Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 45

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 45
Fréttir frá HSI BrautskrÁning hjúkrunarfræðinga fór fram þann 16. september sl. Af þeim 69 nemendum sem voru að ljúka námi átti liluti af þeim eftir verklegt nám. en höfðu lokið öllum prófum. Við móttöku prófskírteina frá skól- anum hafa nemendur öðlast rétt til að kalla sig hjúkrunarfræðing og til að stunda hjúkrunarstörf. Á þessu hefur orðið breyting. Þann 30. ágúst sl. barst skólanum bréf frá Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu, þar sem ráðuneytið óskar eftir því að hrautskráðir bjúkrunarfræðingar frá skólanum sæki um starfsréttindi til ráðuneytisins, eins og aðrar heil- hrigðisstéttir. Sóttu því brautskráðir hjúkrunar- fræðingar um hjúkrunarleyfi til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. Telur skólinn rétt að ráðu- neytið veiti slík réttindi. Verðalun fyrir fráhæran árangur í námi voru veitt. Verðlaunapening úr Minningarsjóði Kristínar Thorodd- sen hlaut Jónína Hólmfríður Hafliða- dóttir, sem hafði ágætiseinkunn í hóklegu og verklegu námi. Þá veitti skólinn bókaverðlaun, þau hlaut Steinunn Þórunn Olafsdóttir, en hún hafði einnig ágætiseinkunn í bók- legu og verklegu námi. Sú hefð hefur skapast að nemend- ur skrifa undir hjúkrunarheit, er þeir fá afhent með prófskírteini. Lilja Jónasdóttir las hjúkrunarheiti skól- ans. Hjálmtýr Hjálmtýsson söng ein- söng við undirleik Jónasar Ingimund- Sigþrúður Ingimundardóttir. arsonar. Síðan voru flutt ávörp. Kristín Pálsdóttir hjúkrunarkennari kvaddi hópinn í nafni skólans. Hall- dóra Hreinsdóttir formaður Hjúkr- unarnemafélagsins talaði fyrir hönd skólasystkina sinna og afhenti Mar- gréti Tómasdóttur og Herdísi Al- freðsdóttur fallega blómvendi sem þakklætisvott fyrir góð störf í þágu nemenda skólans. Einnig færði hún skólastjóra blómvönd. Margrét Tómasdóttir hjúkrunar- fræðingur kvaddi skólann fyrir liönd félaga sinna og afhenti mjög rausn- arlega peningagjöf til skólans er yrði varið til kaupa á fagbókum. Kann skólinn hópnum bestu þakkir fyrir, en gott fagbókasafn er einn af horn- steinum betri menntunar, og því mik- ill ávinningur af slíkri gjöf. Hópur- inn færði skólastjóra, Sigþrúði Ingi- mundardóttur, að gjöf ritverk Bólu- Hjálmars. Slík vinarkveðja gleymist ekki. Kveðjur voru fluttar frá 25 ára nemendum, færðu þeir skólanum pen- ingagjöf er fara skyldi í sjóð þann er aðrir 25 ára nemendur stofnuðu fyrr á þessu ári. Skal peningunum varið í það að skrifa sögu skólans. 10 ára nemendur fluttu einnig kveðjur og gáfu peningagjöf til fag- bókasafnsins. Kann skólinn þessum fyrrverandi nemendum sínum bestu þakkir fyrir. Að brautskráningu lokinni þáðu gestir skólans veitingar en nemendur fóru hver til síns heima að fagna merkum áfanga með fjölskyldum og vinum. í lokin færi ég öllum þakkir fyrir samstarf liðins árs, en Þorbjörg Jóns- dóttir tekur við skólanum þann 1. október. Sigþrúður Ingimundardóttir. HjÚkrun 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.