Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 48

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 48
nefndanefndar. Tillögur skulu hafa borist nefndinni fyrir 20. jan. 1979. Ur stjórn ganga að þessu sinni, Anna S. Stefánsdóttir, 2. varaform. og Fanney Friðbjörnsdóttir vararit- ari. Úr varastjórn, Helga Snæbjörns- dóttir og Pálína Tómasdóttir. Endur- kosning er heimil. Samkvæmt félagslögum verður fulltrúafundur HFI á tímabilinu mars-júní 1979. Kjósa skal 2. vara- formann, meðstjórnanda og tvo menn í varastjórn. Kjörtímabil er 3 ár. Kjörgengir eru allir fullgildir félagar HFI. Stjórnarkjör fer fram á full- trúafundi. - Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér 10. gr. laga HFI um stjórnarkjör. Barátta fyrir bættum hag kvenna I ÁGÚST s.l. barst stjórn HFI bréf frá Jafnréttisráði þar sem það vekur at- hygli á því, að nú stendur yfir á veg- um Sameinuðu þjóðanna, áratugur fyrir bættum hag kvenna, þ. e. frá árinu 1975-1985. I þessu sambandi var gerð alþjóðleg framkvæmda- áætlun og bera ríkisstjórnir ábyrgð á gangi þessara mála hver í sínu heimalandi. Á Loftleiðaráðstefnunni 20.-21. júní 1975 var meðal annars sam- þykkt tillaga þess efnis, að fara þess á leit við sveitarstjórnir landsins, að þær skipi jafnréttisnefndir liver á sínum stað, sem ynnu að jafnrétti kynjanna. Jafnréttisráð telur nauðsynlegt að jafnréttisnefndir séu starfandi sem víðast á landinu og væntir góðrar samvinnu við þá aðila sem þær skipa. Jafnréttisráð telur eðlilegt að þessar nefndir starfi i samvinnu við ýmsa aðila í hinum einstöku byggðalögum m. a. sveitarstjórnir, verkalýðsfélög, starfsmannafélög, kennara, atvinnu- rekendur, kvenfélög og önnur áhuga- félög, sérstaklega þau sem starfa að jafnréttismálum kynjanna. Kvennasögusafn íslands í JANÚAR 1975 -í fyrsta mánuði al- þjóðakvennaárs Sameinuðu þjóðanna var undirrituð stofnskrá að heimild- arsafni til sögu íslenskra kvenna, sem bar heitið Kvennasögusafn Islands. Hornsteinn safnsins var Ævi- minningabók Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Stofn safnsins var að öðru leyti bækur, handrit og önn- ur gögn, sem Anna Sigurðardóttir gaf safninu á stofndegi. Kvennasögusafn Islands á sér hlið- stæðu í nágrannalöndunum, og er til- gangurinn samur, sá að stuðla að því að rannsaka sögu kvenna. Margrét Jóhannesdóttir. í febrúar 1978 færði Margrét Jó- hannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrum ritstjóri Tímarits HFÍ safn- inu rausnarlega gjöf, sem var: Hjúkr- unarkvennablaðið í 4 bindum, I -35. árgangur, frá árunum 1925-1959 og Tímarit Hjúkrunarfélags Islands í 5 bindum, 36.-53. árgangur, frá árun- um 1960 til ársloka 1977. Gjöf þessa færði Margrét Kvennasögusafni ís- lands að höfðu samráði og samþykki ritstjórnar Hjúkrunar. Námskeið á Landakots- spítala I MAÍ sl. auglýsti St. Jósefsspítalinn, Landakoti, upprifjunarnámskeið fyr- ir þá hjúkrunarfræðinga sem höfðu ekki starfað um einhvern tíma. Hófst námskeiðið þann 8. mai. Við sem sáum þessa auglýsingu í blöðunum urðum mjög ánægðar og gripum tækifærið fegins hendi, til þess að reyna að komast út í starfið á ný eftir mismunandi langan tíma heima fyrir yfir uppvaski og bleyj uþvotti, og þar sem ekki voru neinar kvaðir um vinnuskyldu létum við til skarar skríða. Við höfðum álitið að þörfin fyrir slík námskeið væri mikil fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja koma sér út í atvinnulífið á ný. En reyndin var þá önnur, þar sem við vorum að- eins 7 sem sóttum um námskeiðið, og verður að telja það algert lág- mark til að geta haldið slíkt nám- skeið. Viljum við hér með þakka for- stöðukonum St. Jósefsspítala, Landa- koti, læknum og öðrum þeim sem að námskeiðinu stóðu fyrir framlag þeirra, sem gerði námskeiðið jafn fróðlegt og skemmtilegt og raun varð á. Námskeiðið stóð í 4 vikur, frá mánudegi til föstudags, um það bil 8 klst. á dag. Tilhögun námskeiðsins var í stór- um dráttum sú, að hver hjúkrunar- fræðingur fékk að kynnast tveim mismunandi deildum 2 vikur í senn, ásamt einum degi á göngudeild og einum degi á gj örgæsludeild sem flestum fannst of lítið. Alla daga mættum við kl. 8,00 á þá deild sem viðkomandi var skráður á og tókum þátt í verkum deildarinn- ar eftir bestu getu, en það má segja að allt starfslið spítalans hafi lagt sig fram til að gera okkur þetta sem auðveldast. Eftir hádegi var yfirleitt 1-2 fyrir- lestrar á dagskrá og voru þeir mjög fjölbreyttir að efnisvali. Fyrirlestra fluttu: 1. Guðrún Marteinsson hjúkrunar- forstjóri. 42 IIJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.