Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Blaðsíða 3
60ÁRA FORSÍÐA: Tímaritið Hjúkrun 60 ára. Þriðja elsta tímarit um heilbrigðismál á íslandi. 3.-4. tölublaö nóvember 1985 61. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622 RITSTJÓRN: ÁSA ST. ATLADÓTTIR, SÍMI 51126 SIGRlÐUR SKÚLADÓTTIR, SÍMI 43908 RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 40187 AUGLÝSINGAR OG BLAÐADREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SÍMI 15316 OG 41622 SIGRlÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SÍMI 15316 OG 21177 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. EFNISYFIRLIT Tímaritiö Hjúkrun 60 ára 2 Rætt við Guðríði Jónsdóttur 4 Rætt við Jóhönnu Björnsdóttur 8 Kvennaævi 11 Fyrir-tiða spenna 15 Fósturlát 18 Hjúkrunarfræði - stéttarvitund 21 Eining hjúkrunarfræðinga - félagslegur ávinningur 25 Menntun hjúkrunarfræðinga staða og ábyrgð 27 Hjúkrunarfræðingar sem félagslegt afl 31 Alþjóðaráðstefna um lög og siðareglur i hjúkrun 37 Alþjóðaráðstefna um hjúkrun aldraðra 38 Lyf kynnt 40 Ársskýrsla stjórnar HFÍ, fréttiro.fl. 42 Letur: Times 10 pt á 12 pt. fæti. Millifyrirsagnir 12 pt. myndatextar 8 pt. á 10 pt. fæti. Pappír: fincoat 100 gr. Prentun: Isafoldarprentsmiöja h.f. Upplýsingar og vamaraðgerðir mikilvægastar varðandi AIDS Rúm 4 ár eru nú liðin frá því aö ónaemistæring eða alnæmi var fyrst greind í Bandaríkjunum, en sjúkdómurinn mun þó hafa byrjaö að láta á sér kræla þar um slóðir 3-4 árum áður. Hann barst hins vegar síðar til Evrópu og hefur þess vegna ekki ennþá náð jafn mikilli útbreiðslu þar og í Bandaríkjunum. Skýrsla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 1. hluti 1985 sýnir t.d. að Danmörk er eitt þeirra Evrópulandasem hefur flest skráð til- felli, miðað við fólksfjölda (Sygeplejersken 38/ 85). Ennþá er engin lækning í sjónmáli og vonir um bóluefni eru fjarlægar. Þess vegna eru smit- varnir eina raunhæfa aðgerðin gegn sjúk- dómnum á þessu stigi. Slíkar aðgerðir eru vænlegri til árangurs í þjóðfélagi eins og á ís- landi, þar sem vonir standa til að ennþá hafi til- tölulega fáir smitast. íslensk heilbrigðisyfirvöld gerðu fyrstu ráðstaf- anir vegna ónæmistæringar fyrir rúmum 2 árum síðan. Landlæknisembættið gaf út fræðslurit um sjúkdóminn í júlí á þessu ári, og ákveðnum sérfræðingum var falið að annast rannsóknir á einstaklingum úr svokölluðum áhættuhópum. Nú er svo hafin á vegum Landspítalans og Borgarspítalans upplýsingaþjónusta fyrir þá, sem óttast að þeir hafi smitast af ónæmistær- ingu. Fólk getur hringt í síma 622280 og fengið milliliðalaust samband við sérfróðan lækni, sem veitir upplýsingar án þess að fyrirspyrjandi þurfi að gefa upp nafn. Lögð verður mikil áhersla á fræðslu fyrir þá, sem reynast smitað- ir, og leitast verður við að veita þeim allan þann stuðning, félagslegan og læknisfræðilegan, sem völ er á. Víða um heim er unnið að rannsóknum með ýmis lyf sem hugsanlega gætu komið að notum í baráttunni við sjúkdóminn, en ekkert áþreifan- legt komið út úr þeim ennþá. Upplýsingar og varnaraðgerðir eru því eina vopnið, enn sem komið er. í næsta blaði verður m.a. fjallað um ónæmis- tæringu. Ingibjörg Árnadóttir. HJÚKRUN 3--4yfo-61. árgangur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.