íbúðir, sem eigi hafa verið samþykktar af byggingaryfirvöldum. 2. Veðbókarvottorð eignar. 3. Veðleyfi, ef þeirra þarf við, samkv. framanrit- uðu, svo og veðleyfi eiganda eignarinnar, ef hann er annar en umsækjandi lánsins. Það ber að athuga, að ávallt þarf veðleyfi beggja, ef hjón eru sameigendur fasteignar. 4. Teikningar (grunnmynd og sviðmynd), ef um er að ræða nýbyggingu, og skulu teikningar vera áritaðar samþykki viðkomandi byggingar- yfirvalda. Ljósrit af teikningum er fullnægjandi, ef frumrit eða afrit eru eigi fyrir hendi. 5. Fokheldisvottorð, ef um nýbyggingu er að ræða. Einnig getur sjóðstjórn hvenær sem er krafist vottorðs um byggingarstig íbúðar, telji hún sérstaka ástæðu til. Afgreiðslutími lána hjá Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins er að þremur mánuðum liðnum frá því umsókn berst. Líf. barnakennara að fjór- um mánuðum liðnum og Líf. hjúkrunarkvenna að fimm mánuðum liðnum. LífeyrissjóðsiSgjöld hjúkrunarnema Frá árinu 1974 er Biðreikningur lífeyrissjóðsið- gjalda tók til starfa, hafa hjúkrunarnemar greitt iðgjöld til þess sjóðs. Undanfarið hafa farið fram athuganir á greiðslum þessum og með tilliti til þess að námstími í hjúkrunarskóla er metinn til starfsaldurs við útreikning eftirlauna hefur nú verið ákveðið að lífeyrissjóðsiðgjöld hjúkrunar- nema verði framvegis greidd beint til Lífeyris- sjóðs hjúkrunarkvenna. Iðgjöld, sem hjúkrunarnemar hafa greitt til Bið- reiknings lífeyrissjóðsiðgjalda verða flutt í Líf- eyrissjóð hjúkrunarkvenna og mun launadeild fjármálaráðuneytisins og Biðreikningurinn sjá um flutning iðgjaldanna, sem gert er ráð fyrir að verði lokið á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.