Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 39

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 39
Heilsuverndarstöðin i Reykjavik Hún var vígð 3. mars 1957. Smíðin hófst árið 1950 og fyrstu deildir tóku til starfa 1953. Rekja má upphaf Heilsuverndarstöðvarinnar til Hjúkrunarfélagsins Líkn- ar, en starfsemi félagsins lauk með tilkomu stöðvarinn- ar og mikill hluti starfsliðs Líknar hóf störf við Heilsu- verndarstöðina. Á þessu ári er 20 ára afmæli stöðvar- innar og gegnir stöðin mjög mikilvægu hlutverki í heilsuverndarmálum borgarinnar. Segja má að þetta afsprengi Líknar sé nokkurs konar frumdrög að hinum merkilegu heilsugæslustöðvum, sem nú er víða verið að hleypa af stokkunum. Taka skal sérstaklega fram að H. R. er ekki fullgild heilsugæslustöð, í lagalegum skiln- ingi þess orðs því að þar eru engir heimilislæknar eða annað það sem telst nauðsynlegt á slíkum stofnunum. í H. R. fer víðtæk fræðslustarfsemi fram, en þaðan eru einnig skipulagðar hópskoðanir auk margs fleira. Starf- ræktar eru 9 deildir á Heilsuverndarstöðinni, en þær eru: 1) Berklavarnardeild, 2) Mæðradeild (á vegum hennar er Kynfræðsludeild), 3) Barnadeild, 4) Skóla- eftirlit, 5) Tannlækningadeild f. skólabörn, 6) Heyrnar- deild, 7) Kynsjúkdómadeild, 8) Heimahjúkrunardeild (eina deildin þar sem sjúkraliðar starfa), 9) Áfengis- varnardeild. Borgarlæknir og heilbrigðiseftirlit Reykja- víkurborgar eiga aðsetur í H. R. Sjúkraliðar Nám og starfsemi sjúkraliða var heimilað með hjúkrunarlögum 1965. Fyrstu sjúkraliðar útskrifuðust af sjúkrahúsum víða um land eða allt til ársins 1975, en þá var sjúkraliðaskólinn stofnaður. Hlutverk sjúkra- liða er ýmiss konar aðstoð á sjúkrahúsum. Sjúkraliðar stofnuðu félag 21. nóvember 1966, og voru það 37 sjúkraliðar á Akureyri og í Reykjavík sem það gerðu. Sjúkraliðaskólinn er nú I. árs skóli og skiptist á bók- legt og verklegt nám. Lokaorð Heilbrigðismál njóta nú æ meiri skilnings í þjóðfé- laginu, það má meðal annars sjá á því að þau eru nú annar tveggja langhæstu útgjaldaliða fjárlaga. Þrátt fyrir allt þetta verða menn að gera sér það ljóst að heilsuvernd á ekki eingöngu að koma frá ráðgefendum í heilsuverndarmálum, maðurinn verður fyrst og fremst að liuga betur að eigin heilsu. Það getum við gert með því að bæta lifnaðarhætti okkar bæði líkamlega og andlega. Sjálfshjálpin er aðalatriðið þegar allt kemur til alls og einmitt hún hefur kannski gleymst nokkuð í þessari ritgerð. Bætt lífskjör s. s. húsnæði og fjölbreytt- ara og betra mataræði auk góðs anda á vinnustað, í skóla og á heimilum hlýtur að stuðla að auknu heil- brigði þjóðarinnar og það hlýtur að vera tilgangur hvers sjúkrahúss og hvers starfsmanns þess að koma fólki sem fyrst aftur úl í atvinnuh'fið eftir slys eða sjúkdóma. í þvi sambandi langar mig til að minna á störf sjúkraþjálfa og þroskaþjálfa og annars sambæri- legs starfsfólks, en starf þess fólks hefur ekki notið skilnings sem skyldi, en þetta er nú sem betur fer að breytast. En hvað hefur áunnist? Jú, við höfum komið í veg fyrir alls konar sjúkdóma, s. s. berkla og holdsveiki. Fólk deyr ekki lengur unnvörpum úr hvers konar plág- um. Auk þess hefur meðalaldur hækkað mikið (um 25 ár á einni öld) og barnadauði minnkað. En hvað um allt gamla fólkið? Hvað er gert fyrir það? Við verðum að horfast í augu við sannleikann, það er ansi lítið gert fyrir gamalmennin. Þau komast náttúrlega á eftir- laun og það er allt gott og blessað, en eftir það eru þau gleymd, þangað til við jarðarförina eða við lesum minningargrein í dagblöðum. Eg held að villan sé að þetta fólk er yfirleitt látið hætta allt of fljótt að vinna úti. Það þarf að endurhæfa þetta fólk til annarra starfa ef það getur ekki sinnt sínum fyrri störfum. Það er ekki hægt að henda fólki inn á einhver vistheimili og reyna að halda því lifandi bara fyrir einhverja reikni- meistara sem vilja sjá fallegar og háar tölur um meðal- aldur íslendinga. Þessu verður að breyta og það strax. HEIMILDASKRÁ: Vilmundur Jónsson: Lækningar og saga. Reykjavík 1969. — Sjúkrahús og sjúkraskýli á Islandi í hundraS ár. Reykjavík 1970. María Pétursdóttir: Hjúkrunarsaga. Reykjavík 1969. Hjúkrunarkvennatal, gefið út af Hjúkrunarfélagi íslands. Reykjavík 1%9. Símaskráin, gefin út af Pósti og Síma. Rergljót Líndal: Fyrirlestur, haldinn í Heilsuverndarstöðinni 30. sept. 1977, við heimsókn nemenda Sjúkraliðaskólans þangað. Iljúkrunarforstjórar og framkvæmdastjórar sjúkrahúsa víðs vegar um landið hafa einnig veitt gagnlegar upplýsingar. HJUKRUN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.