Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 35

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 35
er í þessari nýbyggingu þjónustustarfsemi spítalans s. s. skurðstofur og eldhús. Hressingarhœlið í Kópavogi/Kópavogshœlið ÞaS var opnað 1926 og var einkum ætlað sem hress- ingarhæli fyrir fólk nýkomið af VífilsstöSum. 1939 er hælið afhent ríkinu, en hafði áður verið rekið af kven- félaginu Hringnum. Upphaflega var hælinu ætlað að rúma 26 vistmenn, en eftir 1931 er það skráð með 24 sjúkrarúmum. 1. júlí 1940 var Kópavogshælið skráð sem holdsveikraspítali, vegna þess að þá höfðu breskir hermenn úr setuliðinu hertekið holdsveikraspítalann í Laugarnesi. 1963 eru sjúkrarúm holdsveikra sjúklinga talin 4. 1952 hófst rekstur fávitahælis og hefur það haft drjúgan stuðning af húsi hins upphaflega Kópavogs- hælis. Heilsuhœlið í Kristnesi/Kristneshœli Opnað 1927 og var það ætlað 50 sjúklingum. 1927- 31 er það skráð með 60 sjúkrarúmum. Hinn 7. janúar 1931 brann þakhæð hælisins. Þegar gert var við skemmdirnar um sumarið var einnig bætl nokkuð við hælið. Ýmsar hreytingar, viðbætur og endurbætur voru gerðar á næstu árum og eru sjúkrarúmin talin 72 á ár- unum 1932-57; 1958 og síðan 73. Dvínandi aðsókn herklasjúklinga varð þess valdandi að 1960 er hælinu skipt í tvær deildir. Önnur fyrir langdvalar hjúkrunar- sjúklinga en hin fyrir berklasjúklinga. Berkladeildin hefur farið stöðugt minnkandi, en að sama skapi hefur hjúkrunardeildin stækkað. Hin fyrri er skráð með 26 en hin síðari með 47 sjúkrarúm árið 1962. 1963 er rúmafjöldi berkladeildarinnar skráður 17 en hjúkrunardeildarinnar 56, 1964 eru samsvarandi tölur 21 og 52, en 1965 12 og 61. í dag eru þar engir berklasjúklingar, heldur miklir hjúkrunarsjúklingar, þ. e. gamalt fólk. Auk þess geð- veikt fólk, þá aðallega drykkjusjúklingar. Endurbætur hafa verið gerðar síöustu ár og hafa þær einkum mið- ast að því að rýmka til á hælinu. Sjúkrarúm teljast þar nú 78. Sjúkrahús Siglujjarðar Hóf rekstur 1928. Upphaflega var sjúkrahúsinu ætl- að að rúma 18-20 sjúklinga, en fyrsta árið eru sjúkra- rúmin skráð 16, tvö næstu árin 15 og á árabilinu 1931- 57 teljast rúmin 17. 1958 og þar til ný bygging tekur við eru sjúkrarúm talin 25. Rekstur nýja sjúkrahússins hófst 15. desember 1965 og telst sjúkrahúsið rúma 43 sjúklinga, þar af er 3ja rúma fæðingardeild. 1977 var heilsugæslustöö veitt aðstaða á sjúkrahús- inu, en tala sjúkrarúma hélst þó óbreytt. 5júkrahús Vestmannaeyja Starfsemi þess hófst 1928 og hefur verið rekið sem bæjarsjúkrahús í Vestmannaeyjum svo að segja óbreytt síðan. Skráður sjúkrarúmafjöldi hefur verið breytileg- ur, eða sem hér segir: 1928-30 30 rúm, 1931—35 31, 1936-47 38, 1948-55 45 og síðan 1956 aftur 38 rúm. Bygging nýs sjúkrahúss hófst árið 1962 og var flutt inn í fyrsta áfanga 1971, en þar var til húsa heilsu- gæslustöö, röntgendeild og rannsóknastofur. I gosinu 1973 voru allir sjúklingar á gamla sjúkrahúsinu fluttir til meginlandsins. En síðan var það 16. nóvember 1974 að blönduð deild var opnuð og í febrúar 1975 var lyf- lækningadeild tekin í notkun og hinni deildinni breytt í handlækningadeild. 24 sjúklingar rúmasl á hvorri deild. Landspítalinn Hann tók til starfa 20. desmeber 1930. Upphaflega var spítalinn gerður fyrir sjúklinga í tveimur deildum I auk röntgendeildarj, lyflækninga- og handlækninga- deild. Hluti handlækningadeildar var ætlaður sængur- konum, 10 rúm og tvö rúm á meöan á fæðingum stæði. Húð- og kynsjúkdómadeild var opnuð 17. apríl 1934 í sérstöku smáhýsi á Landspítalalóðinni. Fljótlega varð að j)rengja í stofum og teljast sjúkrarúm á árunum 1939-48 125, en höfðu veriö talin 100 frá árinu 1931. 1945 er fæðingadeildin reist með 50 rúmum og tók til starfa 1948, en vegna skorts á starfsliði tók ekki nema helmingur hennar til starfa strax. Aðrar deildir: 1952 var stofnuð geislalækningadeild. Hjúkrunarskólinn íluttist í eigið húsnæði 1956. Við brottflutning skólans úr aöalbyggingunni var barnadeild sett á stofn 1957, með 10 rúmum en Jjeim var fljótlega fjölgað í 17. Byrjað var á nýbyggingu út úr gamla spítalanum ár- ið 1954. Þar hefur verið komið fy rir tannlæknakennslu læknadeildar háskólans, lækningarannsóknadeild, kennslustofu læknastúdenta og lestrarstofu. Einnig er staðsett þar handlækningadeild. 1964 eru teknar í notk- un 3 skurðstofur. 1965 flyst barnadeildin og tekur til starfa 1966 á nýjum stað. Lyflækningadeild er opnuð 1967. Auk þess hefur verið byggt á LandspítalalóÖinni eldhús spítalans, mikil viðbót við fæðingadeildina, en áður hafði verið byggt ofan á starfsfólksálmu hússins vegna lengingar ljósmæðranáms. Geðdeild er í bygg- ingu. Eftirtaldar deildir eru starfandi í tengslum við spítal- ann: Rannsóknastofa háskólans við Barónsstíg, Blóð- bankinn, Hjúkrunardeild Hátúni, sem er öldrunarlækn- ingadeild og Barnageðdeild, sem er staðsett við Dal- braut 12 í Reykjavík. Eftir 1948 hefur sjúkrarúmatala Landspítalans í heild 29 hjúkrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.