Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 38
 1 i \l i 1 í ■»?' "** | 1 TfL j • w Barnaspítalinn í MiSbæjarskólanum 1918 er spánska veikin gekk. dóttir 1974-1977 og Svanlaug Árnadóttir frá 1977. Meðal mála sem félagið kom í framkvæmd og hvatti til var stofnun Hjúkrunarkvennaskólans. 1933 voru sett lög um starfsréttindi hjúkrunarkvenna og lífeyrissjóður þeirra var stofnaður með lögum 1943, en sama ár gekk félagið til samstarfs við BSRB. Hjúkrunarskóli íslands Eitt aðalmál Fjelags íslenskra hjúkrunarkvenna var að koma skipulagi á menntunarmál hjúkrunarkvenna. Var það gert með því, að nemendur dvöldu á þeim sjúkrahúsum við nám, sem höfðu menntaða yfirhjúkr- unarkonu. Námið skiptist í 2 ár hér á landi við hin ýmsu sjúkrahús og 18 mánaða framhaldsnám í Dan- mörku, þar af 8 mánuði á lyflækningadeild, 8 mánuði á handlækningadeild og 2 mánuði á fæðingardeild. Til þessa náms fengu nemar styrk frá FIH, sem fékk 700 kr. úr ríkissjóði á ári um þessar mundir. Tilhögun þessi gafst nokkuð vel þrátt fyrir ýmis konar vand- kvæði. Hjúkrunarkvennaskólinn var stofnaður 1930 eftir að Landspítalinn tók til starfa og var þar allt til ársins 1956, en þá fluttist skólinn í eigið húsnæði að Eiríks- götu 34 í Reykjavík. Forstöðukonur voru Katrín Thor- oddsen læknir, 1931-48, en á undan henni höfðu tvær deildarhjúkrunarkonur annast stjórnarstörfin með öðr- um störfum sínum. Næsti skólastjóri var Sigríður Bach- mann, 1948-54, en hún hafði verið kennari við skólann frá 1941. Núverandi skólastjóri er Þorbjörg Jónsdóttir og hefur hún gegnt því starfi frá 1954. Húsakostur var mjög þröngur fyrst í stað og var námstími 3 ár auk 6 mánaða geðhjúkrun. Nemar störf- uðu á ýmsum sjúkrahúsum á námstímanum, öðrum en Landspítalanum. Nemar áttu fyrst í nokkrum erfiðleik- um með námið, en 1937 var stofnaður 4 vikna forskóli sem bætti mjög úr. 1944 var tilhögun kennslu breytt, þar sem nemar hverfa af sjúkradeildum og setjast á skólabekk nokkrar vikur á ári eða nokkra mánuði, en áður hafði verið starfað jafnhliða að bóklegu og verk- legu námi og var vinnutími óheyrilega langur á stund- um. 1968 höfðu útskrifast 747 hjúkrunarfræðingar (eins og þeir heita í dag) frá Hjúkrunarskóla Islands, en samt er alltaf skortur á hjúkrunarfræðingum. Ástæð- an er einkum sú að vinnutími er óþægilegur (8 stunda vaktir), svo og að konur hafa yfirleitt valist í starfið og margar hverjar hætta um leið og þær giftast og/eða fara að eiga börn. 32 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.