Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 9

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1984, Blaðsíða 9
Myndir af 3 börnum meö FAS ■ Ai A: Eins ársgömulindíánastúlka frá Bandaríkjunum með greindan ísitölu 59. B: 3 3/4 árs svörtstúlka með greindarvísitölu 47. C: 2 1 /2 árs hvitur drengur med greindarvísitölu 50. Takið eftirhinum þröngu augnrifum-hjá öllum börnunum og að stúlkan á mynd B. hefurstrabismus (er rang- eygð) og augnlokin eru missíð (ptosis)." önnur ávanalyf Neyzla annarra ávana- og fíkni- efna, svo sem heróíns, methadons, LSD og barbiturata hefur einnig í för með sér auknar líkur á undir- málsfæðingu, lágri fæðingarþyngd og aukningu ungbarnadauða. Meiri líkur benda til þess að ofdrykkju- fólk hafi einnig neytt annarra ávana- og fíkniefna. Hins vegar kemur fram í rannsókn hjá Rosett 197821 að þar viðurkenndu aðeins 4% af öllum hópnum notkun á öðrum vímuefnum en áfengi. í ann- arri rannsókn hjá Kuzma og Philip 197713 sögðu 6% frá óleyfilegri lyfjanotkun. í báðum hópunum tengist lyfjanotkunin yfirleitt óhóf- legri áfengisnotkun. Konur sem ekki neyttu áfengis forðuðust einnig neyzlu óleyfilegra efna. Akveðin fylgni meðfæddrar van- sköpunar, vaxtartruflunar og and- legrar þroskahömlunar sem kann að líkjast FAS hefur orðið vart í ný- burum sem hafa fengið krampalyf í móðurkviði. D. Janz sagði frá því 1975111 að vart hefði orðið með- fæddrar vansköpunar í sambandi við notkun á ýmsum krampalyfjum meðan á meðgöngu stóð, einum sér eða fleiri saman. Sjúklingar sem Jiljóta langtíma meðferð á pheny- toini eða öðrum skyldum lyfjum eiga í erfiðleikum með að nýta kalsium, fólínsýru, D-vítamín og fleiri nauðsynleg efni fyrir líkam- ann. Jafnframt eru breytingar á ný- myndun stoðvefs oft fylgjandi þessu. Hill, 1976x kom fram með þá tilgátu að hið margþætta trufl- unarástand og breytingar á efna- skiptum sem fylgt hafa bæði lang- tíma notkun á krampalyfjum svo og neyzlu mikils af áfengi geti leitt til eða beinlínis valdið einhverju um þá vansköpun sem vart hefur orðið hjá afkvæmum þessara kvenna. Coffein Óhófleg kaffineyzla fylgir oft óhóf- legri áfengisnotkun og reykingum. í dýrarannsóknum þar sem rannsak- að hefur verið hvort coffein geti valdið vansköpunum þá hefur skammturinn sem notaður hefur verið samsvarað því að maðurinn þurfi að drekka allt frá 40-100 bolla af kaffi daglega.17 Enn sem komið er þá hefur engin mannleg vansköpun verið rakin til coffeins. Antabus Þó að antabus (disulfram) sé gagn- legt hjálparefni í meðferð áfengis- sjúklinga ætti ekki að gefa það á meðgöngutíma. Hjá 5 konum sem um meðgöngutíma fengu 250-500 mg/á dag af antabus þá kom í ljós að þar var um að ræða: eitt fóstur- lát á öðrum mánuði meðgöngu, 2 börn fæddust með klumbufót og 2 fæddust eðlileg.26 Könnun á van- sköpun á 2 afkvæmum þar sem mæðrunum hafði verið gefið anta- bus fyrsta tímabil meðgöngu leiddi í ljós alvarlega vansköpun á útlimum þannig að þeir voru styttri en eðli- legt taldist. Hvorug móðirin hafði neytt áfengis né neins annars sem vitað var að gæti haft vanskapandi áhrif. Það hefur sýnt sig (Samerhof og Chandler 1975) að tilfinningaleg streita tengist oft erfiðleikum í fæð- ingu. Ekki hefur tekist að finna neinn mismun á hinum ýmsu geð- sjúkdómum. Hins vegar þegar geð- sjúklingum er skipt eftir því hversu veikir þeir eru, þá helst það oft í hendur að þeir sem eru með flest sjúkdómseinkennin og lengstu sjúkrasöguna hafa átt í hvað HJÚKRUN */m - 60. árgangur 7

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.