Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 50

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1978, Blaðsíða 50
ig var talað um tjóskipti og samtals- tækni. Að loknum fyrirlestrum um ofangreind atriði var þátttakendum skipt niður i hópa og unnu 2 og 2 saman. Annar var i hlutverki sjúk- lings með ákveðin einkenni og hinn í hlutverki hjúkrunarfræðings, sem tók hjúkrunarskrá. Unnu síðan hjúkrun- arfræðingurinn og sjúklingurinn saman að gerð hjúkrunaráætlunar þar sem allir þættir ferlisins komu inn í. Þótti þetta takast mjög vel og var greinilega mikill áhugi fyrir þessu. I könnun sem var gerð í lok nám- skeiðann, kom fram mikill áhugi og jákvætl viðhorf til þessara nýju starfshátta í hjúkrun. Töldu flestir að hægt væri án umtalsverðra hreyt- inga að byrja með einstaklingshjúkr- un sem væri eðlileg byrjun þar sem hjúkrunarferlið tekur mið af einstak- lingum. Þá kom einnig fram að flest- ir töldu sig tilbúna til að takast á við þessi viðfangsefni, en töldu jafnframt nauðsynlegt að kynna þessa nýju starshætti hjúkrunar vel fyrir öllu starfsliði á sjúkradeildum áður en lengra væri haldið. Það er ósk Hjúkrunarskóla Islands að með þessari kynningu hafi hjúkr- unarfræðingar fengið þá grundvallar innsýn sem þörf er á til að halda ó- fram og koma hjúkrunarferlinu í framkvæmd, þar sem við teljum þetta til mikillabótafyrir einstakling- inn/sjúklinginn. Styrkur Síðastliðið vor barst HFI peninga- gjöf, kr. 150.000 fró Gísla Sigur- björnssyni, forstjóra Elli- og Hjúkr- unarheimilisins Grundar, fyrir hönd Styrktarsjóðs líknar- og mannúðar- mála, með ósk um að styrkja hjúkr- unarfræðing sem kynnti sér hjúkrun aldraðra. Styrkurinn var auglýstur í Hjúkrun Fréttablaði 3, í april sl. Tvær umsóknir bárust og var styrk- urinn veittur Helenu M. Ottósdóttur hjúkrunarfræðingi, Blönduósi, sem dvalið hefur í Kaupmannahöfn, að mestu á Bispebjerg sygehus og kynnt sér hjúkrun aldraðra og langlegu- sjúklinga. Jólatrésskemmtun HFÍ ’78 Jólatrésskemmtun fyrir börn hjúkr- unarfræðinga verður á Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 28. desem- ber og hefst kl. 15.00. Aðgöngumiðar verða seldir á skrif- stofu félagsins og hjá nefndarkonum, sem eru: Dóra Þorgilsdóttir, deild 9, Kleppsspitala, Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir, Vistheimilinu Vífilsstöð- um, Ragnhildur B. Jóhannsdóttir, sími heima 75165, Margrét Magnús- dóttir, röntgend. Landspítala. Hjúkrunarfræðingar, fjölmennið með börn ykkar. Heimilt er að taka með sér gesti. Sérfræðileyfi HFÍ vill hvetja þá hjúkrunarfræð- inga, sem sótt hafa um sérfræðileyfi til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, og ekki sótt leyfisbréf- ið, að gera það sem fyrst. Athygli er vakin á því að sérfræði- leyfið tekur ekki gildi fyrr en leyfis- bréfið hefur verið afhent frá ráðu- neytinu. Aukin fræðsla á vegum barnadeildar Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur Baknadeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar i Reykjavík hefur ákveðið að beita sér fyrir aukinni fræðslu og vekja athygli á helstu orsökum slysa á börnum á heimilum og benda á leiðir til úrbóta. Af þessu tilefni hefur Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur látið prenta blað með minnisatriðum um slysavarnir vegna barna, þar sem upp eru taldir helstu slysavaldar og er í undirbún- ingi að gefa út bækling. Hjúkrunar- fræðingar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur munu ræða um þessi atriði í heimsóknum sínum til for- eldra ungbarna. Með aukinni velferð á undanförn- um áratugum og með tilkomu sýkla- lyfja og ónæmisaðgerða, hefur bar- áttan gegn mörgum alvarlegum smit- sjúkdómum gefið góðan árangur og dauðsföllum af völdum smitsjúkdóma fækkað verulega, en á sama tíma hefur dauðsföllum af völdum slysa fjölgað. Aukin tækni og vélvæðing nútíma þjóðfélagsins og aukin notkun hættu- legra efna, hefur gert umhverfi barnsins margbrotnara og hættu- legra lífi þess og heilsu. Slys valda nú fleiri dauðsföllum en nokkur sjúkdómur og á vissu ald- ursskeiði valda slys jafnmörgum dauðsföllum og allir sjúkdómar til samans. Alvarlegustu slysin eru yfirleitt þau, sem eiga sér stað í umferðinni, en flest slysin eiga sér stað á heimil- unum. Oryggi barnsins á fyrsta aldursári er algerlega háð umhugsun og vernd þeirra fullorðnu, en með uppeldi og þjálfun lærir barnið smám saman að þekkja og forðast hætturnar. Með einföldum aðgerðum má oft gera um- hverfið hættuminna. Markmiðið með Jjessum áróðri er ekki að breyta svo umhverfi harns- ins, að það hindri eðlilegan þroska þess og hreyfingaþörf, heldur að auka árvekni foreldranna og annarra sem hugsa um barnið og umhugsun um þessi mál og benda á skyldur og ábyrgð þjóðfélagsins á umhverfi barnsins. Flest slys er unnt að fyrirbyggja, en Jiekking um hætturnar, góð athygli og fyrirhyggja er nauðsynleg. 44 HJUKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.