Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 54

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Page 54
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Siðfræði — Endurmenntunarnámskeið fyrir háskólamenn í febrúar sl. gekst endurmenntunar- stjóri Háskóla íslands fyrir nám- skeiði í siðfræði fyrir heilbrigðis- stéttir. Markmið námskeiðsins var að veita inngang í siðfræði með hliðsjón af vandamálum sem fólk í heilbrigðis- greinum verður sífellt að takast á við. Höfuðáhersla var lögð á að kynna þátttakendum í formi fyrir- lestra og umræðna, hvemig leiða má siðferðileg vandamál til lykta með skipulegri umræðu í ljósi siðfræði- kenninga. í því skyni var fjallað um eftirtalin efnisatriði: - Um eðli og viðfangsefni sið- fræðinnar. - Ágrip af siðfræðikenningum. - Um siðareglur og ákvörðun í sið- ferðilegum efnum. - Hvemig taka má á siðferðilegum vanda. - Dæmi um siðferðileg úrlausnar- efni. Námskeiðið var ætlað fólki sem starfar í heilbrigðisstéttum, svo sem hjúkmnarfræðingum, læknum, sjúkraliðum og sjúkraþjálfum. Há- marksfjöldi var 25 manns. Leiðbeinendur vom Dr. Páll Skúla- sonprófessorH.Í. ogdr. Vilhjálmur Ámason stundakennari H.í. Þátttakendur í siðfræðinámskeið- inu, sem var fróðlegt og vel skipu- lagt, vom átján, allt hjúkmnar- fræðingar að undanskildum þrem þátttakendum, tveim sjúkraliðum og einum félagsráðgjafa. Það vakti athygli þátttakenda að ein- ungis konur tóku þátt í þessu góða námskeiði, sem annars var auglýst fyrir allt fólk sem starfar í heilbrigð- isþjónustinni. Ingibjörg Árnadóttir. Leiðbeinendur endurmenntunarnámskeiðsins i siðfrœði voru heimspekingarnir Páll Skúlason, prófessor, tv. ogdr. Vilhjálmur Árnason, stundakennari. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Allir þátttakendur <18 talsins) voru konur og allir hjúkrunarfræðingar að undanskyldum tveimur sjúkraliðum og einumfélagsráðgjafa. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. Rut Rebekka sýnir á Kjarvalsstöðum Listakonan og hjúkmnarfræðingur- inn Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sýndi verk sín á Kjarvalsstöðum sl. vor, við góða aðsókn. Sérstaklega vöktu andlitsmyndir hennar athygli. Rut Rebekka er fædd í Reykjavík 1944. Lauk námi frá HSÍ1966. Hún er starfandi hjúkmnarfræðingur jafnframt því að stunda listgrein sína í námi og starfi. I.Á. 48 HJÚKRUN >■- 61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.